Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 7 * Iþróttasamband lögreglumanna SAFNMFETIL EKIN ÞARFA NAFNI FORVARNA Ómar Smári Armannsson yfirlogreqluþjonn forvarnadeild og Böðvar Bragason baðir að blaðið se logreglunnar. íþróttasamband lögreglumanna hefur nýlega dreift auglýsingablaði í nafni Forvarna í 20.000 eintökum. Blaðið er að stórum hluta auglýsing- ar og verða tekjur af þeim eingöngu notaðar fyrir íþróttafélagið. Ekkert af því sem kemur inn vegna útgáfu blaðsins mun renna til forvarna- deildar lögreglunnar. Starfsemi íþróttasambandsins byggist meðal annars á íþróttakeppnum og ferða- lögum íþróttamanna í lögreglunni til annarra landa. Þrátt fyrir að lög- regluyfirvöld hafi tekið skýrt fram að engin tengsl maettu vera á milli blaðaútgáfunnar og starfsemi lög- reglunnar virðist sem auglýsinga- kaupendum hafi verið tjáð að útgáf- an væri í þágu forvarnastarfs lög- reglunnar. í maí síðastliðnum greindi PRESS- AN frá því að efasemdir væru um hina miklu útgáfustarfsemi á vegum íþróttasambandsins. Með reglulegu millibili er gefið út blað um forvarn- ir og síðan blaðið Ferðafélaginn einu sinni á ári. Þessum blöðum er dreift ókeypis og kostuð með aug- lýsingasöfnun. 'Það eru ekki lög- reglumennirnir sjálfir sem safna auglýsingum í blaðið heldur fyrir- tækið Þjóðráð hf., sem sérhæfir sig einmitt í slíkri útgáfustarfsemi. Vanalega semur það einnig um prentun og dreifingu. Þjóðráðjekur 27% af ágóðanum til sín en íþróttasambandið afgang- inn. Blaðið sem hér um ræðir er 20 síður með 784 styrktarlínur. Ef gert er ráð fyrir 3.000 króna meðalverði gefur það 2.352.000 krónur. Því til viðbótar ertr tvær stórar auglýsing- ar í blaðinu sem lyfta væntanlegal auglýsingatekjunum upp í 2,5 millj- ónir króna. BÖÐVAR VILDI ENGIN TENGSL VIÐ ÚTGÁFUNA í kjölfar skrifa PRESSUNNAR í vor var málið tekið fyrir af Böövari Bragasyni, lögreglustjóra í Reykja- vík, og einnig gerði dómsmálaráðu- neytið athugasemdir við söfnunina. ,,í mínum huga er þetta mál alger- lega óviðkomandi lögreglunni í Reykjavík," sagði Böðvar Bragason og bætti við: „Formleg tengsl lög- reglunnar við blaðaútgáfu annarra aðila eru engin. í framhaldi af mál- inu í vor tók ég þetta til meðferðar og niðurstaðan varð þessi, að ég tel ekki rétt að lögreglan í Reykjavík sé í neinum tengslum við útgáfustarf- semi félagasamtaka þó að á vegum lögreglumanna sé“ — En nú sést enginn munur á út- gáfunni nú og þá? „Það er hlutur sem ég get ekki haft áhrif á, þó að lögreglumenn sem einstaklingar taki þátt í þessu starfi. Það eina sem ég get sagt, og undirstrikaði mjög rækilega þegar þetta mál var til umræðu, er að við erum ekki á neinn hátt tengdir þess- ari útgáfu." — Finnst þér það hafa tekist? „Eg hef ekki séð þetta blað sem er nýkomið út.“ FORVARNADEILDIN HAFNAÐI ÞVÍ AÐ FÁ ÁGÓÐAHLUT Eftir umræðuna í vor komu for- svarsmenn íþróttasambandsins að máli við fuíltrúa forvarnadeildar lögreglunnar. Buðu þeir deildinni að fá hluta af ágóðanum af útgáf- unni. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar hjá forvarnadeildinni var því hafnað vegna þess að ekki þótti rétt að hafa nein formleg tengsl við blaðið. „Við höfum engan fjárhagslegan ávinning af þessu blaði annan en þann að við komum efni á framfæri endurgjaldslaust sem við hefðum kannski þurft að borga fyrir birtingu á annars staðar," sagði Omar Smári. Hann sagði að það efni sem væri í blaðinu frá starfsmönnum forvarna- deildarinnar væri frá þeim sem ein- staklingum en ekki í nafni deildar- innar. VAR SAGT AÐ TEKJURNAR RYNNU TIL FORVARNA MEÐAL ÆSKU LANDSINS „Ég var beðinn að styrkja þetta á þeim forsendum að ágóðinn ætti að renna til styrktar forvarnastarfi meðal æsku landsins," sagði Hálf- dán Jensen hjá Nýju bónstöðinni í Hafnarfirði við PRESSUNA. Hann sagði viðmælanda sinn aldrei hafa minnst á íþróttasamband lögreglu- manna. Hann hefði keypt þetta í þeirri góðu trú að þarna væri verið að stuðla að heilbrigðari æsku. „Ég stóð í þeirri trú að þetta ætti að renna til forveirna," sagði annar. „Ég spurði hvað um ágóðann yrði og var svarað með því að hönnunar- og prentkostnaður væri það mikill að ágóðinn yrði enginn, en hann neitaði því ekki beint að það litla sem út úr þessu kæmi mundi renna til starfs innan lögreglunnar," sagði sami maður, sem kvaðst ekki hafa verið sáttur við þetta þar sem til- gangurinn var ekki „nógu hreinn og klár". „Ég styrkti þetta sem gott mál og það var hvergi minnst á Iþróttasam- band lögreglunnar," sagði Krist- mundur Gylfason hjá prentsmiðj- unni Klóa. Hann kvað sinn skilning hafa verið þann að hagnaðurinn ætti að renna til forvarna. „Ég tók það þannig að þetta færi í forvarnir gegn eiturlyfjum, en það var reyndar aldrei rætt nákvæm- lega,“ sagði framkvæmdastjóri í Reykjavík sem keypti línu í blaðinu. Hann sagði einnig að viðkomandi hefði kynnt sig sem lögreglumann. „Ég tók þetta þannig að þetta ætti að renna til forvamastarfs. Ég hefði aldrei farið að styrkja íþróttasam- band lögreglumcinna, þeir geta sparkað sínum bolta fyrir mér,“ sagði Hafsteinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri veitingastaðarins Staðið á öndinni. Hann sagði mann- eskju frá Þjóðráði hafa hringt í sig og kynnt þetta þannig að ómögulegt hefði verið að skilja það á annan veg en að þarna væri um að ræða blað til styrktar forvörnum. „VAR SAGT AÐ ÞAÐ YRÐI ÞÁ EKKI KLIPPT AF HJÁ MÉR“ „Það hringdi inn einhver stúlka og kynnti þetta þannig að þetta rynni til forvarna," sagði skrifstofu- maður í Reykjavík. „Hún nefndi síð- an upphæð í hærri kantinum. Ég reyndi að bíta hana af mér og nefndi töiu á milli 2.000 og 3.000 krónur. Hún tók því, þannig að ég varð að kaupa þetta. Ég sagði þá í gríni að það væri kannski eins gott til að hafa lögregluna góða og hún svar- aði þá líka, væntanlega í gríni, að þá yrði ekki klippt af hjá mér á morg- un. Eftir á að hyggja er það dálítið skondið svar.“ „Ég hélt ég væri að styrkja for- varnastarf en ekki íþróttafélag. Þótt íþróttafélag lögreglunnar sé sjálf- sagt góðra gjalda vert þá hefði ég ekki styrkt það frekar en önnur íþróttafélög," sagði kona sem keypti styrktarlínu í Forvörnum. „Þetta átti að renna til forvarna vegna slysa á bömum,“ sagði kona er keypti styrktarlínu. Hún kvaðst ekki hafa getað skilið þann er í sím- anum var á annan veg en að ágóð- inn ætti að renna óskiptur til for- varnastarfs. Enginn þeirra er PRESSAN talaði við kvaðst hafa getað skilið erindi þess sem hringdi á annan veg en þann að verið væri að leita eftir styrktargreiðslum vegna forvarna- starfs á vegum lögreglunnar. Enn- fremur sögðu allir að margsinnis hefði verið hringt í þá vegna þessa, en þar hefði ekki alltaf verið sami aðili á ferð. Sigurður Már Jónsson Haraidur Jónsson Oskar Bjartmars ÁGÓÐINN FER TIL ÍÞRÓTTASAMBANDSINS i — Er þessi útgáfa eitthvaö frá- brugðin útgáfunni í vor? „Það er frábrugðið að því leyti að forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík á ekki aðild að þessu blaði núna.“ — Þá sem nú fer allur ágóði af blaðinu til íþróttasambandsins? „Ef það verður einhver ágóði af því já, þá kemur hann hingað." — Nú voru gerðar athugasemdir' við útgáfuna í vorafhálfu lögreglu- stjóra? • „Ég má bara ekki vera að því að tala við þig, þú verður bara að hringja seinna," sagði Óskar Bjart- marz, formaður Iþróttasambands lögreglumanna og ábyrgðarmaður blaðsins, og sleit samtalinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.