Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 5
CARLOS FUENTES „Og mér varð líka hugsað til annars konar skyldleika milli fósturjarða okkar beggja: þær gegna lykilhlutverki í þróun skáldsögunnar á tuttugustu öld: fyrst, mið-evrópsku skáldsagnahöfundarnir (Carlos talaði um Hundrað ára einsemd sem mestu skáldsögu aldarinnar); síðan, einum tuttugu, þrjátíu árum síðar, suður-amerísku skáldsagnahöfundarnir, samtímamenn mínir.“ SALMAN RUSHDIE „Mannmergðin þar sem skáldsögur Rushdies ger- ast er fagurfræðilega ólík þessu, nánast andstæð; þetta er óskipuleg mannmergð, hryllilega frjáls, dugleg, fram- takssöm, útsmogin, hugmyndarík; allt í skáldsögum Rushdies er óvænt, fyndið eða brjálæðislegt; maður er staddur í epískri dæmisögu þar sem öllum viðmiðum og smekk er misboðið ef maður miðar við fagurfræði Prousts, Flauberts eða Musils.“ GABRIEL GARCIA MARQUEZ „En skáldsagan hans Garcia Marquez var ekkert nema frjálst hugmynda- flug. Eitthvert mesta skáldverk sem ég hef nokkurn tímann lesið. Hver einasta setning geislar af fantasíu, hver setn- ing er undur, dásemd. Þannig er víst allt höfundarverk Marquezar: afdráttarlaust andsvar við Súrrealistaávarpinu og þeirri fyrirlitningu í garð skáldsögunnar sem þar kemur fram (og á sama tíma mikil hylling til súrrealismans, til þess innblásturs sem hann hefur veitt, til þess krafts sem hefur fleytt honum í gegnum öldina).“ FRANZ KAFKA „Því betur og nánar sem maður horfir á raunveruleikann, því betur áttar maður sig á því að hann passar ekki við þá hug- mynd sem fólk gerir sér af honum; undir langvinnu augnaráði Kafka verður raunveruleikinn æ skringilegri, og þar af leiðandi vitlausari, og þar af leiðandi ótrúlegri. Það er þetta langvinna gráðuga augnaráð sem beint er að raunveru- lega heiminum sem leiddi Kafka, og aðra mikla skáldsagnahöfunda eftir hans dag, yfir landamæri hins ótrúlega.“ suður-amerískir skáldsagnahöfundar, þeir Julio Cortazar, Gabriel Garcia Marquez og Carlos Fuentes, til Prag í boði þess. Þeir komu svo lítið bar á, sem rithöfundar. Til að sjá. Til að skilja. Til að stappa stálinu í tékk- neska starfsbræður sína. Ég átti með þeim viku sem ég gleymi aldrei. Við urðum vinir. Og skömmu eftir að þeir fóru fékk ég að lesa tékkneska þýðingu á Hundrað ára einsemd í próförkum. Mér varð hugsað til þess hvernig súrreal- isminn hafði útskúfað skáldsögunni, hvernig hann hafði úthrópað hana sem andljóðræna, lokaða öllu því sem kalla má frjálst hug- myndaflug. En skáldsagan hans Garcia Mar- quez var ekkert nema frjálst hugmyndaflug. Eitthvert mesta skáldverk sem ég hef nokk- urn tímann lesið. Hver einasta setning geisl- ar af fantasíu, hver setning er undur, dá- semd. Þannig er víst allt höfundarverk Marquezar: afdráttarlaust andsvar við Súr- realistaávarpinu og þeirri fyrirlitningu í garð skáldsögunnar sem þar kemur fram (og á sama tíma mikil hylling til súrrealismans, til þess innblásturs sem hann hefur veitt, til þess krafts sem hefur fleytt honum í gegnum öldina). Þetta er einnig sönnun þess að skáldskap- ur og ljóðræna eru ekki náskyld hugtök, heldur hugtök sem verður að halda vel að- skildum. Því það er ekkert ljóðrænt við skáldskap Garcia Marquezar; þetta eru ekki játningar höfundarins, hann opnar ekki hjarta sitt, hann hrífst aðeins af hinum áþreifanlega heimi sem hann lyftir upp í hæðir þar sem allt er í senn raunverulegt og ótrúlegt. Silfruð brú Nokkrum árum eftir að ég hitti þá í Prag fluttist ég til Frakklands, tilviljunin hafði hagað því svo að Carlos Fuentes var þá orð- inn sendiherra Mexíkó þar í landi. Ég bjó í Rennes á þessum tíma og þegar ég skrapp til Parísar gisti ég hjá honum í herbergi undir súð sem tilheyrði sendiráðinu hans og borð- aði með honum morgunverð sem dróst á langinn í endalausum samtölum okkar. Það var þá sem ég sá Mið-Evrópuna mína í óvæntu samhengi við Suður-Ameríku: tveir útjaðrar Evrópu sitt hvoru megin við hana, tvö vanrækt, fyrirlitin, yfirgefin svæði, tvö hornreka svæði; og þau tvö svæði heimsins sem þrúgandi reynsla barokksins hafði bitn- að hvað harðast á. Ég segi bitnað á, því bar- okklistin barst til Suður-Ameríku sem list sigurvegarans og til heimalands míns barst það með blóðugri siðbótinni, enda kallaði Max Brod Prag Borg hins illa. Þetta voru tveir heimshlutar sem höfðu fengið innsýn í dularfullt samband hins illa og hins fagra. Við röbbuðum saman og ég sá silfraða, létta, titrandi, skínandi brú sem lá eins og regnbogi yfir öldina milli minnar litlu Mið- Evrópu og hinnar gríðarstóru Suður-Amer- íku; brú sem tengdi saman styttur Matyas Braun í Prag og fagurskreyttar kirkjurnar í Mexíkó. Og mér varð líka hugsað til annars konar skyldleika milli fósturjarða okkar beggja: þær gegna lykilhlutverki í þróun skáldsög- unnar á tuttugustu öld: fyrst, mið-evrópsku skáldsagnahöfundarnir (Carlos talaði um Hundrað ára einsemd sem mestu skáldsögu aldarinnar); síðan, einum tuttugu, þrjátíu ár- um síðar, suður-amerísku skáldsagnahöfund- arnir, samtímamenn mínir. Síðar uppgötvaði ég skáldsögur Ernestos Sabato – hann segir það hreint út í Vítisengl- inum: nú á tímum er skáldsagan sjónarhóll þaðan sem hægt er að sjá yfir líf mannsins í heild. Með þessum orðum var hann ekki að tala um gríðarmikla fresku af þjóðfélaginu, ekki um nýja Comedie humaine, heldur sam- þjappaða sýn á tilveruna sem fyrirfinnst hvergi annars staðar en í „þessari hugar- starfsemi sem hefur aldrei aðskilið hið óað- skiljanlega: skáldsögunni“. Hálfri öld á undan honum, hinum megin í heiminum (enn sá ég hvar silfraða brúin titr- aði yfir höfði mér) voru sá Broch sem skrifaði Svefngenglana og sá Musil sem skrifaði Mann án eiginleika sama sinnis. Á sama tíma og súrrealistarnir hófu ljóðlistina í öndvegi listanna settu þeir skáldsöguna í þennan æðsta sess. Goshver hins illa Offjölgunin greinir heim okkar frá heimi foreldra okkar; allir útreikningar staðfesta þetta en það er látið sem svo að þetta sé að- eins spursmál um tölur sem breyta engu um inntak mannlífsins. Menn vilja ekki viður- kenna að maður sem er stöðugt umlukinn mannfjölda líkist ekki lengur Don Kíkóta, Fabrice del Dongo eða persónum Prousts. Og ekki heldur foreldrum mínum sem á sín- um tíma gátu enn ráfað eftir gangstéttum og haldist í hendur. Nú á tímum ferðu út úr íbúðinni þinni og ert strax hrifinn með mann- mergðinni sem streymir eftir götunni, öllum götum, öllum vegum og hraðbrautum, „þú lif- ir kraminn innan í brjálaðri mannmergð“, og „þín eigin saga verður að ryðja sér leið í gegnum þvöguna“ (Rushdie: Hinsta andvarp Márans) En hvað er mannmergð? Í mínum huga tengist hún hugmyndaheimi sósíalismans, fyrst í jákvæðum skilningi, mannmergðin sem mótmælir, gerir byltingu, fagnar sigri, síðan í neikvæðri merkingu, mannmergðin í fangelsunum, öguð mannmergð, undirokuð mannmergð. Maður sem er hluti af slíkri mannmergð hefur lítið svigrúm til að segja sögur; hann getur lítið gert; viðleitni hans til að gera eitthvað er undir stöðugu eftirliti og hann er ekki líklegur til að hrinda af stað at- burðarás: ævintýri. Mannmergðin þar sem skáldsögur Rush- dies gerast er fagurfræðilega ólík þessu, nán- ast andstæð; þetta er óskipuleg mannmergð, hryllilega frjáls, dugleg, framtakssöm, út- smogin, hugmyndarík; allt í skáldsögum Rushdies er óvænt, fyndið eða brjálæðislegt; maður er staddur í epískri dæmisögu þar sem öllum viðmiðum og smekk er misboðið ef maður miðar við fagurfræði Prousts, Flau- berts eða Musils. En þessi yfirgengilegi upp- spuni er ekki bara einhver tæknibrella, hann endurspeglar þær breytingar sem orðið hafa á lífinu. Höfundurinn bætir taumleysi eigin ímyndunarafls við brjálæði offjölgunarinnar, en ímyndunarafl hans er örvað af sjálfum raunveruleikanum sem er upphafning þess, blómstrun, söngur. Í mannmergð Rushdies passar hver um sig upp á eigið frelsi, og meira að segja löggan lýtur ekki stjórn yfirboðara sinna, heldur stjórn mafíósa sem ausa í þá fé og stjórna þeim af glaðbeittu kæruleysi. Og í þessu felst hneykslið: persónur Rushdies eru heillandi sérvitringar sem lifa auðugu lífi, geisla af stórkostlegri epískri fegurð – þar af leiðandi yfirsést manni að þessi stórbrotni epíski gos- hver er goshver hins illa. Áróra, móðir aðalpersónunnar, er magnað- asta persóna bókarinnar með sitt einstaka sálarlíf og miklu listamannshæfileika; samt kemur hún um dyr glæpsins inn í skáldsög- una: hún er fjórtán ára smástelpa þegar hún laumast inn í kapellu og sér þar ömmu sína; amman krýpur fyrir framan altarið og er að biðjast fyrir þegar hún fær skyndilega áfall og hnígur niður; Áróra ætti að kalla á hjálp, en þar sem hún hatar ömmu sína gengur hún til hennar, horfir á hana en aðhefst ekki neitt; sú gamla er búin að missa málið, horfir bara hatursaugum á ömmubarnið sitt, á hryllilegt athafnaleysi hennar sem er að ganga af henni dauðri. Stórkostlegur kafli, svo listilega vel skrifaður að hið illa birtist á sjaldgæfan hátt: í allri sinni fegurð. Það verður að horfast í augu við hið óvið- unandi: blóm hins illa eru blóm frelsisins. Þegar Márinn Zogdiby flýgur til Spánar í skáldsögulok sýður upp úr potti hins ofmann- aða heims: Bombay fyrir neðan hann er á kafi í reyk og eldi og endalok hennar eru að renna upp; og þetta eru ekki hugarórar sem takast á; og ekki heldur þungur skugginn af gúlaginu sem leggst yfir borgina; þetta er glaðbeitt frelsið til þess að skapa auð og eyði- leggja hann, frelsið til að skipuleggja hópa drápsmanna og murka lífið úr andstæðing- unum, frelsið til að sprengja hús í loft upp og leggja borgir í rúst, það er frelsið með þús- undir blóðugra handa sem er að kveikja í heiminum. Ekkert af þessu er spásögn; skáldsagna- höfundar eru ekki spámenn; heimsendirinn í Hinsta andvarpi Márans er samtími okkar, einn möguleiki hans (sem fylgist með okkur úr fylgsni sínu, horfir á okkur, er þarna). © MILAN KUNDERA Friðrik Rafnsson þýddi. Milan Kundera er höfundur skáldsagna, ritgerð- arsafna og leikrits. Nýjasta skáldsaga hans, Fá- fræðin, kom út hjá Máli og menningu í október 2000. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.