Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. maí 1989 9 TOYOTA-KAUP REYKJAVÍKURBORGAR AF HEILDVERSLUN M.Ó. ÓLAFSSONAR BÍLASALINN I Nú hefur einnig komið í ljós að bifreiðainnflutningur Guðmundar á síðasta ári hefur verið tekinn til sérstakrar athugunar eða rann- sóknar hjá Tollstjóraembætti ríkis- ins, en auk Toyota-bifreiða hefur Guðmundur m.a. flutt inn bíla af Honda-gerð, Benz- og Subaru-bíla. Rannsóknin beindist að innflutn- ingi bifreiða af Honda-gerð og við sérstaka skoðun kom í ljós að ár- gerðir bifreiðanna stemmdu ekki við reikninga. Var innflutningur hans á þessum bílum stöðvaður í tollinum en vegna skorts á sönnunum var ekkert frekar aðhafst í málinu. Lokað var fyrir allan innflutning í nafni Guðmundar Kr. Guðmunds- sonar. Þá mun Guðmundur hafa flutt inn bíla í nafni heildsölunnar M.Ó. Ólafssonar, en það fyrirtæki var forðum rekið af ættingja hans. Skv. traustum heimildum PRESS- Borqin sam- þykkti að kaupa Toyota-bílana af umboðinu 11. april en sleit viðskipt- unum þegar tilboð nend- verslunar M.Ó. Ólafs- sonar kom fram i lok mánaðarins UNNAR hefur leið þessara um- ræddu bíla verið rakin frá fram- leiðslulandinu og í gegnum Evrópu og hefur komið í ljós að Guðmund- ur flytur þessa bíla inn á hálfvirði þess sem þeir kosta í Evrópu. At- hugun tollyfirvalda á bifreiðainn- flutningi Guðmundar hófst um mitt si. ár í framhaldi af bílasölu Guðmundar, sem kærð var til RLR. Kæran gekk út á sölu á bíl sem flutt- Bílaviðskipti Reykjavíkurborgar við heildverslunina M.Ó. Ólafsson, sem greint var frá i síðustu PRESSU, hafa vakið mikla athygli. Inn- kaupastofnun borgarinnar gekk að tilboði heildverslunarinnar um kaup á 17 Toyota-bílum og sniðgekk þar með umboðið sem bauð bíl- ana á hærra verði, en ekkert útboð átti sér stað. Þegar skrifleg gögn um þetta mál eru skoðuð kemur í Ijós að borgin gekk að tilboði Toyota-umboðsins í byrjun apríl en féll frá því þegar Guðmundur Kr. Guðmundsson, sem rekur heildverslunina, gerði sitt tilboð hálfum mánuði síðar. EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON ur var inn sem árgerð ’87 en seldur sem árgerð ’88. Kaup af umboði atturkölluð Bifreiðakaup borgarinnar hafa vakið mikla reiði meðal bifreiða- umboða og innan bílgreinasam- bandsins. I bréfi frá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar til Innkaupa- stofnunar í apríl sl. kemur fram að stjórn Innkaupastofnunar sam- þykkti kaup á 17 stk. af Toyota-bíl- um af umboðinu á fundi þann 10. apríl sl. Borgarráð staðfesti kaupin þann 11. Eins og fyrr segir fór ekkert út- boð fram og því voru þessi væntan- legu bifreiðakaup borgarinnar ekki á margra vitorði. Þann 27. apríl kemur skyndilega tilboð frá Guð- mundi Kr. Guðntundssyni í nafni heildverslunar M.Ó. Ölafssonar, sem eins og sagt var frá í síðasta blaði var lagt niður fyrir nokkrum árum og hefur ekki verið skráð á ný. Guðmundur er ungur Reykvíkingur sem hefur orðið umsvifamikill í birfreiðainnflutningi á síðustu mánuðum. Hann starfar hjá hús- gagnaverslun á daginn og stundar bílainnflutninginn í hjáverkum. í viðtali við PRESSUNA I síðustu viku sagðist hann hafa í hyggju að koma á legg fyrirtæki undir nafni heildsölu M.Ó. Ólafssonar og fást við innflutning af ýmsu tagi. í tilboðinu til borgarinnar bauð Guðmundur 17 Toyota Corolla L, tvennra dyra frá V-Þýskalandi með útvarpi, kassettutæki, ryðvörn og skráningu á kr. 603.000 stykkið. Tekið er fram að kaupsamningur- inn gildi sem ábyrgð til eins árs og afgreiðsla geti farið fram að ósk kaupanda. Strax næsta dag, þann 28. apríl, sendir Vélamiðstöðin Inn- kaupastofnun bréf þar sem birtur er verðsamanburður á tilboði Toyota-umboðsins og tilboði Guð- mundar. Er lagt til að hætt verði við viðskiptin við umboðið og tilboði heildverslunarinnar tekið. Og jafn- framt lagt til að Innkaupastofnunin leiti eftir staðfestingu borgarráðs vegna breytingar á pöntun. Bréf forstjórans í bréfi til borgarráðs 2. maí legg- Forstjóri Toyota-um- boðsins í bréfi til borgarinn- ar: „Þessi ógreindi aðili hefur ekki tök á að standa undir kröfum sem hann tekst á hend- ur innan ramma is- lenskra laga.## ur stjórn Innkaupastofnunar orð- rétt til „að í stað fyrri samþykktar verði samþykkt að kaupa 17 Toyota- bifreiðir skv. tilboði Heildverslunar Magnúsar Ó. Ólafssonar, kr. 10.370.000“. Sama dag sendir Páll Samúelsson, forstjóri Toyota-umboðsins, bréf til borgarráðs þar sem hann skorar á borgaryfirvöld að taka ákvörðunina til endurskoðunar. Varar hann við Bréfaskipti innan borgarinn- ar vegna Toyota-kaupanna sýna að upphaflega var leit- að til Toyota-umboðsins og samþykkt að eiga viðskipti við það. Þegar tilboð Guð- mundar Kr. Guðmundssonar kemur upp er snarlega hætt við frekari viðskipti við um- boðið og samþykkt að ganga að tilboði heildverslunarinn- ar. í bréfi sem Páll Samúels- son, forstjóri P. Samúelsson og co. hf., sendi borgarráði er varað við viðskiptum fram- hjá umboðinu. að umboðið niuni ekki veita neina þjónustu vegna þessara bíla og gefur i skyn að tilboðsverð heildverslunar- innar geti ekki talist eðlilegt. Orðrétt segir í bréfi Toyotaforstjórans: „Bifreiðir keyptar annars staðar frá en löglega skráðu einkaumboði fyrir Toyota á íslandi eru að öllu leyti án nokkurrar ábyrgðar af hálfu Toyota-umboðsins á íslandi og Toy- ota-verksmiðjanna í Japan. Auk þess treystum við okkur ekki til að takast á hendur ábyrgð á þjónustu við slíka bila, hvort sem um er að ræða varahlutaþjónustu eða við- gerðarþjónustu. Við viljum því taka fram að bílar keyptir af öðrum aðila en einkauinboði Toyota á íslandi njóta eingöngu ábyrgðar og þjón- ustu viðkomandi innllytjanda. Samkvæmt upplýsingum okkar hefur Keykjavikurborg fengið tilboð frá ógreindum aðila í kaup 17 Toy- ota Corolla sem mun vera umtals- vert lægra en það tilboð sem við höf- um lagt fram. Með tilliti til rcynslu okkar og þekkingar á innkaupsverði bíla þeirra er við flytjum inn og hafa verið keyptir frá ýmsum löndum Evrópu auk Japan viljum við benda á að ef hér er um sambærilega vöru að ræða drögum við mjög í efa rétt- mæti þess að hægt sé að bjóða öllu betur en við höfum gert. Við hörmum það að Reykjavíkur- borg sjái sér ekki hag í að versla við örugga aðila en taki fram yfir aðila sem ekki hefur nokkra reynslu eða þekkingu á greininni og að ætla má hefur ekki nokkur tök á því að standa undir þeim kröfum sem hann tekst á hendur innan ramma ís- lenskra laga.“ Sambærilegir bílar Borgin sinnti ekki þessu bréfi Toy- ota-umboðsins, sem sumir borgar- ráðsmenn litu á sem óbeina hótun. Það kemur fram í þeim gögnum sem blaðið hefur aflað sér að áður en til- boð heildverslunarinnar kom fram átti Innkaupastofnunin í samning- um við umboðið um lækkun verðs á Toyota-bílunum. Bauð umboðið tvær gerðir Toyota 1300. Annars vegar XLgerð á 655.000 kr. stykkið án ryðvarnar, skráningar og útvarps. Hins vegar STD-gerð á 630.000 kr. eða 670.000 kr. fullbúna. Þessa gerð átti uniboð- ið þó ekki til afhendingar en hún er talin sambærileg við þá gerð sem heildverslunin bauð á 603.000 kr. Rannsókn tollstjóra Háttsettir starfsmenn ríkistoll- stjóra vildu ekki staðfesta opinber- lega að bifreiðainnllutningur Guð- rnundar Kr. Guðmundssonar væri í sérstakri rannsókn, en PRESSAN hefur fengið staðfest hjá embættinu að innflutningur hans hafi verið til sértakrar athugunar hjá embættinu um nokkra hríð eins og fyrr segir. Tollgæslan fylgist grannt með Innflutningur Guðmundar Kr. Guð- mundssonar á Honda-bif- reiðum til athugunar hjá tollyfirvöld- um. Árgerð bílanna ónnur en i reikning- um og því var innflutningur- inn stöðvdður í tollinum verði á öllum bílum sem fluttir eru til Iandsins framhjá umboðunum og ber það saman við sérstakt viðmið- unarverð sem gefið er út á hverju ári eftir upplýsingum frá umboðunum. Nokkur dæmi eru þess að verð inn- fluttra bíla sé svo frábrugðið við- miðunarverði að ástæða þyki til að setja sérstaka rannsókn í gang. Ekki náðist í Guðmund Kr. Guðmunds- son vegna þessa máls.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.