Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLI 1992 37 ANDLIT í GULRI RÚTU „Við flytjum vandað popp, ég held að það sé einfaldast að lýsa því þannig,“ segir Tómas Tómasson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar 1000 andlita (þessi Tómas Tómasson er ekki Tómas Tóm- asson ópemsöngvari og þetta er heldur ekki Tómas Tómasson Stuðmaður, þetta er nefnilega Tómas Tómasson sem áður var í Rokkabillíbandi Reykjavík- ur). Það er nú svo. 1000 andlit er heljarinnar mikið band. Það tel- ur sjö meðlimi; Tomma, Sig- n'mu Evu Ármannsdóttnr, Birgi Jóhann Birgisson, Jóhann Hjörleifsson, Arnold Ludwig og bakraddasöngkonurnar Ceciliu Magnúsdóttur og Hrafnhildi Björnsdóttur. Svo em náttúrlega aðstoðarmenn. Þetta ffíða lið keyrir nú um landið á hreint ofboðslega gulri rútu sem einu sinni ferðaðist um með Stuðmenn. En þá var hún ekki gul heldur einhvem veginn allt öðruvísi. Nú urn helgina ætla þau að sigla til Vestmannaeyja og skemmta eyjaskeggjum á skemmtistað sem heitir Við félagamir. Bæði föstudags- og laugardagskvöld, og á laugardaginn verður með- al annars krýnd sumarstúlka Vestmannaeyja. Sveitin vakti fyrst athygli í Landslaginu í fyrra en þá fékk hún verðlaun fyrir athyglis- verðasta lagið; Vængbrotna ást. Þá skipuðu grúppuna Frið- rik Karlson, Birgir (Iagið er einmitt eftir þá tvo) og Sigrún Eva. I núverandi mynd hefur hún starfað frá áramótum svona hérumbil. Og allt vitlaust að gera segir Tommi. Milli helga í sumar verða þau í hljóðveri og fyrir jólin kemur út plata. „Við emm al- veg staðráðin í að gefa út plötu í haust. Þetta hefur gengið al- veg ótrúlega vel nú í sumar og okkur hefur verið mjög vel tek- ið,“ segir Tommi. MA&6I F^R Maggi er aö spa í að nota m Maggie-supapna sem sitt vöru merki í London. „Ég er orðinn leiður á þessu héma heima, það em líka miklu meiri peningar í þessu úti. Svo er þetta náttúrlega ævintýraþrá," segir plötusnúðurinn Magnús Guðmundsson, sem gestir skemmtistaðanna íslensku ættu að kannast við. Magnús er á leið til gleðiborg- arinnar Lundúna og ætlar að spila fyrir breska skemmtana- fflda. Það er þó ekki afráðið hvar hann verður nákvæmlega, en hann kveðst ætla að spila bara hér og þar á diskótekum. Allar líkur benda þó til þess að Magga megi fínna á hverju föstudags- kvöldi á Ministery of Sound í London. Ekki alveg hundrað prósent en æði sennilegt. Maggi er 22 ára og hóf feril sinn í Hollywood 1989. Síðan hefur hann spilað í Casa, á Berl- ín, í Tunglinu og á mörgum fleiri stöðum við góðan orðstír. Margir telja Magga besta diskótekara á íslandi nú um stundir. Sjálfur er hann hins veg- ar hógvær og vill lítið gefa fyrir slikar fullyrðingar. Segir annarra að dæma um ágæti sitt. Hann segir mikilvægt fyrir plötusnúða að skapa sér sérstöðu og telur að sér hafi tekist að skapa sinn eigin stfl. „Maður verður að vera svo- lítið skapandi í þessu,“ segir hann. Og við óskum Magga góðs gengis í London. 5VARTUR PIPAR „Þetta er tveggja mánaða gamalt band. Hljóðfæraskipunin hjá okkur er talsvert ólík því sem gerist hjá öðmm sveitum og það gefur okkur svolitla sérstöðu," segir Margrét Eir Hjartardóttir, söngkona hljómsveitarinnar Svartur pipar. Hljómsveitina skipa, auk Margrétar Eirar, Hennann Ol- afsson, Ari Einarsson, Hafsteinn Valgarðsson, Jón Borgar Lofts- son, Veigar Margeirsson og Ari Daníelsson. Þótt hljómsveitin sé ný af nálinni em meðlimir henn- ar ekki alveg ókunnugir bransan- um. Margrét Eir tók þátt í Söng- keppni framhaldsskólanna á sín- um tíma og hún söng líka lag í Evróvisjónforkeppninni síðast. Hermann söng með Lótus úr Hveragerði og gott ef hann tók ekki einhvemtíma þátt í Látúns- barkakeppninni. Restin af með- limunum skipaði áður hljóm- sveitina Glerbrot. Svartur pipar státar af tveimur söngvumm, trompetleikara og saxófónleikara en Margrét Eir segir það gefa ýmsa möguleika. Á föstudagskvöldið verður hljómsveitin með söngvara- keppni í Stapanum og verða veg- leg verðlaun veitt þeim sem þar þykir skara fram úr. Margrét Eir vakti einmitt fyrst athygli í svip- aðri keppni, en hún segir þær kjörinn vettvang til að koma sér á framfæri. „Þetta hjálpaði mér mikið," segir hún. ,JEg hef ekki stoppað síðan þótt ég hafi ekki verið í eiginlegri hljómsveit fyrr en nú.“ BIOIN LETHAL WEAPON 3 BÍÓHÖLLINNI Að sumu leyti er þessi mynd (sem verður frumsýnd von bráðar) eins og klippt saman úr afgöngum sem komust ekki með í hinar myndirnar tvær. Plottið er ennþá ruglingslegra en í þeim. En hún bætir það upp með því að vera ögn fyndnari. Mel Gibson blaðrar í sífellu og Joe Pesci er fáránlegur — en þannig týpur lætur honum víst best að leika. Manni leiðist varla. ★★ ALLT LÁTIÐ FLAKKA StraightTalk SÖGUBÍÓI Dolly Parton er alltaf svolítið dúlluleg og James Woods er góður leikari. En ekki bjargar það þessari vondu og væmnu gamanmynd. ★ sem rakin verður þróun húsavemdar á Islandi. • Grasagarðurinn í Laugardal verð- ur betri með ári hverju, alveg burtséð frá því hvort menn hafa áhuga á sjald- gæfum plöntum eða ekki. Annars em plöntur vísast gott áhugamál, en getur kannski reynt dálítið of mikið á bakið. Grasgarðurinn keppir reyndarseint við Lystigarðinn á Akureyri, sem er feg- ursti garður á íslandi, og varla er hann ennþá farinn að skáka Hellisgerði í Hafnarfirði. En eftir því sem trén hækka og skjólið batnar verður huggulegra að dvelja dagstund í garð- inum — maður talar nú ekki um ef þessi síðbúna sumarkoma reynist annað og meira en falsvon. SJÓNVARP • Að duga eða drepast. Ekkert mannlegt er Sigrúnu Stefánsdóttur óviðkomandi og hér leggur hún land undir fót og tékkar á því hvemig bænd- um reiðir af á tíma niðurskurðar og efnahagsþrenginga. Og ef marka má heitið á þættinum er annaðhvort að duga eða drepast. Það má til dæmis reyna að skrimta með því að sinna ferðamönnum (vonandi þó ekki bak- pokalýðnum) líkt og þeir hafa gert bændur í Húsey við ósa Lagarfljóts. Þar kvað reyndar vera ansi merkilegt dýralífið líka. Sjónvarpiö fös. kl. 20.35. • Guðni Pálsson spilaði ber að ofan á saxófón í hljómsveitinni Roof Tops sem á bítlatímanum ógnaði um hríð veldi Hljóma og Flowers. Stelpunum fannst hann mjög sætur. En Guðni var ekki á því að brenna út í poppinu og fór til Kaupmannahafnar að læra arkítekt- úr. Hann hefur haft mikið að gera síð- an hann kom heim frá námi, skipulagt byggð í Kvosinni og teiknað hús sem eru misfögur, en það er náttúrlega eins og gengur og gerist í arkítektúr. Valgerður Matthíasdóttir talar við Guðna í þessum þætti. Gaman að sjá hana aftur í sjónvarpi. Sjónvarpiö lau. kl. 20.40. • Litla hryllingsbúðin var með af- brigðum skemmtilegur og vinsæll söngleikur á fjölum Gamla bíós fyrir svona sjö árum. Og lögin úr söngleikn- um heyrast stundum spiluð í útvarpi. En það var líka gerð bíómynd sem reyndar varð ekkert tiltakanlega vin- sæl. Sjónvarpiö lau. kl. 21.30. • Brennur á vörum. Þýsk frumútgáfa þessarar myndar er frá árinu 1933, en VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Thelma and Louise 2 Switch 3 Addams Family 4 FX 2 5 Don’t tell Mom 6 Not without my Daughter 7 Fisher King 8 Catchfire 9 Grifters 10 Fticochet mun allsendis týnd og tröllum gefin. Nasistum féll sú mynd lítt í geð, enda er byggt á smásögu eftir Stefan Zweig, austurríska gyðinginn sem hraktist á flótta undan nasistum og svipti sig loks lífi. Sagan er til í íslenskri þýðingu og fjallar um dreng sem fyrtist við þegar ókunnur maður tekur að stíga í væng- inn við móður hans. Stórieikarar eni í aðalhlutverkum, þau Klaus Maria Brandauer og Faye Dunaway. Stöö 2 lau. kl. 22.10. LÍKA í BÍÓ • BÍÓBORGIN Einu sinni krimmi** Á bláþræði** Grand Canyon** • BIÓHÖLLIN í kröppum leik* Stórrán í Beverty Hills* Ósýnilegi maðurinn'* Njósnabrellur" Mambókóngamir* • HÁSKÓLABIÓ Veröld Waynes** Stjörnustríð VI** Á sekúndubroti* Lukku-Láki" Refskák" Steiktir grænir tómatar*** • LAUGARÁSBÍÓ Töfralæknirinn** •Víghöfði*"* Mitt eigið Idaho"** BÓKIN TONY HILLERMAN TALANDI GUÐ Sumarið er rétti tíminn fyrir reyfara (eða svo segja menn). Eiginlega er erfitt að útskýra af hverju, en sjálfsagt er það vegna þess að sólin bakar heilann sem þolir ekkert gáfulegt fyrir vikið. Þetta á þó tæpast við á íslandi. Islenski kiljuklúbburinn er hér að gefa útaðra bókina eftir Hillermann, sem er ferlega amerískur, sem er umdeilt hjá reyfa- raunnendum. Fær 7 af 10 i sínum flokki. • REGNBOGINN Ógnareöli** Lost- æti**** Freejack* Léttlynda Rósa*** Homo Faber**" • STJÖRNUBÍÓ Bugsy" Óður til hafsins'" Krókur** Strákamir í hverf- inu’* Böm náttúrunnar*** • SÖGUBÍÓ Höndin sem vöggunni ruggar*" Allt látið flakka* ... færséra Ólafur Skúlason, biskup en þó sérstaklega Ebba biskups- frú fyrir að hafa tekið launalaust til eftir veislur á heimili þeirra biskups- hjóna. VISSIR ÞÚ ... að 97 prósenta launa- hækkun Salóme Þorkelsdóttur gefur henni 187 þúsund krón- um meira í launaumslagið en hún fékk áður? Þetta er jafnhá upphæð og 1,7 prósenta hækkunin til 220 láglauna- kvenna sem eru með 50 þús- und krónur á mánuði. ... að laun þingheims alls hækka um 4.379.214 krónur á rnánuði? Á einu ári jafngildir þessi hækkun 52 milljónum, 550 þúsund krónum og 568 krónum. Hver fjögurra manna fjölskylda þarf því að borga 808 krónum meira í skatta til að þingheimur geti fengið launahækkunina. Það er jafnhá upphæð og 1,7 prósenta launahækkun gaf manni með 50 þúsund krónur á mánuði í einn mánuð. ... að þing hefur staðið í um sjö mánuði ár hvert? Þing- rnenn eru því í fríi 5 mánuði á ári. Þann tíma sem þing er ekki þiggja þeir eftir sem áður laun. Ef tekið er tillit til þessara fjögurra aukafrímánaða jafn- gilda laun þingmanna því að þeir séu með 360 þúsund krónur á mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.