Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÍSLENSK-ameríska verslunarfélagið hefur keypt Mylluna-Brauð og munu kaupin koma til skoðunar Samkeppnisstofnunar, að sögn for- stöðumanns samkeppnissviðs stofnunarinnar. Í tilkynningu frá Íslensk-ameríska segir að mark- miðið með kaupunum sé að styrkja stöðu félags- ins sem leiðandi markaðs- og framleiðslufyrir- tæki á neytendavörumarkaði, jafnframt því að auka samkeppnishæfni með sparnaði og sam- legðaráhrifum. Samanlögð velta samstæðu Ís- lensk-ameríska er eftir kaupin áætluð 5,4 millj- arðar króna, en kaupverðið er ekki gefið upp. Tilkynna ber um samrunann Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að til- kynna beri um samruna fyrirtækjanna, sem kaupin muni kallast, til Samkeppnisstofnunar innan viku frá því hann eigi sér stað. Stofnunin hafi þá 30 daga til að meta hvort viðskiptin gefi tilefni til dýpri rannsóknar. Eftir það hafi Sam- keppnisstofnun þrjá mánuði til að grípa til íhlut- unar ef þess gerist þörf. Um hvort til þess muni koma í sambandi við kaup Íslensk-ameríska á Myllunni-Brauði geti hann ekkert sagt á þessu stigi. Að sögn Guðmundar taldi Samkeppnisstofnun ekki ástæðu til að skoða kexmarkaðinn sérstak- lega þegar Íslensk-ameríska keypti kexverksmiðjuna Frón á árinu 2000 og Kex- smiðjuna Bakstur á Akureyri í desember í fyrra. Innflutningur á kexi sé töluverður og það hafi áhrif. Samkeppnisráð ógilti yfirtöku Myllunnar- Brauðs á Samsölubakaríi á árinu 1998. Áfrýj- unarnefnd samkeppnismála felldi ógildingu ráðsins hins vegar úr gildi nokkru síðar. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ákvörðun sam- keppnisráðs hefði verið tekin eftir að þáverandi tveggja mánaða lögboðinn frestur samkeppnis- ráðs til að ógilda yfirtökuna hefði verið útrunn- inn. Keyptu Frón árið 2000 Íslensk-ameríska keypti kexverksmiðjuna Frón á seinni hluta ársins 2000 ásamt fyrirtæk- inu Innnes ehf. Í desember í fyrra keypti Ís- lensk-ameríska síðan Kexsmiðjuna Bakstur á Akureyri. Íslensk-ameríska keypti niðursuðu- verksmiðjuna Ora á miðju ári 2002. Íslensk-ameríska kaupir Mylluna-Brauð og hyggst auka samkeppnishæfni Kemur til skoðunar samkeppnisyfirvalda  Íslensk-ameríska/C1 Velta samstæðu Íslensk-ameríska orðin 5,4 milljarðar NOKKRAR lóur sáust á flugi suður yfir Elliðaárnar í gærdag. Magnús Magnússon, kvik- myndagerðarmaður og fugla- áhugamaður, kveðst hafa séð ló- urnar þegar hann var á leið yfir göngubrú sem liggur yfir Elliðaár austan við Árbæjar- safnið. Magnús segist ekki hafa náð að telja fuglana en telur sig hafa séð fimm lóur. Hann segir þær hafa komið fljúgandi á móti sér. Magnús, sem hefur gert tugi kvikmynda um fugla, segist reyndar ekki vera sérfræðingur en telur líklegt að lóurnar séu með fyrra fallinu þetta árið. Morgunblaðið/Ómar Lóur sáust á flugi í Elliðaárdal Fasteignafélagið Stoðir hf. hefur í hyggju að kaupa húsnæðið sem áð- ur hýsti verslunina Top Shop í Lækj- argötunni í Reykjavík. Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Stoða, segir að félagið hafi lengi haft áhuga á að fjárfesta í miðbænum í atvinnu- húsnæði en ekki látið slag standa fyrr en núna. Húsnæðið hefur staðið autt og verið aug- lýst til leigu síðan Samfylkingin var með kosningaskrifstofu þar í mars árið 2003. Baugur opnaði Top Shop-verslun í hús- næðinu árið 2000 en lokaði snemma árs 2003. Ástæðan var sögð óarðbær rekstur. Stoðir hyggj- ast kaupa Top Shop-húsið  Skipulagt/B6–7 Í NÆSTA mánuði kemur út á vegum út- gáfurisans BMG í Þýskalandi plata með Stuðmönnum sem heitir Six Geysirs and a Bird. Inniheldur platan fjórtán Stuð- mannalög, sem alþekkt eru á Íslandi, en eru nú kynnt í fyrsta sinn fyrir þýsku þjóðinni. Flest eru lögin með uppruna- legum íslenskum textum en þrjú eru á ensku, tvö á þýsku og eitt þeirra – gamla Grýlulagið „Sísí“ – verður á frönsku. Það hefur jafnframt verið valið sem for- smekkurinn á plötuna og kemur út á smá- skífu. Ung þýsk kona, Claudia J. Koestler, á heiðurinn að því að þessi útgáfusamn- ingur var gerður við BMG-risann en hún hefur um nokkurra ára skeið haft brenn- andi áhuga á tónlist Stuðmanna og ann- arra íslenskra dægurlagasveita sem lítið hefur heyrst í utan Íslands. Spila í Royal Albert Hall Hópur þýskra blaðamanna er á leiðinni til landsins til að taka viðtal við Stuðmenn og kynna sér sveitina betur. Til stendur að Stuðmenn fari í tónleikaferð um Þýskaland í sumar en einnig hefur verið ákveðið að Stuðmenn haldi eina tónleika í hinu virta tónleikahúsi Royal Albert Hall í Lundúnum 26. mars á næsta ári. Plata með fjórtán Stuðmannalögum kem- ur út í Þýskalandi í apríl næstkomandi. Stuðmenn gefnir út í Þýskalandi  Stuðmenn gjósa/65 EIÐUR Smári Guðjohnsen fagn- ar hér glæsilegu marki sem hann skoraði á 53. mínútu gegn Arsenal á Stamford Bridge í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslit- um Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Eiður var í byrjunarliðinu, lék mest- allan leikinn og þótti standa sig mjög vel. Skömmu eftir markið jafnaði Arsenal og lokatölur urðu 1-1. Reuters Eiður fagnar marki gegn Arsenal  Aftur skorar/59 eigin dreifikerfi. Gert sé ráð fyr- ir að framleiðendur sjónvarps- efnis hafi jafnan aðgang að dreifikerfinu á eðlilegu kostnað- arverði, sem stuðli að aukinni samkeppni. Sturla segir að framboð sjón- varpsrása muni margfaldast með betri nýtingu ljósvakans. Breyta á UHF-rásum, sem eru 49 tals- ins, í stafrænt form og verður hægt að senda út allt að 200 dag- skrárefni á þeim að því loknu. Nú eru send út tíu dagskrárefni á UHF. Samgönguráðherra segir tíðni til útsendinga ekki takmarkandi þátt í samkeppninni. Ekki eigi að bjóða þessar rásir upp eða skatt- leggja fyrirtæki sem nýti þær sérstaklega. Betra sé að hafa öfl- ug fyrirtæki sem geti boðið neyt- endum ódýra og góða þjónustu. SAMGÖNGURÁÐHERRA legg- ur til að stofnað verði sameig- inlegt fyrirtæki til að byggja upp og reka dreifikerfi fyrir stafrænt sjónvarp á Íslandi. Gerir hann sér vonir um að samkomulag um það náist á þessu ári meðal flestra sjónvarpsstöðva. Á næsta ári verði svo hafin uppbygging á stafrænu dreifikerfi og áætlað sé að því ljúki árið 2008. Sturla Böðvarsson segir að forsvarsmenn fjölmiðla- og fjar- skiptafyrirtækja hafi tekið þessu mjög vel eftir að þeim var kynnt stefna stjórnvalda í innleiðingu stafræns sjónvarps. Með rekstri sameiginlegs dreifikerfis verði heildarfjárfesting í þessari nýju tækni minni, rekstrarkostnaður minni og uppbyggingin skipu- lagðari. Stjórnvöld stuðli þannig að láréttum markaði í stað lóð- rétts þar sem framleiðendur dagskrárefnis senda út í sínu Stafrænt sjón- varp á Íslandi árið 2008  Eitt sameiginlegt/35 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.