Vísir - 05.11.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 05.11.1981, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 5. nóvember 1981 Agúsl Petersen sýnir í Norræna húsinu Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari VIsis, GVA.á sýningu Agústs I Norræna húsinu. Um þessar mundir heldur Agúst Petersen sýningu i kjallara Norræna hússins. Er þetta átjánda einkasýning Ágústs, og eru myndirnar flestar málaðar á siðustu tveimur árum. Myndirnar á sýningu Ágústs að þessu sinni eru allar málaðar i oliu, en hann hefur einnig málað vatnslitamyndir, og sýndi slikar m.a. á sýningu sinni á Kjarvals- stöðum fyrir um tveimur árum. Sýning Ágústs Petersens i Norræna húsinu er opin daglega frá kl. 14.00. —jsj. Þriðju háskðlatónleikar vetrarins Tónleikar verða i Norræna hús- inu föstudaginn 6. nóvember i hádeginu kl. 12.30—13.00 Anna Júliana Sveinsdóttir sópran syngur lög eftir Antonin Dvorsjak og Kichard Wagner, en Lára Kafnsdóttir leikur með á pianó. Tónleikarnir eru öllum opnir og vert er að vekja athygli á beirri skemmtilegu nýbreytni, að þeir standa aðeins hálfa klukkustund og ættu menn þvi að geta skotist í hádeginu i Norræna húsið til að njóta tónlistar. Aðstandendur sýningarinnar og þátttakendur. Sýningin er haldin f húsi Bjarna riddara Slvertsen. Hainfirskir listamenn af yngri kyn- slóöinni sýna Við nlKKunnar Ijúfu óma... Klúbbur er ber heitið Þriðji klUbburinn hefur starfsemi sina laugardaginn 7. nóvember með harmónikkudansleik að Hótel Heklu við Rauðarárstig. Féiagar klUbbsins leika íyrir dansi. KlUbburinn er hinn þriðji hér i borg er einkum höfðar til har- monikkuunnenda. Á skemmti- kvöldum klUbbsins er ætlunin að einnig verði ljóðalestur, visna- söngur auk harmonikkuleiks, sem verður hinn rauði þráður starfseminnar. Félagsgjöldum er stillt mjög i hóf. Formaður er Hjalti Jóhannsson. Ungir hafnfirskir listamenn sýna verk sin i hUsi Bjarna riddara Sivertsen, dagana 7. til 15. nóvember n.k. Á sýningunni verða m.a. myndir sem sendar voru á vina- bæjarmót i Hlfmeenlinna i sumar. Eirikur Smith mun heiðra sýninguna með þátttöku sinni. Tónlistarmenn munu leika tónlist um helgar og mun þá jafnframt boðið upp á kaffiveitingar. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 7. nóvember kl. 14.00 Aðgangur er ókeypis, og eru allir velkomnir, svo lengi sem hUsrUm leyfir. Siðasti þáttur Auöar Haralds og Valdisar óskarsdóttur, „An ábyrgðar” er i kvöld. lítvarp kl. 22.35: HRYLLINGUR í ÞATTUM „Við Valdis ákváðum að taka fyrir hrylling i þessum þætti” sagði Auður Haralds um efni þáttarins,,An ábyrgöar”sem er á dagskrá Utvarpsins i kvöld. „Við tökum aðallega fyrir blóðsugur og varúlfa, þvi þegar ég var að fletta islenskum draugasögum 1 leit að efni, þá sá ég að það var ekki hlaupið að þvi að draga þær sundur og saman i háði. — Viö ræðum um það afhverju fólk sæk- ir eins mikið i ýmis konar hrylling og raun ber vitni, borgar til dæmis 25 krónur til þess að horfa á hryllingsmynd. Viö skiptum meö okkur verkum I þættinum og þaö var i rauninni mikið erfiðara fyrir Valdlsi að vinna sinn hluta heldur en mig, þvl Valdis er svo myrkfælin, en ég er alveg jafn hrædd I ljósi eins og myrkri!” „Þá gefum við fólki ráö viö þvi, hvað eigi aö gera ef vampira bankar upp á hjá þvi en vampirur komast ekki inn ef þeim er ekki boðið. Þær komast heldur ekki yfir rennandi vatn, ár eða lækjar- sprænur... — I þættinum verður einnig flutt framhaldsleikrit, — að sjálf- sögðu hryllingsleikrit — i þremur þáttum og þættirnir veröa allir fluttir I kvöld. Lesnar veröa tvær hryllingssögur en þetta er allt I léttum dúr, reyndar stórsniöugt og þátturinn á að ná að kitla fólk i báða enda, þ.e. hrollinn og hláturstaugarnar. Við höfum báðar logandi áhuga á hryllingi en ástæðan fyrir þvl að þátturinn er ekki við hæfi bama er sú að i honum koma fram leikhljóð, sem börn gætu orðið hrædd við”. Þátturinn ,,An ábyrgðar” hefst kl. 22.35og búast má við að þjóðin verði i sárum, þvi þetta er siöasti þáttur þeirra Auðar og Valdisar, en hann hefur hlotið gifurlegar vinsældir, jafnt meöal yngri sem eldri. * útvarp i Fimmtudagur I 5. nóvember { 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- | kynningar. | .12.20 Fréttir 12.45 Veöur- » fregnir. Tilkynningar A tjá » og tundri Kristin Björg I Þorsteinsdóttir og Þórdis I Guðmundsdóttir velja og I kynna tónlist af öllu tagi. j 15.10 ..örninn er sestur” eftir j Jack Higgins Ólafur Olafs- j son þýddi. Jónina H. Jóns- j I I I I L dóttir les (19). j 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. ■ 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 , Veöurfregnir. { 16.20 Lagið mitt Helga Þ. J Stephensen kynnir óskalög J barna. J 17.00 Siödegistónleikar a. J Tveir forleikir eftir Rossini, I „Umsátrið um Korinþu” og I „Vilhjálmur Tell”: hljdm- I sveitin Fílharmónia leikur: I Riccardo Muti stj. b. Fiðlu- j konsert nr. 5 I a-moll eftir j Níccolo Paganini i hljóm- j sveitarbúningi Federicos j Mompellios: Salvatore , Accardo leikur meö Fii- , harmóniusveit Lundúna: . Charles Dutoit stj. [ 19.00 Frcttir. Tilkynningar. J 19.35 Daglegt mál Helgi J. J Halldórsson flytur þáttinn. J 19.40 A veltvangi J 20.05 Malcolm litliLeikrit eftir J David Halliweli. Þýðandi: J Asthildur Egilsson. Leik- I stjori: Benedikt Arnason. I Leikendur: Þórhallur I Sigurðsson, Sigurður Skúla- I son, Hákon Waage, Gisli AI- I freösson og Þórunn M. j Magnúsdóttir. j 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. j Dagskrá morgundagsins. | Orð kvöldsins , 22.35 An ábyrgöar Fimmti J þáttur Auðar Haralds og { Valdísar Oskarsdóttur. J (Efni þáttarins er ekki við J hæfi barna). J 23.00 Kvöldstund meö Sveini I Einarssyni I 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. I Þróttmikiö og Ijörugt útvarpsleikrit útvarpsleikritið í kvöld er breskt og ber nafnið „Malcolm litli". Höfundur verksins er David Halliwell, sem stundaði nám við listaskólann í Huddersfield í sex ár, en leikritið í kvöld fjallar einmitt um nemendur í skóla þar. Meðan David stundaði nám sitt samdi hann revíur og stuttar kvikmyndir, sem hann stjórnaði sjálfur, en leikritið „Malcolm litli" var frumsýnt í London árið 1965. I fyrstu fékk leikurinn dræmar undir- tektir, er ári síðartók aðsóknin mikinn f jörkipp, og síðan hef ur leikritið verið f lutt víða um heim, þ.á.m. á íslandi vorið 1970. Benedikt Árnason leikstýrir út- varpsleikritinu I kvöld „Malcolm litli”. Eins og fyrr segir gerist leikritið á listaháskóla i Huddersfield, og fjallar um uppreisn skólanema gegn kerfinu. Malcolm litli fær ti) liðs við sig nokkra af samstúdent- um sinum til að gera uppreisn, og með sér fá þau ungan rithöfund, til að skrá sögu uppreisnarinnar frá upphafi, svo ekkert fari milli mála siðar meir. Að sögn Bene- dikt Arnasonar, leikstjóra, er þetta leikrit óvenju skemmtilegt, og þar er komið við marga strengi á gamansaman hátt. „1 stuttu máli, þá fjallar leikritið á skemmtilegan hátt um þaö, hvernig æskan ætlar að taka til sin völdin að óhugsuðu máli,” sagði Benedikt, „og leikritið er þróttmikið og fjörlegt. Þórhallur Sigurðsson fer meö hlutverk Malcolms litla, sam- stúdenta hans leika þau Sigurður Skúlason, Hakon Waage og Þórunn M. Magnúsdóttir, en Gisli Alfreðsson fer meö hlutverk unga rithöfundarins. Leikritið er þýtt af Asthildi Egilsson, og er um einnar og hálfrar klukkustundar langt. útvarp kl. 20.30: UPPREISN GEGN KERFINU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.