Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001 L AUGARDAGSKVÖLDIÐ 9. júní stóð „Hafnar dansfélag“ fyrir bryggjuballi niðri við höfnina vest- an megin við Þinganesið, í miðbæ Þórshafnar. Dansa átti færeyskan hringdans fram eftir kvöldi en síðan yrði stiginn nútímalegri paradans fram á nóttina, en slíkur dans er kallaður „enskur dansur“ í Færeyjum. Víða í Færeyjum hafa verið stofnaðir dans- klúbbar þar sem fólk dansar færeyskan hring- dans í þeim tilgangi kannski fyrst og fremst að skemmta sér í nánu samfélagi við aðra. Allir sem tekið hafa þátt í þessari færeysku hefð vita að það getur verið ólýsanlega skemmtilegt að upplifa galdur dansins þegar best tekst til. En dansfélögin hafa að sjálfsögðu einnig það að markmiði að viðhalda þessum forna sið og að miðla kvæðunum á lifandi hátt til næstu kyn- slóða. Þótt öll þekkt danskvæði séu til á prenti í dag og því öllum aðgengileg er besta leiðin til að læra að njóta þeirra í gegnum virka þátttöku í dansinum. „Færeyingar hafa haldið lífi í danskvæða- hefðinni og danskvæðahefðin hefur haldið lífi í Færeyingum,“ segir í formála að nýlegri útgáfu á færeyskum danskvæðum. Ekki ber að efast um sannleiksgildi þessara orða, að minnsta kosti er víst að það er mikið til danskvæðahefð- inni í Færeyjum að þakka að færeyskt tungu- mál hélt velli þrátt fyrir harða aðsókn dönsk- unnar allt frá miðri sextándu öld fram á þá nítjándu. Við siðaskiptin um miðja sextándu öld varð danska ráðandi tungumál í Færeyjum í opinberri trúariðkun sem og allri stjórnsýslu. Þetta hafði í för með sér að færeyskt ritmál lagðist af: Kirkjurnar fengu danskar biblíur og sálmabækur, auk þess sem prestarnir voru flestir danskir. Á veraldlegum valdastólum sátu Danir í meirihluta ekki síður en í hinum geist- legu hægindum og lög og reglugerðir voru færðar til bókar á tungumáli herraþjóðarinnar. Áhrif þessarar dönskuvæðingar voru að sjálf- sögðu margvísleg, auk útrýmingarinnar á fær- eysku ritmáli má nefna að fjöldi danskra töku- orða skaut rótum í færeysku talmáli þótt nýju orðin hafi yfirleitt lagað sig að færeyska beyg- ingarkerfinu. En almenningur hélt tryggð við færeysk- una í daglegu tali og þótt Færeyingum væri uppálagt að syngja sálmana í kirkjunni á dönsku þá gerðu þeir það með sínu nefi, bæði hvað varðar framburð og laglínur. Sama má segja um danskvæðin, þótt ýmis dönsk kvæði og vísur hafi átt vinsældum að fagna og flotið með þegar Færeyingar gerðu sér dagamun og dönsuðu hringdans þá var danski textinn yf- irleitt lagaður að færeyskunni og minnti fram- burðurinn fremur á norska tungu en danska. Og ætíð var frumsaminn færeyskur kveðskap- urinn í hávegum hafður. „Glymur dansur í höll, dans sláið í hring“ Vitað er að danskvæðahefðin í Færeyjum nær óslitið aftur að minnsta kosti um sex til sjö alda skeið. Eins og Íslendingar búa Færeying- ar að ríkulegri munnlegri sagna- og kvæðahefð og eru elstu uppskriftir slíks efnis frá fyrri hluta sautjándu aldar. En því miður er lítið til af heimildum um danskvæðin fyrr en á átjándu öld þegar farið var að skrá þau skipulega niður. Eina elstu heimildina um færeyskan dans er reyndar að finna í Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara. Jón segir frá því þegar hann lenti í gleðskap miklum hjá lögmanninum Mikael í Lambhaga ásamt mönnum af aðmírálaskipinu sem hann var munstraður á: „Þar var gleði höfð á margan hátt með hljóðfærum margs konar og upp á færeyska vísu dans og hringbrot með söng og kvæðum.“ Þetta var árið 1616 og harma margir að Jóni skyldi ekki hugkvæmast að nefna undir hvaða kvæðum dansinn var stig- inn. Óskandi hefði verið að hann hefði sýnt sömu nákvæmni og þegar hann, beint á undan frásögninni af dansinum, telur upp þær vín- og bjórtegundir sem hafðar voru á borðum í veisl- unni: „…sem var mjöður með þrennu móti, vín margháttað, Hamborgaröl, lýbískt öl, Rostock- aröl, Þrándheimsöl, Kaupinhafnaröl með tvennu móti, engelskt öl með þrennu móti, sem var all [e. ale], strangbýr [e. strongbeer], og skipsöl.“ Elstu uppskriftir af færeyskum kvæðum sem vitað er um eru frá árinu 1639, þá fékk forn- fræðingurinn Ole Worm sendar uppskriftir af tólf kvæðum (að því talið er) til Kaupmanna- hafnar. Þessi handrit urðu eldinum mikla 1728 að bráð, en að minnsta kosti fimm af þessum tólf kvæðum eru ennþá þekkt (ekki er vitað hvaða sjö önnur kvæði um var að ræða). Af kvæðunum fimm úr þessari elstu þekktu upp- skrift eru tvö sem byggja á efni úr íslenskum rómönsum (frumsömdum riddarasögum): Berrings vísa, sem byggð er á atriði úr Bærings sögu, og Koralds kvæði, sem byggt er á Kon- ráðs sögu keisarasonar. Þessi tvö kvæði eru að mörgu leyti frábrugðin hefðbundnum færeysk- um kvæðum. Þannig er Berrings vísa samsett af löngum erindum (9 línur) og án viðlags og þegar Koralds kvæði er skoðað nánar kemur í ljós að hér er líklega upphaflega um íslenska rímu að ræða, en sú ríma er þó glötuð í sínu upphaflega formi. Á tímabilinu 1770–1870 var skipulega staðið að því að safna og skrifa niður kvæði og vísur um allar Færeyjar. Á grundvelli þess efnis sem þá var safnað varð til geysimikið kvæðahandrit, Corpus Carminum Færoensium, sem Svend Grundtvig og Jörgen Bloch ritstýrðu. Þetta verk inniheldur um 70 þúsund kvæðaerindi og vísur og af því getur maður ímyndað sér hversu sterk danskvæðahefðin var í Færeyjum á átj- ándu og nítjándu öld þegar íbúar eyjanna voru aðeins um fimm þúsund talsins. Einn af upphafsmönnum kvæðauppskrift- anna var Jens Christian Svabo (1746–1824) sem á árunum 1781 og 82 ferðast um Færeyjar til að safna efni til náttúrulýsingar og safnaði hann kvæðum í leiðinni. Kvæðauppskriftir Svabos vöktu áhuga fárra fræðimanna á átjándu öld. Þær lágu og rykféllu á Konunglega bókasafn- inu í Kaupmannahöfn þar til ungur fræðimaður að nafni Rasmus Rask fékk góðfúslegt leyfi til „LEIKUM FAGURT Á FOLDUM, ENGINN TREÐUR DANSINN UNDIR MOLDUM“ „Nú þegar fjöldi færeyskra danskvæða er til á prenti – og hefur þar með verið forðað frá glötun – og þegar færeyskur dans er stiginn af lífi og sál niðri á bryggju á sumarkvöldum veltir maður því fyrir sér hvort færeysku danshefðinni sé borgið. Færeyski hringdansinn (eða keðjudansinn) er svo mikið meira en kvæðið sjálft. Hann er samfélagsleg athöfn þar sem saman fer frásögn, söngur og taktfastar hreyfingar allra sem taka þátt.“ E F T I R S O F F Í U A U Ð I B I R G I S D Ó T T U R Dansaður var færeyskur hringdans fram eftir kvöldi en síðan var stiginn „enskur dansur“ fram á nóttina. Menn velta því fyrir sér hvort hinn færeyski lifi sambúðina af. Ljósmynd/Þorvarður Árnason MANNLÍF, MENNING OG BÓKMENNTIR Í FÆREYJUM – 2. HLUTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.