Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 17

Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. apríl 1989 ■# í-%' PRESSU MOLAR íslendingar hafa gott orð á sér víða erlendis hvað varðar afköst í vinnu. Þeir þykja hugmyndaríkir og ósérhlífnir og margir þeirra gera það gott á erlendri grund. Einn þeirra er Runólfur Stefnisson tísku- teiknari, sem flutti til New York fyr- ir nokkrum árum og vegnar þar vel. Hann starfar sjálfstætt og hannar meðal annars undir nafninu Run. í Bandaríkjunum kemur hins vegar betur út fjárhagslega að selja vinnu sína þekktum merkjum eða versl- unum, sem selja varninginn þá und- ir eigin nafni. Meðal þeirra verk- efna sem Runólfur hefur unnið að er hönnun fatnaðar fyrir stórversl- anirnar Marshall & Fields og Bloomingdale. Runólfur þykir einnig sérlega laginn hvað varðar hönnun á pólóskyrtum og margir af þekktustu hönnuðum Bandaríkj- anna fá hann gjarna í lið með sér þegar kemur að því að koma „Iógó- inu“ fyrir á góðum stað . . . c %^ú saga gengur nú fjöllunum hærra að hægt sé að verða sér úti um ólöglega afruglara hér í borg- inni. Hér er um að ræða lítil inn- flutt tæki sem sögð eru seld á 30 þúsund kr. stykkið. Ýmsir munu hafa fest kaup á þessum tækjum til að ná dagskrá Stöðvar 2 og sleppa þannig við að greiða afnotagjöld... b úast má við slag um stöðu lektors í félagsfræði við háskólann, sem hefur verið auglýst laus. Síðast þegar slík staða var auglýst við fé- lagsvísindadeild sóttu átta félags- fræðingar um embættið. Nú er m.a. talið að Elias Héðinsson, sem var um tíma lektor við deildina, og Pét- ur Pétursson (Sigurgeirssonar bisk- ups), sem nú er dósent í Lundi í Sví- þjóð, verði meðal umsækjenda... ÍFyrsta tölublað Heilsuverndar á þessu ári kemur út um eða upp úr helgi. Heilsuvernd hefur verið gefið út af Náttúrulækningafélagi ís- lands í um 40 ár, en í fyrra var formi þess gjörbreytt undir stjórn Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Anna lét af störfum sem ritstjóri um áramótin og við tók Kolbrún Sveinsdóttir, fyrrum kynningarstjóri á Stöð 2. Kolbrún hefur Iíka bylt blaðinu hvað varðar útlit, en hún mun ann- ast útlitsteiknun sjálf í samvinnu við Birgi Andrésson myndlistar- mann, sem hefur að baki margra ára reynslu í útlitshönnun tíma- rita... I síðustu Pressu sögðum við frá fyrirhugaðri opnun nýrrar Rodi- er-verslunar í Kringlunni 4, sem átti að vera 19. apríl. Viðbrögð við frétt Pressunnar urðu hins vegar svo mikil að eigandinn, Hjördís Ágústsdóttir, mun líklega flýta opnuninni og opna nú um helgina... HÉýr prestur mun taka við í Langholtssókn snemma í sumar, þar sem séra Sigurði Hauki Guð- jónssyni hefur verið veitt ársleyfi frá störfum. Heyrst hefur, að það verði Þórhallur Heimisson guð- fræðingur sem leysir séra Sigurð af. Hann hefur um nokkurt skeið ann- ast barnastarfið í Langholtskirkju ásamt Jóni Stefánssyni kórstjóra og undanfarna mánuði hefur hann verið starfsmaður Útideildarinnar í Reykjavík. Þórhallur er sonur séra Heimis Steinssonar, þjóðgarðs- varðar á Þingvöllum . . . þ |— að verður ekki af landanum skafið að hann fylgist með erlend- um vörumerkjum. Þegar Ameríska búðin í Kópavogi auglýsti í síðustu viku að þar væru nú seldar þvotta- vélar, ísskápar og ruslapressur frá bandaríska framleiðandanum Sears mætti fjöldi manns og endur- nýjaði þessi tæki. Ruslapressurnar munu þó ekki nýjar á markaði hér, þótt þær séu ekki eins algengar og í Bandaríkjunum, þar sem þær þykja sjálfsagðari í eldhúsum en kaffikönnur . . . 17 Sóknarfélagar Aðalfundurfélagsinsveröurhaldinn I Sóknarsalnum Skipholti 50 a, þriðjudaginn 18. apríl og hefst kl. 20.00 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar Stjórnin meirí háttar á ca. 1 kg stykkjum af brauðostinum góða Verð áður: kr. 595/kílóið Tilboðsverð: kílóið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.