Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 4
4 lítilrædi Af kynferðislegri áreitni Það er mjög í tísku um þessar mundir að reifa, rannsaka og gaumgæfa, með félags- vísindalegri aðferð, kynferðislegt atferli nú- tímamannsins í blíðu og stríðu. Sú var tíðin að fólki þóttu þessi fræði heldur einföld. Strákar og stelpur, kallar og kellingardrógu sig saman og úrþví urðu svo krakkar sem fólki þótti óumdeilanlega meg- inforsenda eilífs lífs á jörðinni. Menn og konurvoru í því dægrin löng að „stíga í vænginn" eða „gefa undir fótinn“ og, ef ég man rétt, allir í endalausu keleríi við alla þar til stelpurnar fundu rétta strák- inn og strákarnir réttu stelpuna. Þessi endanlegu málalok voru þó ekki í sjónmáli, hvaðþá þau næðu fram að ganga, fyrren eftirumtalsverðarþreifingarum allar trissur. Stundum var hnappheldan líka hvorki til frambúðar né fólk sátt við að vera við eina fjölina fellt og þá hélt mannfólkið áfram að stíga í vænginn og gefa undir fótinn og at- ferlið kallað „lauslæti11, eða jafnvel haft um það Ijótari orð. Nú er það svo að þegar menn eru að stíga í vænginn við konur, eða öfugt, þá er það ekkert sjálfgefið að báðir séu til í tuskið. Þegar sú staða kemur upp, að annar aðil- inn erhaldinn girndarlostaen hinn alls ekki, skapast stundum afar óþægilegt ástand, sérstaklega fyrir þann sem enga löngun hefur til samneytis við þann sem lostanum er haldinn. Ætli maður kannist ekki við það. Ég man þó ekki betur en það hafi verið einsog innbyggt í atferlis- og sálarpró- grammið hjá okkur sem vorum með kven- fólk á heilanum í dentíð, að vera ekki að djöflast í stelpum sem „ekkert vildu með menn hafa að gera“, einsog það var orðað uppá dönsku. Þærvoru — og eru vonandi enn — látnar í friði. Þeir sem neyttu aflsmunar, tildæmis í skjóli valds á vinnustað, voru — og eru von- andi enn — vægast sagt ekki hátt skrifaðir fremur en aðrir valdníðingar og fæstir kærðu sig um að eiga samneyti við þá „tegund". Síst af öllu stelpurnar. Mér svona einsog dettur þetta í hug núna afþví að uppá síðkastið hefur átt sér stað merkileg umræða um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Þessi umræða er áreiðanlega bæði þörf og gagnleg, en hefur að mínum dómi orðið dálítið flókin eftir að farið var að taka á mál- inu með félagsvísindalegum hætti. Satt er það að vísu að „vísindin efla alla dáð“, en stundum hefur mér fundist að félagsvísindin væru sú grein vísinda, sem öðru fremur fengist við að flækja einfalda hluti svo sem flestir fengju djobb við að greiða úr flækjunni aftur. Sem eðli málsins samkvæmt aldrei tekst, í þjóðfélagi sem hefur það að meginmark- miði að sporna gegn atvinnuleysinu. Nú hef ég fyrir framan mig vísindalega könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöð- um, gerðaaf tveim mætum konum fyrirjafn- réttisnefnd Reykjavíkur. Beitt er hinni hávísindalegu aðferð sem í dag virðist talin vænlegri en aðrar til að komast að kjarna málsins og leiða endan- legan sannleika í Ijós. Skoðanakönnun. Hringt er í fjölda manns og spurt sem svo: — Hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni? Og svörin láta ekki á sér standa. 13% kvennannahafaorðiðfyrirkynferðis- legri áreitni ávinnustað. Fóstrur eru áreittar með þessum hætti meira en aðrar starfsstéttir og kemur það venjulegu fólki dálítið spánskt fyrir sjónir því karlmenn eru engir á þeirra vinnustað. Meginniðurstaðan er sú að eftir því sem konur eru hærra settar í starfsstéttapíra- mídanum, þeim mun meiri kynferðislegri áreitni þurfi þær að sæta. Þær sem eitthvað eiga undir sér fá bara engan frið. Ég hef sagt það áður og segi það enn. Af öllu því fánýti sem samtíðin hefuruppá að bjóða er, held ég, ekkert marklausara en skoðanakannanir. Auðvitað er það matsatriði hvers og eins hvað hann eða hún telur kynferðislega áreitni. Mergurinn málsinsereinfaldlegasáað ef kynferðisleg áreitni erekki skilgreind í smá- atriðum þá getur enginn svarað því hvort hann hefur orðið fyrir henni. Mér er nær að halda að allt eðlilegt fólk hafi orðiðfyrirkynferðislegri áreitni,en mál- ið er bara það að slík áreitni hættir að vera áreitni þegar báðir aðilar eru hjartanlega sammála um að láta til skarar skríða. Svo mikið ervíst að um fengitímann verð- ur engin sauðkind fyrir kynferðislegri áreitni, en guð hjálpi þeim fola sem fer að gera sig líklegan við meri sem ekki er í hestalátum. Vandinn er bara sá að fengitími mann- skepnunnar er árið um kring, dægrin löng, og þessvegna ef til vill skiljanlegt að skrif- stofumenn og forstjórarskuli stundum vera ruglaðri ávinnustað helduren hrútarnir í stí- unum um jólaleytið. Og vafalaust á það sér einfalda og óvísindalega skýringu að samkvæmt vísindalegri skoðanakönnun skuli skrif- stofudömur og einkaritarar sárasjaldan verða fyrir kynferðislegri áreitni. Ekki meira um það. • Aflmikil 12 ventla vél. • Framdrif. • Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive • Hagstætt verð og greiðslukjör • Allt aó 7 sæti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.