Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 r>eir félagar Kristján Krist- jánsson og Þorleifur Guö- jónsson eru nýkomnir úr vel heppnaöri sjö vikna tónleikaferö um Evrópu. Ferðin var notuö til aö taka i pp lög á plötu sem er væntanleg nú í haust... Þaö vakti talsverða athygli fyrr í sumar þegar mynd- listarmaöurinn G.R. Lúð- viksson notaöi tækifæriö og gekk í hjónaband viö opnun sýningar sinnar í Hafnarborg. Sýningin vakti raunar ekki síðúr athygli vegna þeirra frumlegu leiöa sem hann fetar i list- inni. Þótt skammt sé liöiö frá þessari sýningu veröur G.R. Lúövíksson aftur á feröinni um næstu helgi. Þá opnar hann sýningu á teikningum á Kaffi Splitt viö Klapparstíg ... Nú er stefnt aö þvi aö frum- sýna Hvita víkinginn, nýj-1 ustu mynd Hrafns Gunn- laugssonar, um mánaöa- mótin september/október. Þetta er langstærsta verk- efni sem íslenskur kvik- myndageröarmaöur hefur ráðist í: Heildarkostnaöur er kominn yfir 400 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess aö áætlaður kostnaður viö Sódómu Reykjavik, mynd Óskars Jónassonar, er 43 milljónir. Mynd Kristínar Jóhannes- dóttur, Svo á jörðu sem á himni, kostar um 120 millj- ónir. Hvíti víkingurinn er samstarfsverkefni allra Noröurlandanna en er vita- skuld alíslenskt verk — fyrsta islenska „stórmynd- in"... „Ég smelli mér á opnun í Listasafni íslands á laugardaginn til að hrista af mér timbur- menn föstudagsins. Þar fæ ég ókeypis búúúúús ... Galdurinn við fría drykki er meðal annars fólginn í því að lesa blöðin vandlega. Og gera áætlanir fram i tímann. Það er lykillinn að velgengni minni. Skál!" UppÁ^Alds VÍNÍð Hafsteinn Sæmundsson LÆKNIR „/ sumar hef ég drukkid meira af hvítvíni en rauövíni og mest hefég drukkiö Pinot Grigio, en þad vín er frá hér- aðinu Friuli á Norðaust- ur-ílaliu. Eg og konan mín kynntumst vínum frá þessu héraði þegar við vorum í Feneyjum í vor. Pinot Grigio er þurrt vín og mjög gott. Ég mœh með þessu víni. Það fœst í áfengisversluninni í Mjódd. Þetta vín hefur verið i uppáhatdi hjá mér í sumar, en það er mjög breytilegt hvaða vín er í mestu uppá- haldi hjá mér." Hið eldfjöruga Sniglaband verður á Gauki á Stöng á fimmtudagskvöldið. Þeir kunna vel við sig á Gauknum og geta náð upp hörku- stemmningu á elsta bar bæj- arins. Á föstudag og laugardag eru það svo Austfjarðagoðarn- ir i Sú Ellen sem halda uppi fjörinu. Sprækir strákar. Og þaö er hægt að bóka fjör á Gauknum á sunnudagskvöld- iö, þá veröur stórsveitin Síöan skein sól á ferðinni. Skál fyrir Gauknum! Á Púlsinum ráða sjálfir Vinir Dóra ríkjum alla helgina. Vinir Dóra eru blússveit á heims- mælikvarða — um þaö þarf ekki að hafa önnur orö. Þeir spila sem sagt á föstudag og laugardag. Og á sunnudag með skáldunum. Við þangað. Síðan skein söl gerir víð- reist um helgina. Þeir verða á Tveimur vinum á fimmtudags- kvöldið. Á föstudagskvöldið er það svo Loðin rotta sem heldur uppi fjööööööörinu. NÆTURLÍFIÐ Berlín í Austurstræti hefur þroskast vel. Staðurinn stend- ur undir nafni sem gleðihús, ekki bar, ekki diskó, ekki krá, ekki tónleikasaiur heldur sitt lítið af öllu þessu. Berlín er full öll kvöld og það er pakkað um Grillhús Gadmandar mm jb'icuuna dUtne/t PRESSAN bað Pétur Kristjánsson að vera gest- gjafa í ímynduðu kvöld- verðarboði þessa vikuna. Pétur vildi halda útigrill- „Ég hafði opið í tvo daga í síðustu viku til að þjálfa starfsfólkið og gaf allan mat- inn,“ sagði Guðmundur Þórsson, matreiðslumaður í Grillhúsi Guðmundar, sem á Blúsmenn & skáld q stcfnumóti „Þetta verður alveg ein- stakt, því get ég lofað,“ sagði Halldór Bragason, alias Dóri, um samfylkingu blúsmanna og skálda á Púlsinum á sunnudagskvöldið. Þar leika Vinir Dóra undir lestri sex skálda. Og hver eru blús- skáldin? Jú, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Guðmundur Andri Thors- son, Hrafn Jökulsson, Jón Stefánsson og Kristján Þórður Hrafnsson. Skáldin lesa ýmist ljóð eða sögubrot eða eitthvað enn annað — Vinir Dóra leika undir og ljá orðunum vængi. „Við kunnum að spila lágt,“ sagði Dóri. „Skáldin þurfa ekki að syngja. En þau mega það alveg!“ VOICE OF THE BEEHIVE - HONEY LINGERS Ein af þessum hljóm- sveitum sem ólust upp meö poppinu milli '70 og '80 (ABBA, Bread o.s.frv.). Mjög vel gert popp, betra en gengur og gerist. Við gefum henni 6 af 10. helgar og biðröð eitthvert langt út í buskann. Það er því nauðsynlegt að mæta snemma. En skemmtistaöir eru ekki innréttingar eða dansgólf heldur þeir sem eru á gólfinu. Meira um það síðar. MYNDLISTIN Philippe Cazal á Kjarvalsstöð- um. Sumum finnst þetta sjálf- sagt eins og á árshátið sam- bands auglýsingastofa — en eftir oliutunnusumariö mikla er Cazal ósköp huggulegur i greiningu sinni á neyslusam- félaginu. I Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar stendur nú yfir sýning á andlitsmyndum eftir lista- manninn frá árunum 1927—1980: sterk sýning á verkum eins af stórmeistur- unum. miðvikudaginn var opnað í Tryggvagötu. Þessa tvo daga sem enginn þurfti að borga reikninginn komu 700 manns. Lofar góðu. En hvernig staður er Grill- hús Guðmundar? Þar er am- erísk stemmning áranna milli 1950 og '60. Svona staðir eru kallaðir „diner-veitingastað- ir“ þar vestra. Það er að segja: Hamborgarar (vel úti látnir, segir Guðmundur), samlokur og steikur. „Við er- um mitt á milli „fast-food“ og „hard rock“,“ slettir Guð- mundur. Þeir sletta skyrinu sem eiga það. Guðmundur Þórsson hefur síðustu fjögur árin verið yfir- kokkur hjá Tómasi A. Tóm- assyni í Hard Rock og Ömmu lú og þeir félagar eiga Grillhúsið saman. En verðið. Ekki ætlar Guð- mundur að gefa matinn áfram. „Ég er frekar ódýr,“ segir Guðmundur, þótt hann segi sjálfur frá. „Ég er aðeins dýrari en skyndibitastaðirnir, en ég er líka með betri þjón- ustu. Við verðum í sam- keppni við veitingahúsin í miðbænum." Þau eru mörg. En Guð- mundur lumar á einu trompi til. Djúkboxi. Þar verða allir gömlu, góðu slagararnir. veislu í Heiðmörkinni á fallegum stað og fá að- stoð Eyjólfs Kristjánsson- ar við að grilla lambakjöt- ið. Gestir Péturs: Pétur Ormslev hann mundi upplýsa áætl- un sína um áframhaldandi veru bikarsins í Safa- mýrinni. Kristján Guðmundsson píanóleikari sæi um gott dinnerspil auk þess sem hann mundi láta nokkra útvalda brandara halda stemmningunni í lagi. Eyjólfur Kristjánsson mundi vera mér til aðstoðar við undirbúning- inn, enda mikill smekk- maður á mat og vín sem sannur lífsnautnamaður. Auk þess er hann hinn mesti húmoristi. Davíð Oddsson Flosi Ólafsson Þórður Árnason orðheppnustu og jafn- skemmtilegustu menn landsins. Ómar Valdimarsson frændi og Umbi-Roy. Ég mundi hafa hann til trausts og halds svo umræðan færi ekki út i tóman fiflaskap. Marilyn Monroe við hæfi að hafa hana með svo að þetta yrði ekki grýlulaust samkvæmi. LÁRÉTT: 1 rökkur 6 skipsbátur 11 rækta 12 stól 13 hænsfugl 15 ágengur 17 grátur 18 þukla 20 nudd 21 gauí 23 dá 24 uggur 25 eydd- ir 27 stólpi 28 ráfar 29 spanstokkur 32 ávöxtur 36 ævi 37 eldur 39 sleit 40 upptendra 41 gleypir 43 planta 44 nafar 46 koli 48 forfeðurna 49 bylgjur 50 mjakar 51 vinnu. LÓÐRETT: 1 niðurstöðu 2 vígsla 3 rölt 4 niild 5 heystæði 6 munn 7 heita 8 varg 9 gróðursetja 10 stilltir 14 fuglar 16 sjófug! 19 höfuðfat 22 hálsmen 24 svikull 26 örlög 27 duft 29 lævísum 30 smámoli 31 vafi 33 fjasir 34 hæverska 35 Iíflát 37 læsir 38 líkamsvökva 41 kven- maður 42 blett 45 tónverk 47 hreyfast.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.