Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórnarfulitrúi Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson. Dreífingarstjóri Steindór Karvelsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í iausasölu 190 kr. eintakið. Efnahagsaðgerðir handa ráðherrum Eitt af því sem ríkisstjórnin hefur kynnt sem efnahagsaðgerð að und- anförnu er breyting á reglum um skattgreiðslur ráðherra af biíreiða- hlunnindum. í PRESSUNNI í dag kemur fram að meö þessum breyting- um lækka skattar ráðherranna af ráð- herrabílunum um nokkrar milljónir. Petta er því ekki efnahagsaðgerð í venjulegum skilningi þess orðs. Að- gerðirnar bæta hins vegar hag ráð- herranna, — bæði þeirra sem nú sitja og eins þeirra sem áttu sæti í síðustu ríkisstjórn. Reglugerð um þessar breytingar er stefnt gegn túlkun ríkisskattstjóra á skattalögum. Samkvæmt túlkun hans áttu ráðherrar að sitja við sama borð og aðrir þeir sem fá afnot af bíl- um hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Pessi túlkun er sjálfsagt í takt við rétt- lætiskennd flestra. Það er eðlilegt að menn sitji við sama borð og ekki sé gerður greinarmunur á Jóni og séra Jóni. Það er auðvitað óþolandi að ráð- herrarnir skuli ekki sætta sig við þessa túlkun eða láta reyna á hana í eðlilegri skattalegri meðferð ef þeir telja hana ranga. En það er algjörlega út í hött að þeir breyti reglum sér í hag og kynni þær síðan sem almenn- ar efnahagsaðgerðir. FJOLMIÐLAR Pad vantar nýmœli Ég hef ekki nokkra trú á að aðstandendum Nýmælis tak- ist að koma út nýju dagblaði. Hins vegar vona ég að ég hafi rangt fyrir mér. Það er nefni- lega ótrúleg ládeyða yfir fjöl- miðlunum og hefur verið um nokkurra missera skeið. Allir hafa þeir markað sér bás og sitja þar án ónæðis af öðrum. Morgunblaðið lifir á þeim misskilningi að þar sem al- varlegir hlutir eru sjaldnast hlægilegir hljóti það að vera vandað sem er nógu leiðin- legt. Morgunblaðið er aldrei gagnrýnið nema á skoðanir þeirra sem eru á öðru máli en ritstjórarnir í leiðurum. Það siglir lygnan sjó; storkar eng- um og segir sjaldnast aðrar fréttir en þær sem lesandinn sá á sjónvarpsstöðvunum kvöldið áður. DV er fyrir löngu hætt að vera síðdegis- blað og er að mestu lagst í sömu annálaskrifin og Mogg- inn, fyrir utan einstaka sér- viskupúkalega spretti. Blaðið hefur tapað sérstöðunni og fallið sem fréttamiðill. Ríkissjónvarpið virðist vera í svipuðum leik og Mogginn. Það hengir enginn þann boð- bera sem ber bara tilkynning- ar frá stjórnvöldum í bland við gamlar fréttir. Stöð 2 er með líflegri fréttapakka en Ríkissjónvarpið, en hefur brennt sig nokkuð á skrítnu fréttunum að undanförnu. Eins vill fréttatíminn á Stöð- inni oft verða sambland af rútínufréttum og einka- „Ekkert þessu Ifikt gerdist í skrúðgöngunni á sídasta úri en það er lýsandi dæmi fyr- ir ástandið í þjóðfélaginu að vera kallaður bölvaður nískupúki og ríkisstjórnin u ætti að íhuga það.J ■nBBBIBHMMBSI JÓLASVEINNINN A NYJA-SJALANDI Beint frá páfanum „Manninum er ekki gefin kyn- hvötin til gamans eða leikja _ kynlífið er engin íþrótt.“ Alfreö J. Jolson biskup Ofsiónauki „Ég hélt fyrst að ég væri hreinlega að sjá ofsjónir og það var ekki fyrr en ég sótti sjónaukann, sem ég var ör- ugg um að það vantaði stóra hluta í húsið." Jóm'na Gestsdótlir húsireyja Það má kannski hafa hag af tapinu „En það er einhver rosalegur vilji til að sameinast Þjóðvilj- anum og öðrum aumingjum sem eru í gangi.“ Indrlói Þorsteinsson rltstjórl Þá er hann í vftlausum flokki „Eg hef engan áhuga á norna- veiðum." Karl Steinar Guðnason alþingismaður áhugamálum fréttamann- anna. Ríkisútvarpið birtir lík- lega heillegasta fréttayfirlitið af rafmiðlunum. Það vill þó verða dálítið þurrkuntulegt og væri steindautt ef Atla Rúnars og ef til vill tveggja annarra fréttamanna nyti ekki við. Það er kannski ekki hægt að kvarta yfir því að þessir miðlar flytji allir fréttir af sömu málunum. En það er svo sannarlega hægt að kvarTa þegar þeir gera það allir á nákvæmlega sama hátt. Þótt lífið sé ekki alltaf dans á rósum þá er það ekki svona andskoti leiðinlegt. Gunnar Smári Egilsson Þar missti Kolaportið afvænum bita! „Það er alveg Ijóst að það verður ekki bútur úr bankan- um seldur á næsta ár.“ Guðni Ágústsson bankaráðsformað- ur Búnaðarbankans Ohæft formannsefni I viðtali við Tímann um síð- ustu helgi gaf Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sterklega í skyn að hann mundi sækjast eftir formennsku í Alþýðuflokkn- um á næsta flokksþingi sem haldið verður haustið 1992. Kvað hann tíma kominn til að meta frammistöðu núverandi formanns, Jóns Baldvins Hannibalssonar, og fór ekki á milli mála hvað bæjarstjórinn taldi að ætti að koma út úr því mati. Nú má ýmislegt um Jón Baldvin segja. í mínum huga skiptir meginrnáli að honum hefur tekist að halda Alþýðu- flokknum í ríkisstjórn á fimmta ár og stefnir í að þau verði að minnsta kosti átta. Þannig hefur hann tryggt áhrif alþýðuflokksmanna og nútímajafnaðarstefnu á landstjórnina á íslandi. Geri aðrir betur. En þetta hefur ekki verið létt verk fyrir for- manninn því auk andstæð- inga á stjórnmálavellinum hafa hans eigin flokksmenn veist að honum í tíma og ótíma, ekki síst varaformaður flokksins, Jóhanna Sigurðar- dóttir, og Guðmundur Árni. Sú spurning vaknar í fram- haldi af Tímaviðtalinu hvort bæjarstjórinn í Hafnarfirði eigi eitthvert erindi í for- mannsstól í Alþýöuflokkn- um. Um það er ég afar efins. Guðmundur Árni gerir því skóna að undir forystu Jóns Baldvins hafi Alþýðuflokkur- inn gerst fráhverfur grund- vallaratriðum í stefnu jafnað- armanna og um of sótt í hug- myndasarp markaðshyggju. Guðmundur er á þeirri skoö- un að tími sé til þess kominn að stjórna landinu svo unnt verði að verja það velferðar- kerfi sem Alþýðuflokkurinn hefur átt stærstan þátt í að koma á. Þessi afstaða ber vott um algjöran skilningsskort á þeim vanda sem við er að etja í íslenskum þjóðmálum. Vandinn liggur í því að at- vinnulífið stendur ekki leng- ur undir þeim kröfum sem til þess eru gerðar, meðal ann- ars í þágu velferðarkerfisins. Ástæðan fyrir því að svo er komið er ekki síst sú að á liðnum árum hefur allt of mikið og allt of miklu verið stjórnað á íslandi. Talsmenn nútímajafnaðar- stefnu gerðu sér grein fyrir þessu fyrir löngu. Þeir vilja virkja markaðsöflin í þágu at- vinnuuppbyggingar og hag- vaxtar af því að þeim er annt um velferðarkerfið og þeir vita að það er engin önnur leið fær til að viðhalda því og Tilfinningasemi, klisjur og breyskleiki Kannski greip Gvendur jaki eitthvað í sig þegar hann sat fyrir sem Jesús um árið. Að minnsta kosti talar hann allt- af eins og hann telji sig hafa óskorað umboð frá alþýðunni í landinu. Þá skiptir engu þótt hann sé að mælast til þess að vextir af sparifé almennings verði skornir niður eða skatt- peningar almennings notaðir til að halda uppi einhverju gjaldþrotafyrirtækinu. Á sama hátt og leikrænir til- burðir jakans eru klisju- kenndir eru málatilbúningur hans og innihald það líka. Reyndar eru tilburðirnir þannig að það er ekki hægt að trúa orði af því sem hann segir. Hann tekur niður gler- augun (eins og Lúlli), hallar sér fram í púltinu, hnyklar brýnnar og mælir dimmri röddu, sneisafullri af tilfinn- ingasemi. Ef hann væri í leik- listarskóla yrði hann sendur heim og sagt að finna ein- efla. í formennskutíð Jóns Baldvins hefur stefna Al- þýðuflokksins byggst á þess- um grundvallarstaðreyndum og í raun geta ærlegir jafnað- armenn ekki aðhyllst aðra stefnu. Guðmundur Árni Stefáns- son verður áreiðanlega fyrir- ferðarmikill í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. En á meðan hann hefur ekk- ert betra að bjóða en úrelta ofstjórnarhyggju í sama anda og liggur að baki nýrri stefnu- skrá Alþýðubandalagsins á hann ekkert með það að verða formaður Aiþýðu- flokksins. Birgir er hagfræðingur hjá EFTA i Genf. hverjar raunvcrulegar tilfinn- ingar í eigin brjósti að spinna út frá. Maður sem lætur svona þekkir ekki muninn á tilfinningum og tilfinninga- semi. En kannski er við hæfi að Islendingar sitji uppi með verkalýðsleiðtoga eins og Gvend. Þeir eru hrifnir af klisjum. Þeir vilja trúa því að hægt sé að setja plástra á öll sár, — líka þau banvænu. fs- lendingar dæla því fé í far- lama fyrirtæki, lækka vexti til að skuldurum líði örlítið betur í örstuttan tíma og þar fram eftir götunum. Þeim býður við róttækum lækn- ingaaðferðum. Þess vegna eru þeir hrifnir af mönnum eins og Gvendi, sérstaklega þegar hann veð- ur inn í banka og tekur út sjóði Dagsbrúnar og hneyksl- ast á því hvað þeir hafa ávaxt- ast vel. Þeir voru líka hrifnir af honum þegar hann studdi síðustu ríkisstjórn við að koma á atvinnutrygginga- sjóði og öðru svipuðu, — sem reyndar stendur óþyrmilega í þjóðinni í dag. Annað í fari Gvendar sem heillar þjóðina er breyskleik- inn. Þótt fólk viti vel að það er ófyrirgefanlegt af for- manni Dagsbrúnar að þiggja fé af Hafskip og Eimskip þá getur hún ekki annað en elsk- að hann fyrir það. Gvendur og aðrir ámóta hafa fengið að byggja í kring- um sig einskonar búlgarskt valdaapparat í verkalýðs- hreyfingunni. Þeirsvínbeygja allar leikreglur lýðræðisins og koma því þannig fyrir að í raun eru þeir æviráðnir til forystu. Þeir henda molum í lýðinn í gegnum verka- mannabústaðakerfið (áður einnig í gegnum lífeyrissjóðs- lánin). Þetta hefur þeim tekist vegna ástar þjóðarinnar á til- finningasemi, klisjum og breyskleika. ÁS o o AAAARR Ko&Bí MA56- REyf/iR A& ktoMA VírÍMtA sm'/öxtOA senPiN£Fi4piK/A Þ/skúu ;,, 6 MÍKLA R^£)3r£fNlÁJKAMSti ÍCt veir Aí» ÍG £R- BAKA M£D EiMU HE-il'A BH ÍCr SAMTMÖD HMOKVHb, Éff H£F MCFníLEóA LÁT5Ð AFA UPP SÁH D^öSKRÁ MéÐ ÖUUfA GÖASUaI NýLÍSTApÖNkGERNiH(?A-, P.O)CKGRÚtBBllNlAM Ni'tAAJDA ÁRATUGjÞwI TJÁ BÍDDiA AOLitiS &ÁL€gT! f>U PBUMR tfÁJTÚfuLEGA Ab þGTTA EiHKVER RfiSALEO^C. SKAWDAO. |EN ViÐ ÖRÆ-BWM FntiTAF E-VRÓMÖK-KtAM PVÍ AÐ P^Ó/AoTERA SJÓÍ/s/IA ER-LEND«S i!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.