Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 18.05.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 18. maí 1989 19 Hinn óborganlegi Cecil Adams leitar svara við fórónlegustu spurningum bandarískra blaðalesenda Cecil Adams er einn af vinsælustu dálkahöfundum í Bandaríkjunum. í 16 ár hefur hann séð um að svara lesendabréfum i vikuritinu Chicago Reader. Sjálfur seair hann að áður en hann var uppgötvaður hafi fólk þurft að fara í gröfina án þess að fá svör við sínum brynustu spurning- um. Nú geti enginn lifað góðu lífi nema lesa þáttinn nans... GREIN: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR - TEIKNINGAR: ÚR BÓKINNI „STRAIGHT DOPE'1 lífi fólks gildi. Ég held satt að segja að það sé óhætt að fullyrða að eng- inn geti lifað ánægjulegu lífi án þess að lesa dálkinn minn í blöðunum vikulega...“ Hluti af lesendabréfunum sem Cecil Adams hafa borist í gegnum árin hefur verið gefinn út á bók sem ber sama nafn og þáttur hans, „Straight Dope“. Undirtitili: Svörin við spurningunum sem kvelja alla. Við flettum upp í bókinni og birt- um nokkur bréfanna — og svörin við þeim. Lesandi í Chicago spyr hvcrs vegna við lesum frá vinstri yfir (il hægri. „Hefur það eitthvað með starfsemi heilans að gera?“ Svar: „Greinilega ekki, líttu bara á kínversku og hebresku. Þetta er bara spurning um vana. Ég þekkti meira að segja mann sem las allt á hvolfi. Hann var ýmist of latur eða of drukkinn til að snúa bókunum rétt! Einhvern tíma kom einhver með þá kenningu að önnur hver lína ætti að liggja „öfugt“ svo augun gætu bara fært sig beint niður í stað þess að renna þeim frá hægri yfir til vinstri. Það er í rauninni mjög auð- velt að venja sig á slíkan lestur, nokkurra klukkustunda æfing nægir!“ „Hvernig stendur á því að rauðu rendurnar í hvítu tannkremi eins og Signal og Stripe eru svona beinar?“ „Þegar tannkrem er sett á túpur er því sprautað inn í breiðari end- ann sem síðan er innsiglaður. Rauðu rendurnar verða hins vegar til þannig að við mjóa endaann á Þegar Cecil Adams byrjaði að svara lesendabréfum í Chicago Rea- der árið 1973 voru útgefendur blaðsins í vafa unt gildi slíks dálks. Lesendum var boðið að spyrja um hvaðeina sem þeim datt í hug og Cecil leitaði svaranna. Spurning- arnar voru oft á tíðum út í hött — en það voru svörin líka. Fljótlega kom hins vegar í ljós að tvennt var það sem einkenndi Cecil Adams: Hann hafði aldrei rangt fyrir sér og virtist vita allt. Ritstíll hans var með þeim hætti að hann fór auðveldlega í taugarnar á fólki, en það gerði þáttinn bara enn vinsælli. Fyrsti ritstjórinn sem starfaði með Cecil var Mike Lenehan sem nú ritstýrir tímaritinu Atlantic. Lenehan segir að kynnin af Cecil hafi orðið sér lærdómsrík. Til að byrja með störfuðu þeir við sama blaðið í heilt ár, án þess að hittast nokkurn tíma. Cecil svaraði bréf- unum annaðhvort símleiðis eða með því að pára svörin niður, helst á notuð umslög, umbúðir af sam- lokum eða notaða farseðla. Þótt ritstjóri og prófarkalesari gerðu sitt besta til að leiðrétta prentvillur lentu þær oftar en ekki á síðum blaðsins. Að lokum þraut þolin- mæði Lenehans, sem skipaði Cecil að láta sjá sig á skrifstofum blaðsins. Hann sættist á það. Mætti þó aldrei fyrr en þremur mínútum fyrir tímamörkin, klæddur í Bermúda- stuttbuxur, sandala og skyrtu með rifnum ermum. Svörin hafði hann meðferðis á krumpuðum sneplum. Enginn sá hann vinna, en ritstjór- inn komst næst því er hann fór heim til Cecils einhverju sinni. Hann lýsti heimilinu á þann veg að þar væru staflar af rykugum, göml- um dagblöðum út um allt, gólf- teppin slitin eins og gengið hefði verið fram og aftur á sama punkti, óhreinar kaffikrúsir á öllum borð- um sem og umbúðir utan af tilbún- um mat. Við skrifborð á miðju gólfinu sat Cecil, rótaði í gegnum óendanlegan bunka af blöðum og muldraði: „Bíddu við, ég veit að ég hef þetta einhvers staðar...“ Það leið ekki á löngu þar til Chicago Reader fékk teiknarann Slug Signorino til að myndskreyta síður Cecils. Þeir félagar þykja hafa líka kímnigáfu og teikningar Sig- norinos hitta alltaf í mark. Um þennan samstarfsmann sinn hefur Cecil Adams sagt: „Það vill mann- inum til happs að hann er snilling- ur. Annars væri ég búinn að myrða hann fyrir löngu.“ Vinsældir Cecils og Slugs urðu með ólíkindum og þáttur þeirra, „Straight Dope“, sem mætti þýða sem „Beint í æð“, er nú í sex stórum blöðum í Bandaríkjunum. Cecil flýgur á milli borga til að svara bréf- um, en Slug situr heima í Indíana- fylki þar sem hann segir andrúms- loftið henta sér best. Cecil vill sem minnst segja um líf sitt og störf annað en þetta: „Áður en ég var uppgötvaður fór fólk í gröfina án þess að fá svör við spurningum sínum. Núna geta allir fengið að vita allt — og það gefur túpunni er komið fyrir stút, túpu innan í túpunni, sem litil göt eru stungin í. Rauða tannkremið er fyrst sett í þessa sérstöku túpu og síðan er hvita tannkreminu spraut- að inn. Þegar þrýst er á túpuna sprautast hvíta tannkremið fram og þrýstingurinn veldur því að rauða tannkremið spýtist út um litlu götin.“ „Hver er sannleikurinn um hár- þvottalög með eggjahvítuefnum? á veitingastöðum til að koma í veg fyrir að gestir noti hnífsoddinn til að sækja sér sinnep.“ „Nýlega var mér sagt að McDon- alds seldi 600 milljónir hamborgara á hverju ári. Mér er spurn: Hversu margar kýr þurfa að deyja til að uppfylla þörf viðskiptavinanna?“ „Meðalkýr vegur einhvers staðar á bilinu frá 1.000 pundum upp i 1.200 pund þegar hún er tilbúin til slátrunar. Eftir slátrun eru eftir um Hvað segja sérfræðingar að sé besta hreinsiefnið fyrir hár?“ „Allur hárþvottalögur á þetta sameiginlegt: Hann rennur niður um niðurfallið á baðkarinu þínu. Það er hreinlega útilokað að nokk- ur hárþvottalögur geti tekið óhrein- indi úr hári og sett um leið önnur efni í hárið eins og eggjahvítu eða næringu. Þessar vörur skilja eftir sig góðan ilm, en það er líka það eina. Jafnvel eggjahvítunæring sem er látin sitja í hárinu dágóða stund hjálpar ekki meira en hvaða næring sem er. Hárið er úr dauðum vefjum og ekkert getur látið það 700—800 pund af ætu kjöti. Um það bil 12—15% af því eru notuð í hamborgara, sem þýðir að úr einni kú fást um 100 pund af hamborg- arakjöti. Þér brá þegar þú heyrðir að McDonalds seldi 600 milljónir hamborgara á ári? Sestu þá niður og settu höfuðið á milli hnjánna! Sannleikurinn er nefnilega sá að þeir selja um fimm milljarða á hverjum 16 mánuðum. Það gildir um alla McDonalds-staði í heimin- um. Þetta þýðir sem sé að McDon- alds sendir um fimm milljónir og sexhundruð þúsund kýr i dauðann lifna við, hvorki eggjahvituefni, vítamín, steinefni né annað. Auk þess á eggjahvítuefni sem notað er í hárþvottalög og næringar ekkert skylt við hina raunverulegu eggja- hvítu — keratínið, sem býr hárið til. Eina leiðin er að nota hárþvotta- lög sem inniheldur það magn af hreinsiefni sem hár þitt þarfnast, en þar sem ekki er tekið fram á um- búðunum hversu ntikið það magn er verður hver og einn að prófa sig áfram. Og áður en þú r^iðist auglýs- ingafólkinu sem hefur látið þig kaupa ákveðnar tegundir árum saman skaltu hafa hugfast, að aug- lýsingafólk hefur gert Ameríku að þvi sem hún er í dag.“ „Hér færðu loksins eina ALVÖRU spurningu. Hvers vegna eru tómatsósuflöskur háar og mjó- ar en sinnepsflöskur stuttar og á .hverju ári til að fullnægja eftir- spurninni.“ UR BRÉFUM... Spurning: „Getur maðurinn lifað af brauði einu saman. Ef svo er, hversu lengi?“ Svar: „Nógu lengi til að óska þess að líf hans yrði styttra..." Spurning: „Er Ágatha Christie örugglega dáin?“ Svar: „Þar sem hún var grafin að viðstöddu fjölmenni í enskum kirkjugarði árið 1976 verður maður að álykta að svo sé. En maður veit jú aldrei með höfunda saka- málasagna..." Spurning: „Hvers vegna eru svona margar M&M-kúlur dökkbrúnar og gular, en fáar Ijósbrúnar og grænar. Og breiðar?" „Bréf þitt varð til þess að ég fékk aftur trúna á lífið. Eftir vísindaleg- ar rannsóknir margra ára hefur komið í ljós að flestir setja sinnep á matinn sinn með hnífsoddi en hrista tómatsósuflöskuna beint yfir matinn. Sinnep er beiskt bragðefni sem getur orsakað krampa eða dauða ef notað í óhófi en tómatsós- an er mun mildari. Flöskuhálsarnir eru hannaðir með notkun inni- haldsins í huga. Frakkar nota hins vegar sinnepsglös með mjóum hálsi hvað þýðir M&M?“ Svar: „Litirnir á möndlunum eru valdir í þeim tilgangi einum að gleðja augað. M&M-fyrirtækið hefur gert rannsóknir á því hvaða litir á sælgæti seljast best og hafa komist að þeirri niðurstöðu að eft- irfarandi blanda sé sú besta: 60% dökkbrúnir litir, 30% gulir og 10% aðrir litir. M&M eru upphafsstafir tveggja snillinga í sælgætisiðnaðin- um, Mars og Murrie. Fyrirtækið var stofnað árið 1928 í Minneapolis í Minnesota."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.