Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 9 Svavar Egilsson. Hann hefur átt í miklum vandræðum. Úr þeim hefur ekki dregið, heldur þveröfugt. Til að bjarga Veröld þarf hannað verða sér úti um 15 milljónir króna fyrír helgi. leigu og eignarhluti Veraldar í því er lítill. „Ég hef ekki heyrt um neinn sem er að kaupa sér hlut í Veröld. Svavar segir aftur á móti að hann sé að fá menn til liðs við sig. Ég óska honum velfarnaðar í þessu,“ sagði Andri Már Ingólfsson. Allir sem PRESSAN hefur rætt við eru á því að Veröld eigi sér skamma framtíð. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona," sagði Andri Már. „Það getur vel verið að Svavari takist að leysa þessi mál um helgina og senda fólkið til Kanarieyja og greiða BSP-gjöldin. En það kemur ekki til með að duga honum. 2. janúar falla á hann greiðslur vegna þeirra farseðla sem hann hefur ver- ið að greiða skuldir með. Það verður meira en hann þolir. Ég er frekar á þeirri skoðun að þetta stöðvist hjá honum um áramót en núna. Það verður að skoða það að venjan er sú að 70 til 80 prósent farþega greiði allar ferðirnar nokkru fyrir brottför, fólk sem á ekki að fara fyrr en í janú- ar, febrúar og jafnvel mars sem hef- ur greitt, og þá peninga getur Svav- ar hugsanlega notað til að koma þessum þremur vélum út fyrir jól,“ sagði maður sem starfar við ferða- mál. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona," sagði Andri Már Ingólfsson. SAMÚÐ MEÐ SVAVARI „Ég hef ákveðna samúð með Svavari," sagði einn sem þekkir vel til í þessum viðskiptum. „Það er grínlaust að vera í samstarfi við feðgana Ingólf og Andra Má. Það sýndi sig þegar þeir yfirgáfu Útsýn eftir að þar fór að ganga illa. Þeir eru að leika sama leikinn núna. Ég veit svo sem ekkert um hvað Svavar átti mikla peninga þegar hann byrj- aði í þessum ferðabransa, en ég held að hann hefði ekki getað tapað meiru en í þessu samstarfi. Ég er ekki einn um að hafa samúð með honum," sagði sami maður. FYRIRSPURNIR TIL NEYTENDASAMTAKANNA „Það hafa komið fyrirspurnir til okkar um hvort óhætt sé að greiða inn á ferðir hjá Veröld," sagði Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann sagði að þar sem samtökin þekktu ekki fjárhag Veraldar hefðu svör til fólks verið á þá leið að það yrði hver að ákveða fyrir sig. En hafa Neytendasamtökin leitad svara hjá Veröld? „Nei, það höfum við ekki gert. Það er sama hvort fyrirtæki er vel statt eða illa, svörin eru alltaf eins; að allt sé í lagi,“ sagði Jóhannes Gunnarsson. TILBOÐIÐ STENDUR EKKI LENGUR „Það er sá skilningur okkar á milli, mín og stjórnarformannsins, að ég sé hættur að vinna hjá Ver- öld,“ sagði Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ver- aldar. Andri Már var framkvæmda- stjóri Veraldar frá upphafi fyrirtæk- isins. „Tilboðið sem églagði fram stend- ur ekki enn, ekki að óbreyttu. Fyrir- tækið hefur stórskaðast síðan. Þessi neikvæða umfjöllun hefur skaðað það. Traust fyrirtækisins hefur rýrn- að. Það var óþarfi að hleypa þessu þetta langt. Það var hægt að koma í veg fyrir þessa umfjöllun." Var ástœda þess að þú gerðir til- boö í Veröld sú að þú ert í persónu- legum ábyrgðum fyrir fyrirtœkið? „Ég á ekkert í Veröld og hef ekki tekið á mig ábyrgðir." Ástœða þess að þú vildir kaupa var þá ekki sú að þú vildir bjarga persónulegum ábyrgðum? „Nei. Ég lít hins vegar þannig á þetta, að ég sé búinn að leggja á mig mikla vinnu við að byggja fyrirtæk- ið upp — það hefur enginn gert meira í því en ég — og mér þykir leitt ef öll sú vinna ætlar að verða til einskis.1' Ertu að undirbúa stofnun nýrrar ferðaskrifstofu? „Nej. Ég er ekki að hugsa um neitt slíkt. Ég er í fríi, það er ágætt í ein- hvern tíma. Ég hef ekki átt frí í mörg ár,“ sagði Andri Már Ingólfsson. ÞETTA ER AÐ KOMA „Þetta er allt i góðum málum. Þetta er líka flug sem Flugleiðir eru með að hluta. Við erum með sæti í vélunum hjá þeim. Sú hætta hefur aldrei verið fyrir hendi," sagði Svav- ar Egilsson þegar hann var spurður hvort óvissa væri um hvort Veröld gæti staðið við Kanaríeyjaferðirnar. „Eina sem hefur gerst er að skrif um fyrirtækið urðu til þess að menn hrukku við. Þeir sem hafa skoðað þetta hafa séð að þetta er ekkert mál. Það er æskilegt að fá inn aukið fé, það er það hjá öllum fyrirtækj- um. Það er betra að reka fyrirtæki þegar mikið er til af peningum. Við erum hluti af þessu þjóðfélagi sem á í miklum erfiðleikum. Ég vil benda á að hlutabréf í Eimskip og öðrum stórum fyrirtækjum hafa verið að falla. Þetta lítur vel út. Þeir sem ég er að ræða við eru á fullu í eigin rekstri og verða að sinna honum. Þetta tekur sinn tíma. Það er ekki eins og þetta hafi þurft að gerast í gærkvöldi. Þetta tekur sinn tíma," sagði Svavar Egilsson. Sigurjón Magnús Egilsson Andri Már Ingólfsson. Hann segir aötilboö þaö sem harm gerði í Veröld standi ekki lengur. Hann segir einnig aö traust fyrirtækisins hafi rýrnað og það þvi ekki eins mikils viröi í dag og þaö var fyrir einni viku. MT að á ekki af Landsbankanum að ganga. Eins og flestir vita hefur bankinn átt í vandræðum. Nú virð- ist hann vera að tapa um 30 milljónum króna vegna klúðurs í viðskiptum við Ól- af Björnsson í Ósi. Skuldabréf upp á 35 milljónir á að vera tryggt að mestum hluta í fasteigninni Suðurhrauni 2a í Garðabæ. Aðrir kröfuhafar sam- þykkja það ekki og segja enga eign vera til í Suðurhrauni 2a, aðeins Suðurhrauni 2. Eins og PRESSAN hefur áður sagt frá skipti Ólafur Björnsson eigninni upp og veðsetti tvisvar. Þar sem bankinn tók veð í „nýju" eigninni getur fátt komið í veg fyrir að Landsbankinn tapi um 30 milljónum króna, en hafi veð fyr- ir 7,5 milljónum .. . Ml að var Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbankans í Breið- holti, sem tók ákvörðun um að lána Ósi hf. þessar 35 milljónir. Með ógætni hefur hann því skaðað vinnu- veitanda sinn, Landsbankann, verulega. Fullvíst er talið að bankinn hafi engar varnir í þessu máli og verði að horfa á eftir láninu. Reyndar eru tveir sjálfskuldarábyrgðarmenn á bréfinu, Ólafur Björnsson og eig- inkona hans, Jónina H. Jónsdótt- ir, en eins og komið hefur fram í PRESSUNNI hefur Háteigur hf. keypt einbýlishús þeirra hjóna og því væntanlega lítið til þeirra að sækja ... ÍVI lTAannabreytingar hjá Utgerð- arfélagi Akureyringa hafa vakið at- hygli heimamanna. Undanfarið hafa nefnilega streymt yfir til fyrir- tækisins gamlir sam- starfsmenn Gunn- ars Ragnars frá Slippstöðinni. Þar var Gunnar, sem kunnugt er, yfirmað- ur um langt skeið og var talað um „hirð" hans á meðal yfirmanna Slippstöðvarinnar. Þessar breyting- ar ganga reyndar svo langt að rætt er um ÚA sem „flóttamannabúð- ir“... Kjvo sannarlega hefðu Islending- ar orðið fyrir sárum vonbrigðum hefði henni Raísu Gorbatsjov láðst að láta okkar getið í glænýrri við- talsbók sem kemur vonum fyrr út á ís- lensku þessi jólin undir heitinu Ég vona. En auðvitað man hún eftir okkur, annars hefði bókin kannski ekki verið þýdd. Hún segir: „Svo kom október árið 1986 og fundurinn í Reykjavík á íslandi. Hversu mikið hefur ekki verið ritað nú þegar um þennan leiðtogafund Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og spennuna sem myndaðist í kring um hann! Já, við urðum öll að þola hana en við mun- um og skiljum líka mikilvægi fund- arins — því án fundarins í Reykjavík hefði ekki komið til fundanna í Washington 1987 eða í Moskvu 1988." Svo mörg voru þau orð . . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.