Vísir - 07.10.1981, Side 20

Vísir - 07.10.1981, Side 20
20 Mi&vikudagur 7. október 1981 vtsm Að fesla endurminn- ingarnar á léreft... - flítíö inn á yfirlitssýningu Listasafns íslands á verkum Kristjáns Daviössonar, listmálara Um siðustu helgi opnaði Listasafn íslands mikla yfirlitssýningu á verkum hins góðkunna listmálara Kristjáns Daviðssonar. A sýningunni eru verk frá árunum 1932-81, eða frá þvi Kristján var fimmtán ára og fram á þennan dag. Mörg þessara verka hafa aldrei komið fyrir almennings sjónir, og má þvi ætla að þarna kenni margra forvitnilegra grasa, bæði fyrir þá, sem eitt- hvað þekkja til Kristjáns og ekki siður fyrir þá, sem kynnast honum i fyrsta skipti á þessari sýningu. Kristján Davi&sson, listmálari. Þessi sjálfsmynd listamannsins hefur veriö gefin út á veggspjaidi i tilefni yfirlitssýningarinnar á verkum hans I Listasafni islands. Kristján rölti með blm. Visis um sýninguna og var þá spuröur, hvort ekki væri ákveðinn loka- bragur af jafn viðamikilli yfirlits- sýningu og þessari: hvort hann stæði ekki eftir eins og i lausu lofti? „Nei, ég er alls ekki i' lausu lofti vegna svona yfirlitssýningar. Þvert á móti er hún mér ákveðið akkeri. Ée hef stundum verið hræddur um að samhengið i þvi sem ég hef verið aö gera um ævina — að svipmótið milli þess sem ég gerði i gær og geri i dag væri ekki til staðar. En það sést hvergi betur en einmitt hér, að þetta samhengi er til staðar. Og það veitir mér öryggi að vita af þvi, það markar mér sess, ef svo má að orði komast. Það er sem sagt ég sem er hér á ferðinni”. Þannig fórust Kristjáni orð i upphafi ferðar okkar um sýn- inguna. Allir salir Listasafns lslands eru undir lagöir, en alls eru vel yfir 200 verk á sýningunni. Það liggur þvi beinast við að spyrja Kristján, hvort fólk hafi svona mikinn áhuga á myndlist. „Ég held nú, að það sé afskap- lega takmarkaöur fjöldi manna, sem hefur áhuga á málaralist. En það kemur mér þó á óvart hvað það eru þrátt fyrir allt margir. Kristján hefur áður sagt að Fræbbblarnlr mæla lll lelks - að Hötal Borg annab kvöld Fræbbblarnir munu annað kvöld troða upp á Hótel Borg með prógramm sitt og gefst gestum staðarins þar með færi á að hlýða á lifandi músik og fjörlega flutta. Um nokkurt skeið hefur Borgin verið lokuð fyrir slikan tónlistar- flutning, en með þessum tón- leikum Fræbbblanna á að láta á það reyna hvort tök séu á að halda þvi áfram nú i vetur eins og i fyrra. Fræbbblarnir eru um þessar .mundir að vinna að gerð nýrrar hljómplötu, sem kemur væntan- lega út fyrir jólin (...ákaflega gaman þá...) og er aldrei að vita, nema lög af henni glymji i hlustum viðstaddra. Sem sagt: Hótel Borg, annaö kvöld. — jsj. hann reyni mjög að festa endur- minningarnar á léreftið, þá mynd, sem hugurinn man. Þá ræddum við um ákveðna mynd- röð eftir hann: Rauðasandsrimu I, II og III, sem aliar er að finna á yfirlitssýningunni. Og endur- minningarnar er að finna i öllum verka hans: að minnsta kosti sér leikmaðurinn ekki annað, hvort sem myndirnar eru frá þvi að Kristján gekk i Listaskóla Finns Jónssonar og Jðhanns Briem, eöa eftir að dvöl listamannsins i Paris lauk. Um og eftir það skeið ævi hans taka verkin miklum breyt- ingum, segir Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafnsins i sýningarskránni. Þá málar Kristján menn og mannsandlit. „Áhrif úr þjóðlifinu”, segir Kristján og rifjar upp þegar hann 3g fleiri biðu, oft án árangurs, eftir vinnu við höfnina. Þá voru erfiðir timar, og Kristján málaði með dökkum litum. Er hann pólitiskur málari? I þeim skilningi, að ákveðinnar hug- myndafræði gæti i verkum hans? „Nei”, svarar hann ákveðið. Og bætir við: „En upprunans gætir i verkum minum”. ' Fleira er ekki um það sagt, enda gerist þess ekki þörf. Mynd- irnar tala i staðinn, lifandi og fjörlega, og segja meira en mörg orð. Eftir er aðeins að hvetja fólk að sjá yfirlitss-ýningu Listasafns' Islands á verkum Kristjáns Daviðssonar: hún stendur til 1. nóvember,og verður a.m.k. fyrst um sinnopindaglega frá kl. 13.30 til kl. 22.!!. —jsj. utvar .17.20: Saga um ágirnd Rögnvaldur Fiimbogason les aniian hluta þýöingar siiuiar á sögunni ,,Greni&” eftir ástralska höfundinn Ivan Southall. Southall er löngu heimsfrægur fyrir barna- og unglingabækur sinar en ,,Grenið”semkom úthjá Iðunni 1974 er eina saga hans sem þýdd hefur verið á islensku. Sagan fjallar um dreng frá Melbourne sem fer i heimsókn til ættingja sinna úti i sveit. Þar lendir hann í óvæntri lifsreynslu og verður vitni að þvi hvernig gróðavon getur breytt fólki til hins verra. Að sögn Rögnvaldar er sagan sálræn úttekt á mann- skepnunni og ágirnd hennar séð með augum drengsins. Eins og allar góðar barnabækur er ,,Grenið” dtki siður fyrir full- orðna. Sjónvarp kl. 22.20: Vinnsla 09 geymsia á kjðti I kvöld kl. 22.20 verður þáttur- inn Ferskt og fryst á dagskrá. Hann er endursýndur fræðslu- þáttur um flokkun og merkingu kjöts og hvernig eigi aö ganga frá þvi til geymslu. Þessi þáttur er fróölegur þeim sem hyggjast i haust kaupa skrokka og geyma i frystikistum sinum. JR og kona hans. Sjönvarp kl. 21.30: DALLAS Sextándi Dallsþátturinn verður á dagskrá i kvöld kl. 21.30. Þýð- andi er Kristmann Eiðsson. Dallas er umdeildur þáttur eins og svo margt efni Sjónvarpsins. Sumir telja Dallas væmna vellu og ósamboðið áhorfendum en aðrir og liklega flestir hafa gaman af stæltu strákunum og gerðarlegu stúlkunum og öllum litlu samsærunum þeirra. Annars dregur ein persóna sérstaklega að sér athygli áhorfenda, nefni- lega Larry Hagman i hlutverki JR. Mannvonska hans þykir meö eindæmum og einkalif ekki til fyrirmyndar hvað snertir guðs- ótta og góða siði. I þættinum i kvöld munu áhorfendur komast aö nýjustu bellibrögðum JR. rw I Miðvikudagur 7. október ■ 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- I kynningar. 12.20 Frétlir. 12.45 Veöur- I fregnir. Tilkynningar. MiÖ- J vikudagssyrpa — Asta J Ragnheiöur Jóhannesdóttir. [ 15.10 ..Fridagur frú Larsen” [ eftir Mörthu Christensen I Guönin Ægisdóttir les eigin I þýðingu (13). I l5.40Tilkynningar. Tónleikar. I 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 IVeðurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar: | Kammertúnlist eftir Lud- | wig van Beethoven Wilhelm | Kempff, Karl Leister og i Pierre Foumier leika Trió i B-dUr op. 11 fyrir píanó, • klarinettu og selló / Alfred ■ Brendel leikur á píanó „Þrjátiu og tvö tilbrigöi” um eigiö stef / Búdapest-- J kvartettinn leikur Strengja- • kvartett i f-moll op. 95. I 17.20 Sagan: „Greniö” eftir I lvan Southall Rögnvaldur I Finnbogason les eigin þýö- | ingu (2). {> 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. j 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá Ikvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. | 19.35 A veltvangi | 20.00 Sumarvaka a. Kórsöng- ur Kór Langholtskirkju • syngur islensk lög. Jón Stefánsson stjórnar. b. Fjallaferöir og fjárska&ar ólafur Jónsson fyrrum til- { raunastjóri á Akureyri I minnist æskuára i út- I mannasveit. Ottar Einars-1 I son kennari les frásöguna. I c. Þrjú kvæ&i eflir Hallgrim I Pétursson Knútur R. | Magnússon les. d. Frá ævi- { dögum austanfjallsMargrét j Guönadóttir frá Stokkseyri !segir frá i viðtali viö Guð- rdnu Guðlaugsdóttur. e. • Fyrsti kennarafundurinn AgUstVigfússonsegirfrá.f. I Einsöngur Jóhann Danlels- I son syngur lög eftir Birgi I Helgason. Kári Gestsson | leikur meö á pianó. j 21.30 Útvarpssagan: „Glýja” j eftir Þorvarö Helgason Höf- j undur les (3). j 22.00 Hljömsveit Rikisóper- | unnar i Vinarborg ieikur j Vfuarvalsa Leo Griúier stj. i 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. i Dagskrá morgundagsins. • Orö kvöldsins. . 22.35 iþróltaþáttur Hermanns { Gunnarssonar j 22.55 Kvöldtónleikar: Frá út- J varpinu i Hessen Dtvarps- J hljómsveitin i Frankfurt I leikur. Einleikari: Boris I Belkin. Stjórnandi: Yoel I Levi. a. „Rómeó og JUlia”, I kosertfantasia eftir Pjotr | Tsjaikvoský. b. Fiðlu- j konsert i a-moll op. 82 eftir j Alexander Glasunoff. j 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. | sjónvarp i Miðvikudagur | 7.október j 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. | 20.00 Fréttir og veöur. • 20.25 Auglýsingar og dagskrá. . 20.35 Tornmi og Jenui. . 20.40 Silungurinn sérfróöi. ! Bresk heimildamynd um J tvo stangveiöimenn, sem J rannsaka lifnaðarhætti sil- J unga. Þýöandi: Dóra Haf- I steinsdóttir. I 21.30 Dalias. Sextándi þáttur. I Þýöandi: Kristmann j Eiösson. j 22.20 Ferskt og fryst. Endur- j sýndur fræösluþáttur, sem j Sjónvarpið lét gera um j flokkun og merkingu kjöts. j Sýnt er hvernig eigi aö velja | kjöt og ganga frá þvi til | geymslu. Umsjónarmaður: • Valdimar Leifsson. Aður . sýndur 12. nóvember i . fyrra. — Fyrri þáttur. J 23.00 Dagskrárlok.v J

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.