Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 2

Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ́UNGIR DÓMAR Hæstiréttur dæmdi í gær liðlega fertugan karlmann í fimm og ½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni sem stóðu í tólf ár. Aðeins einu sinni áður hefur verið felldur jafnþungur dómur í máli af þessu tagi. Þá hefur Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmt hálf- fertugan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og brot á barna- verndarlögum. Vilja verjast hryðjuverkum Hollendingurinn Gijs de Vries hefur verið skipaður í nýtt embætti yfirmanns hryðjuverkavarna Evr- ópusambandsins. Þetta var ákveðið á fundi leiðtoga ESB í Brussel í gær. Þeir náðu einnig samkomulagi um ráðstafanir til að auka samstarf lögreglu og leyniþjónustu í nafni efldra hryðjuverkavarna um alla álfuna. Vöruðu við hættu á hruni Eftirlitsaðilar Landsvirkjunar sendu verktakafyrirtækinu Imp- regilo og undirverktökum skriflega athugasemd um hættu sem stafaði af grjóthruni viku áður en banaslys varð í gljúfrinu undir Fremri- Kárahnjúk. Öryggistrúnaðarmaður Arnarfells segist einnig margoft hafa kvartað vegna hrunhættu í gljúfrinu áður en banaslysið varð. Portúgal óskar eftir aðstoð Portúgalar hafa beðið Atlants- hafsbandalagið um leggja til AWACS-eftirlitsflugvélar í tengslum við öryggisviðbúnað á Evrópumótinu í knattspyrnu. Lægra verð sjávarafurða Vísitala sjávarafurðaverðs hefur lækkað um 3,5% í ísl. kr. talið frá því í desember til loka febrúar. Mælt í SDR er hins vegar um ör- litla hækkun að ræða. Sé litið aftur til 1. september 2001, er lækkunin í einstökum afurðaflokkum á bilinu 13 til 23%. Formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, segir þetta þyngja rekstur sjávarútvegsfyrirtækja verulega. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 44 Viðskipti 11/12 Minningar 44/52 Erlent 16/21 Umræðan 53/58 Heima 22 Kirkjustarf 57 Höfuðborgin 24 Bréf 62 Akureyri 25/26 Dagbók 64/65 Suðurnes 26/27 Staksteinar 64 Austurland 29 Sport 66/69 Landið 30/31 Leikhús 70 Listir 3235/30 Fólk 70/77 Daglegt líf 36/39 Bíó 74/77 Forystugrein 40 Ljósvakamiðlar 78 Þjónusta 43 Veður 79 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá nemendum Háskólans í Reykjavík. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is  Tískuveldið Karen Millen  Arnaldur Indriðason í Þýskalandi  Dómaraparið Stefán og Gunnar  Eftirminnileg tímabil í lífi ólíkra einstaklinga  Íslenskur arkitekt í New York  Geisladiskarekkar  Fljúgandi stólar og logandi hellur  Áhrif frá Coco Chanel  Lífrænt ræktað Á SUNNUDAGINN Sunnudagur 28.03.04 ARNALDUR INDRIÐASON RITHÖFUNDUR ER Í ÞÝSKALANDI ÞAR SEM BÆKUR HANS NJÓTA MIKILLA VINSÆLDA HIN EINA SANNA KAREN MILLEN Nokkrir ólíkir Íslendingar á mismunandi aldri staldra við og deila eftirminnilegu tímabili í lífi sínu EIGANDI skammbyssunnar, sem voðaskot hljóp úr mánu- daginn 15. mars síðastliðinn og varð Ásgeiri Jónsteinssyni 12 ára að bana, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á Sel- fossi og kannast við að eiga umrædda byssu. Byssan var keypt erlendis fyrir nokkrum árum og flutt ólöglega til landsins samkvæmt upplýs- ingum sýslumannsins á Sel- fossi. Ekkert leyfi er fyrir vopninu. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar málið bíður nú nið- urstöðu úr rannsóknum, krufningu og tæknirannsókn á byssunni. Viðurkennir eign á ólöglegri skammbyssu HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. júní 2003 í meiðyrðamáli sem Bjarni F. Einarsson, umsækjandi um kennarastarf í fornleifafræði við Háskóla Íslands, höfðaði gegn þremur dómnefndarmönnum sem meta áttu hæfi hans. Hin átöldu um- mæli voru í þeim hluta dómnefnd- arálits sem fjallaði um umsækjand- ann og sagði áfrýjandi, Bjarni, að þar fram kæmu ýmis órökstudd um- mæli sem hefðu vegið að æru hans og persónu. Hin átöldu ummæli í áliti dóm- nefndar voru annars vegar: „Þar slær hann [Bjarni] fram fullyrðing- um sem ekki eru byggðar á neinum rökum, en það er hreint og beint ábyrgðarleysi“ og „Tilgangi rann- sóknarinnar var því ekki náð og illa var farið með almannafé.“ Um fyrri ummælin segir Hæsti- réttur að þau hafi verið röng og meiðandi fyrir Bjarna og til þess fallin að skerða fræðimannsheiður hans. Um síðari umælin segir Hæstiréttur að þau hafi falið í sér siðferðisdóm, sem væri meiðandi fyrir Bjarna, enda tilhæfulaus og óviðurkvæmileg í dómnefndaráliti. Ummælin voru því dæmd ómerk og dómnefndarmenn dæmdir til að greiða Bjarna 100 þúsund krónur auk 500 þúsund króna í málskostn- að. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð- ar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður Bjarna var Jakob R. Möller hrl. og lögmaður dómnefnd- armanna Hörður F. Harðarson hrl. Umsækjandi um kennarastöðu við Háskóla Íslands vinnur meiðyrðamál í Hæstarétti gegn dómnefndarmönnum Ummæli dómnefndar- innar talin meiðandi ÓLAFUR Ingi Jónsson, forvörður hjá Morkinskinnu, segir það hafið yfir allan vafa að mynd, sem eignuð var Jóhannesi Kjarval og til stóð að bjóða upp í næstu viku hjá Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn, sé fölsuð. Ólafur Ingi skoðaði myndina undir innrauðu og útfjólubláu ljósi í húsnæði forvörsludeildar danska Þjóðminjasafnsins í Kaup- mannahöfn í gær. Sagði hann að nokkur atriði gæfu til kynna að ný mynd hefði verið máluð yfir eldra verk. Til dæmis væri aug- sýnilegt að málað hefði verið yfir undirliggjandi sprungur. Mynd- málið væri ólíkt stíl Kjarvals, enda væri myndin afar ófag- mannlega unnin, og undirskriftin kæmi ekki heim og saman við verk hans. Undir útfjólubláu ljósi væri litur myndarinnar enn- fremur mjög dökkur og einsleitur og án flúrljómunar, sem benti til þess að málningin væri ekki göm- ul. Að sögn Ólafs Inga stendur til að skoða myndina með röntgen- tækni innan skamms, en þá ætti upprunalega verkið að koma í ljós undir yfirmálningunni. Hann hyggst einnig taka sýni úr máln- ingunni til að efnagreina bindi- efnið í henni og bera saman við gögn Raunvísindastofnunar Há- skóla Íslands er tengjast hinu umfangsmikla fölsunarmáli á Ís- landi. Eftirlíking af slökustu gerð „Það er mjög dapurlegt að þessi mynd hafi komist í umferð, bæði á Íslandi og í Danmörku,“ sagði Ólafur Ingi. „Það er ekki hægt að tala um snilli í neinum skilningi í sambandi við þetta verk, ekkert sem lýtur að heið- arlegri glímu við listina. Þetta er augljós eftirlíking og það af slök- ustu gerð.“ Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu telur Ólafur Ingi að myndin, sem átti að bjóða upp hjá Bruun Rasmussen í lok mán- aðarins undir heitinu Pige med harpe, sé eftirlíking af málverk- inu Landslag leikið á píanó eftir Kjarval, en það er í eigu Lista- safns Íslands. Hætt var við sölu myndarinnar eftir að grunsemdir vöknuðu um að hún væri fölsuð, en Bruun Rasmussen er eitt virt- asta uppboðshús Danmerkur. Eigandinn er Dani, sem ekki vill láta nafns síns getið, en sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði keypt myndina á uppboði hjá Galleríi Borg í maí árið 1994, en þar var hún boðin upp undir heitinu Vorkoma. Kvaðst hann mjög áfram um að komist yrði til botns í málinu. Morgunblaðið/Aðalheiður Þorsteinsdóttir Ólafur Ingi Jónsson forvörður skoðar myndina í húsnæði forvörsludeildar danska Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn í gær. Myndin án nokkurs vafa fölsuð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.