Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PKCSSAN 23. APRÍL 1992 Mafli Matt i deilu við Hafn- arfjarðarbæ Matthías A. Mathiesen, fyrr- verandi þingmaður, á enn á ný í deilum við Hafnarfjarðarbæ vegna lóðaréttinda. Hann á hesthús við Flóttamannaveg- inn svokallaða. Landið sem húsið stendur á er leigt á erfða- festu til ræktunar en er með mjög takmörkuðum réttindum og getur bærinn nýtt sér það án þess að bætur komi fyrir. Nú hefur bærinn látið rífa girðingu á landinu og við það er Matthí- as ekki sáttur. Hann hefur þeg- ar fengið úthlutað lóð fyrir hesthús og vill fá lækkun á gatnagerðargjöldum og öðru slíku í skaðabætur fyrir girð- inguna og missi lóðarinnar við Flóttamannaveginn. A það vill bærinn ekki fallast og telur sig ekki bótaskyldan. Nú hefur bráðabirgðagirðingu verið komið upp við hesthúsið og Matthías fær að hafa hesta sína þar þangað til þeir fara í sum- arhaga. Mynd Þráins í hættu Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir að undanfömu á milli Ríkissjónyarpsins og leik- arafélagsins (FÍL) út af væntan- legri mynd Þráins Bertelssonar, „Sigla himinfley". Um er að ræða nokkuð stórt verkefni sem fengist hafa í 40 milljónir úr Norræna sjónvarpssjóðnum. Heildarkostnaðaráætlun er 60 milljónir. Fyrirhugað er að tökur hefjist um mánaðamótin maí/júní. Vegna samninga leik- arafélagsins fór sjónvarpið ffam á að leikaramir lækkuðu þóknun sem þeir fá fyrir birtingar erlend- is. Eftir því sem næst verður komist er búið að semja um að þeir fái 40% álag ofan á venjuleg laun og síðan ekkert aukalega fyrir birtingar á hinum Norður- löndunum. Þessi samningur verður borinn undir aðalfund leikarafélagsins sem haldinn verður á mánudaginn kemur. Leikarar gerðu meðal annars kröfu um að álagið yrði 60% ef vinnutími yrði samræmdur auk sérstaks álags á ferða- og bið- daga, sem sjónvarpið vildi ekki ganga að, þar sem það fer ekki fram á vinnu á þessum dögum. Jón Ellert i gæsluvarðhaldi Á morgun, 24. apríl, rennur út gæsluvarðhaldsúrskurður á hendur Jóni Ellert Tryggvasyni, en Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á slíkan úrskurð 10. apr- íl síðastliðinn. Engar upplýsing- ar er að fá um málið hjá RLR, en samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR snýst rannsóknin um umfangsmikil fjársvikamál sem Jón Ellert tengist. Jón Ellert hef- ur tengst mörgum fyrirtækjum og í fyrra var fjallað um mál hans og Flögubergs hf. í PRESS- UNNI. Eignahöllin á Hverfisgötu SOKUDUM LEYHSLAUSA FASIBGNASðUI OG ÚEBULEG HAGSMUNA- TENGSL Árkvörn 2 1 Árbæ. Byggingarfyrirtæki Hilmars Victorssonar byggir og fasteignasala Hilmars Vlct- orssonar selur íbúöirnar. Upphaflega átti þarna aö vera hreinræktaö verslunarhús, en fyrst var leyfi gefiö fyrir sjö íbúöum og siöan fóru þær upp í sautján. Eignahöllin selur fasteignir án til- skilinna leyfa og selur fasteignir sem nátengt fyrirtæki byggir. Full- yrt er að það sé gert án þess að kaupendum sé gerð grein fyrir hagsmunatengslunum. Dómsmálaráðuneytið hefur nú til rannsóknar kvörtun frá Fé- lagi fasteignasala um meinta ólögmæta starfsemi fasteigna- sölunnar Eignahallarinnar við Hverfisgötu, en félagið telur að Eignahöllin selji fasteignir án til- skilinna leyfa. Þá hafa vaknað spumingar um ólögmæt hags- munatengsl Eignahallarinnar og byggingarfélagsins Sólvalla. Eignahöllin selur íbúðir sem Sólvellir hafa byggt, en aðstand- endur þessara fyrirtækja eru sagðir að hluta til þeir sömu. Einkum er bent á að Hilmar Vic- torsson, framkvæmdastjóri og stjómarformaður Sólvalla, sé um leið starfsmaður og viðskipta- fræðingur Eignahallarinnar. Kaupendum mun ekki hafa verið gerð grein fyrir þessum hags- munatengslum. Félag fasteignasala hefur skrifað dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem bent er á meinta ólögmæta starfsemi Eignahallar- innar og er málið nú til rann- sóknar innan ráðuneytisins. Eig- endur em skráðir þeir Skúli Ol- afsson og Þórarinn Olqfsson, en Hilmar Victorsson viðskipta- fræðingur er tilgreindur í auglýs- ingum fasteignasölunn- ar. Þeir hafa samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðu- neytisins ekki tilskilin leyfi og hafa þarafleiðandi ekki lagt fram tilskildar tryggingar. Þeir em ekki í Félagi fasteignasala og Hilmar er samkvæmt firmaskrá borgarfógeta ekki skráður sem samlagsmaður Eignahallarinnar. KAUPENDUM EKKIGERÐ GREIN FYRIR HAGS- MUNATENGSLUNUM Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að leitað hafi verið til Félags fasteignasala vegna óeðlilegra hagsmunatengsla fasteignasöl- unnar við Sólvelli. Hilmar er með öðrum orðum viðskipta- fræðingur fasteignasölunnar og aðaleigandi, framkvæmdastjóri og stjómarformaður byggingar- félagsins, en með honurn í stjóm Sólvalla em Guðmundur Oli Guðmundsson lögfræðingur og Kristján Olafsson. Byggingar- fyrirtækið er skráð á heimilis- fang Hilmars. Sólvellir hafa byggt upp fjöl- býlishús við Árkvöm í Árbæjar- hverfi og hefur fasteignasalan selt íbúðimar. Fullyrt er að kaup- endum hafi ekki verið gerð grein fyrir þessum hagsmunatengsl- urn, þ.e. að byggingaraðilinn og fasteignasalinn væm að stómm hluta sami aðilinn, en hlutverk fasteignasala er einmitt að vera hlutlaus milliaðili er gæti hags- muna bæði kaupanda og selj- anda. SÓTTIUMINNGÖNGU í FÉLAGIÐ EN VAR HAFN- AÐ Hilmar mun hafa haft fast- eignasöluleyfi fyrr á ámm, en ekki hlotið leyfi eftir að ný lög tóku gildi 1987, sem kveða með- al annars á urn að leggja beri fram tryggingar. Hann sótti um inngöngu í Félag fasteignasala, en þar var honum hafnað á þeirri forsendu að hann hefði ekki leyfi, hefði stundað viðskipti sín með ólögmætum hætti og svo yrði félagið að taka hann inn í ábyrgðarsjóð félagsins, en til Jtess treystu menn sér ekki. Byggingarffamkvæmdir Sól- valla við Arkvöm hafa komið til kasta borgarstjómar. Fyrirtækið hefur reist þar byggingu sem átti samkvæmt samþykktu skipulagi að vera verslunar- og þjónustu- húsnæði. Sólvellir hafa fengið samþykktar í tvígang breytingar á þessu sem fela í sér fjölgun íbúða og um leið skerðingu á þjónustuhlutanum. Á sama tíma hefur fasteignasalan fengið fleiri íbúðir til að selja, en sem kunn- ugt er hefur verið offramboð á verslunar- og skrifstofurými hvers konar. ÍBÚÐUNUM FJÖLGAÐIÚR ENGRI í SAUTJÁN Borgarráð úthlutaði lóðinni upphaflega undir matvömversl- un í september 1986, en skömmu síðar var jafhframt leyft að byggja sjö íbúða fjölbýlishús á lóðinni. Þegar endanlegar sam- þykktir lágu fyrir af hálfu bygg- ingamefndar í apríl 1988 vargert ráð fyrir tæplega 2.000 fermetra verslunarhúsi. Með jxim breyt- ingum sem Sólvellir hafa komið í gegn er staðan sú að búið er að samþykkja sautján íbúðir, en verslunaihlutinn kominn niður í 250 fermetra. Endanlegar breytingar vom samþykktar af meirihluta Sjálf- stæðisflokks fyrir skömmu gegn andmælum fulltrúa minnihluta- flokkanna. Meðal annars lét Sig- rún Magnúsdóttir Framsóknar- flokki bóka að hún „tæki ekki þátt í svona rugli'* og sæti hjá. Einnig var vísað frá tillögu um að bera málið undir íbúasamtök Artúnsholts, sem áður höfðu lagt til að verslunarhús yrði á tveimur hæðum, en nú er það komið nið- ur í eina hæð. í samtali við PRESSUNA sagði Hilmar, aðspurður um hvort hann hefði fasteignasölu- leyfi samkvæmt gildandi lögum, að hann hefði haft starfsábyrgð- artryggingu undanfarin ár. Þá var Hilmari bent á augljós hags- munatengsl milli Eignahallar- innar og Sólvalla, þar sem bygg- ingaraðili og fasteignasali sætu sömu megin borðs og hann spurður hvort kaupendum hefði verið gerð grein fyrir þessum tengslum. „Það held ég, nær undantekningarlaust," sagði hann. Friörik Þór Guömundsson D E B E T „Mér hefur líkað ágætlega við Eykon. Hann er ær- legur maður sem vill vel. Hann er ákafur baráttumað- ur fyrir hugsjónum sínum og framúrskarandi ljúfur og almennilegur maður. Ég vildi eiga mitt undir Eyjólfi fremur en mörgum öðmm sem ég hef hitt á lífsleið- inni,“ segir Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokks og samþingmaður Eykons af Norðurlandi vestra. „Orðin „leti“ og „hræðsla" em ekki til í orðabók Eykons. Hann er alltaf að, hvergi smeykur og oft tíu ámm á undan samúmanum,“ segir Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups og vinur Ey- kons til margra ára. „Eykon er eldhugi og fer ekki troðnar slóðir. Hann er harður í fyrirgreiðslu fyrir vini sína og kjósendur,“ segir Vilhjálmur Egilsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks. ,JIann er mikill eldhugi, hugsjónamaður og föðurlandsvinur. Hann er mjög ósérhlífinn við vinnu og þegar hann er að beijast fyrir þeim verkefnum sem hann hefur áhuga á hverju sinni,“ segir Björn Jóhannsson, fréttastjóri Morg- unbiaðsins og góðkunningi Eykons. Eyjólfur Konráö Jónsson K R E D I T „Stundum ber skapið hann ofurliði og hann er ekki alltaf í sérstaklega miklu jafnvægi, einkum þegar hann er að berjast í einhverju sem liggur honum mjög á hjarta. Honum geta orðið á skyssur í fljótfæmi. Hann getur bitið í sig grillur og reitt hátt til höggs, en stundum verður minna úr högginu en hann ætlaði," segir Páll Pétursson. „Eykon er mikill hugsjóna- og tilfinningamaður og slíka menn skortir oft þolinmæði og þeir láta skilnings- leysi samtímans pirra sig. Hann er stundum eins og hann sé ekki með jarðsambandið í lagi,“ segir Jón Ásbergsson. „Þeir kostir sem prýða manninn og voru nefndir geta í vissum tilfellum snúist upp í galla," segir Vilhjálmur Egilsson. „Helsti löstur- inn er að hann á til að vera svolítið fljótfær," segir Björn Jóhannsson. Eykon er formaöur utanríkismálanefndar Alþingis.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.