Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. maí 1989 7 IPRESSU MOUVR lllatvælasýningin sem haldin var í Laugardalshöll í síð- ustu viku þykir eitthvert mesta flopp sem farið hefur verið út í. Þeir aðilar sem komu að tómri höllinni héldu að þeir væru á ferðinni á röngum tíma, en reyndin mun hafa verið sú að aðeins örfáir sýndu sýn- ingunni áhuga... I fyrra var Sigrún Eyfjörð kjörin Ljósmyndafyrirsæta ársins 1988 í fegurðarsamkeppninni. Sigrún starfaði á þeim tíma við afgreiðslu í tískuverslun, en strax að lokinni fegurðarsamkeppninni streymdu tilboðin til hennar. Sigrún hefur gert það gott í fyrirsætubransan- um, er núna í Bretlandi en hefur upp á vasann eitthvert dúndurtil- boð frá Spáni, þangað sem hún heldur til starfa innan tíðar.... þ..... »„.. prenta í Hollandi nýtt íslenskt blað. Útgefandi þess er Frjáls markaður, sem hefur gert samstarfssamning við Kringluna um sérstakt Kringlu- blað. Gert er ráð fyrir að blaðið komi út frá fjórum upp í átta sinn- um á ári og verður það 30—40 blað- síður að stærð í dagblaðsbroti, allt í lit. Ritstjórn verður í höndum hins nýja fjölmiðlafyrirtækis Athygli hf„ sem er í eigu góðkunnra fjöl- miðlamanna, þeirra Ómars Valdi- marssonar, Helgu Guðrúnar Johnson og Guðjóns Arngríms- sonar. í blaðinu verður meðal ann- ars fjallað um neytendamál, verslun og viðskipti, mat, tísku og margt fleira... nesi, SigurgeirSigurðsson, hefur nú veitt kránni Rauða Ijóninu leyfi til krárhalds úti á Eiðistorgi. Mikið var kvartað undan óþrifnaði frá gestum en bæjarstjórinn segist ætla að bæta úr salernisleysi því sem hrjáði staðinn og í framtíðinni verður gestum bent á almennings- salerni í undirgöngunum milli Austurstrandar og Suðurstrandar. Bæjarstjórinn hefur leigt Rauða ljóninu torgið, miðbæ Seltjarnar- ness, og mega nú 150 gestir dvelja þar utan dyra með sínar guðaveigar. Segist Sigurgeir hafa veitt leyfið í fullu samráði við verslunareigend- ur á Eiðistorgi... Íf rést hefur um væntanlega brottför dagskrárgerðarmanns af Bylgjunni. Þar er um að ræða Val- dísi Gunnarsdóttur, sem lengi hefur unnið á stöðinni, en hún mun hafa sagt upp fyrir nokkrum dögum... b—— Gestsson menntamálaráðherra skipi nýjan skólastjóra í Öldusels- skóla I stað Sjafnar Sigurbjörns- dóttur. Umsækjendur um stöðuna voru þrír og hefur Fræðsluráð Reykjavikur mælt með Valgerði Selmu Guðnadóttur, yfirkennara í Hólabrekkuskóla. í skoðanakönn- un, sem fram fór áður en Sjöfn var veitt staðan í fyrra, kom hins vegar í ljós að rúmlega 90% foreldra barna við skólann voru hlynnt því að Daniel Gunnarsson, sem líka sækir um núna, fengi skólastjóra- stöðuna. Bíða menn því spenntir eftir að sjá hvað ráðherrann gerir í málinu, þar sem hann hefur lagt mikla áherslu á aukin áhrif foreldra í skólamálum... erslunareigendur þeir sem PRESSAN ræddi við kannast hins vegar ekki við að hafa verið spurðir álits á útfærslu krárinnar. Nokkrir höfðu orð á að svo virtist sem bæj- arstjórinn ætti hagsmuna að gæta, svo dyggilega stæði hann með út- færslu krárinnar þrátt fyrir að hon- um væri fullljós afstaða verslunareigenda á Eiðistorgi. Auk þess væri honum kunnugt um óánægju íbúa við torgið, en í sam- tali við PRESSUNA sagði Sigurgeir Sigurðsson að aðeins hefði borist kvörtun frá íbúum við Öldugranda. Líkti hann kvörtununum við þann tíma þegar Hótel Saga var opnað og íbúar á Melunum voru að venj- ast hávaðanum. Verslunareigend- urnir segja jafnframt að ef Rauða Ijónið geti vísað gestum sínum á salerni í undirgöngum hefði verið hægt að opna Lækjarbrekku á þeim forsendum að gestir gætu skroppið út á Núllið við Banka- stræti. Verslunarmenn þeir sem PRESSAN ræddi við segjast ákveðnir í að grípa til sinna ráða ef umgengni á Eiðistorgi fer í sama horf og á fyrstu vikunum eftir opn- un Rauða ljónsins... Viltu taka þátt í nýsköpun íslensks landbúnaðar? Almennt búfræðinám Viltu læra um Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt Kanínurækt eða gömlu góðu hefðbundnu kvikfjárræktina? Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefni. Þar er frábær aðstaða á heimavist. Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfög: Alifugla-og svínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi Hrossarækt • Kartöílu- og grænmetisrækt • Loðdýrarækt Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðfjárrækt Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvélar og verktækni. Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf eða hliðstæða menntun getur lokið því á einu ári. Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið almennu grunnskólaprófi og að þeir hafi öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum. Háskólanám í búvísindum Innritun stendur nú yfir í Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, sem er kennslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi. Skilyrði til inntöku eru að viðkomandi hafi lokið almennu búfræðinámi með fyrstu einkunn, og stúdentsprófi eða öðru framhaldsnámi, sem deildarstjórn tekurjafngilt og mælir með. Auk alhliða undirstöðumenntunar í búvísindum gefst kostur á sérhæfingu. Nemendur kjósa valgreinar síðustu tvö árin og skrifa aðalritgerð um eigin rannsóknaverkefni. Námið tekur 3 ár og telst 90 námseiningar (BS 90). Árlegur kennslutími við Búvísindadeild er 34 vikur á tímabilinu frá 15. september til 15. júní. Nemendur geta búið á nemendagörðum en eiga kost á fæði í mötuneyti Bændaskólans á Hvanneyri. Þeir njóta sömu réttinda hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og aðrir háskólanemar. Umsóknir ásamt prófskírteinum þurfa að berast skólanum fyrir 10. júní. Nánari upplýsingar í síma 93-70000. Skólastjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.