Pressan


Pressan - 04.08.1994, Qupperneq 6

Pressan - 04.08.1994, Qupperneq 6
DAVÍÐ ODDSSON: Stöðugleiki og endurnýjað umboð. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR: Gæti fengið fyrsta sætið hjá Alþýðubandalagi í Reykjavík. JÓN BALDVIN: ESB verður stóra málið. Titringur vegna haustkosninga KOSNINGAR Allir flokkar eru farnir að undirbúa haustkosningar. Ef að líkum lætur verða ekki miklar breytingar á framboðslistum nema þar sem aldur þingmanna ræð- ur. Jóhanna Sigurðardóttir getur fengið fyrsta sætið hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Eitthvað stórvægilegt þarf að breytast næstu sólarhringa til að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra rjúfi ekki þing og boði til kosninga í haust. Hann hefúr ákveðið að kalla leiðtoga hinna stjórnmálaflokkanna á fund við sig til að ráðgast við þá um kosningar og verða þeir fúndir nú næstu daga. Helst er rætt um að hafa kosn- ingar fyrstu tvær helgarnar í októ- ber, laugardaginn fyrsta eða átt- unda. Fyrir vikið er ljóst að skammur tími er til stefnu. Ef þess- ar dagsetningar eiga að standast verður Davíð að beita þingrofs- heimild sinni á milli 15. og 20. ág- úst, en kjósa þarf til þings eigi síðar en 45 dögum eftir þingrof. Miðað við þetta þyrftu framboðslistar flokkanna að liggja fyrir í kringum 10. september. Það er því ljóst að þar sem prófkjör verða þarf að hafa hraðar hendur og því ekki að undra þó margir þingmenn séu heldur kátir þessa dagana enda erf- iðara að velta sitjandi mönnum þegar fyrirvarinn er svo skammur. Þetta gætu því orðið „kosningar flokkseigendanna" eins og einn viðmælandi blaðsins kallaði það. Ástæðan fyrir því að Davíð kýs að kalla aðra stjórnmálaleiðtoga á sinn fund er sú að hann vill ffeista þess að ná almennu samkomulagi milli flokkanna. Vitað er að stjórn- arandstaðan fagnar kosningum, en meiri óvissa hefur verið um af- stöðu Alþýðuflokksins. Þar setur hugsanlegt sérffamboð Jóhönnu Sigurðardóttur strik í reikninginn svo og óljós staða Evrópumálanna sem munu verða eitt helsta kosn- ingamálið. Margir hafa orðið til að benda á að staða Alþýðuflokksins þar gæti orðið önnur og betri ef búið væri að afgreiða aðild í þjóð- aratkvæðagreiðslum á hinum Norðurlöndunum. Þær atkvæða- greiðslur verða ekki fyrr en eftir hugsanlegar haustkosningar. Reikna má með að Alþýðuflokk- urinn verði tregur í taumi til kosn- inga og leggi þá línu, að rétt sé að stjórnin „ljúki verkinu“ og sitji út kjörtímabilið. Ákvörðun um haustkosningar getur því að miklu leyti ráðist af afstöðu Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Honum gæti þó reynst erfitt að standa á móti þverpólitísku samkomulagi um að kosningar séu tímabærar, en hitt er jafnvíst að Davíði yrði óljúft að rjúfa þing gegn harðri andstöðu Alþýðuflokksins. Jóhanna til liðs við Alþýðu- bandalag? Enn er ekkert vitað fyrir víst um framboðsmál Jóhönnu Sigurðar- dóttur, en þó þykir víst að hún býður ekki ffam á landsvísu. Enn eru inni í myndinni framboð í Reykjavík og á Reykjanesi, en hið síðara er þó talið ólíklegra eftir því sem á líður. Þó á Jóhanna enn annarra kosta völ. Sá fyrsti og ólíklegasti er að fara fram fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. Hvort tveggja kemur til, að hún mun aldrei taka sæti á sama lista og Jón Baldvin og að prófkjör verður ekki viðhaft. Annar er samstarf við Alþýðu- bandalagið, sem hefur eitt flokka tekið undir áskoranir hennar um „samfylkingu jafnaðarmanna". Þar yrði aldrei um að ræða neins konar Reykjavíkurlista, þar sem bæði Kvennalisti og Framsólcnarflokkur neita slíkri samfylkingu í þing- kosningum nú. Eftir stendur að Alþýðubandalagið hefur áhuga á samstarfi og eru forystumenn jafh- vel tilbúnir að eftirláta henni efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Þar sitja fyrir Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir. Einn möguleiki enn er AA- framboð í Reykjavík, þar sem at- kvæði myndu nýtast Alþýðu- flokknum við úthlutun uppbótar- sæta. Flestir floklcsmenn vildu gjarna að þessi leið yrði farin, en málflutningur Jóhönnu upp á síð- kastið þykir ekki benda til þess að hún hyggi á ffekara samstarf við Alþýðuflokkinn. Yfirreið Jóhönnu um landið virðist ekld hafa tekið á sig skýrari mynd að því leyti, að enn er óvist eftir hverju hún er að sækjast. Tal um samfylkingu mun augljóslega ná skammt og sú viðleitni hennar að halda öllum dyrum opnum hef- ur komið niður á marlcvissu ffam- boðsstarfi í hennar nafni. Breytingar hjá Sjálfstæðis- flokki Lítum á ffamboðsmál Sjálfstæð- ismanna. Ljóst er að noklcrar breytingar verða þótt ekki væri nema fyrir aldurs sakir. Leiðtogi þeirra á Vestfjörðum, Matthías Bjamason, hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig ffam affur. Almennt er gert ráð fyrir því að Einar Kristinn Guðfinnsson þokist upp í 1. sætið en ekki er víst að það verði þrautalaust. Heimildir blaðsins meðal sjálfstæðismanna á Vestfjörðum segja að Einar Oddur Kristjánsson hafi fyllsta hug á sæt- inu. Hann á nokkurn stuðning vís- an sem gamalreyndur refúr í kjör- dæminu, en meðal sjálfstæðis- manna á ísafirði er meiri áhugi á Einari Kristni. Ef Einar Oddur heldur áhuga sínum til streitu gæti því komið til uppgjörs þeirra á milli. Ekki er gert ráð fyrir að sjálf- stæðismenn verði með prófkjör í öllum kjördæmum en þó líklega í Reykjavík og á Reykjanesi. Greini- legt er að mörgum finnst of skammt urn iiðið frá sveitarstjórn- arkosningum til að hefja prófkjör; flolckskerfið þreytt og erfitt verði að kreista út fjármagn til að standa undir nýju prófkjöri aðeins sex mánuðum ffá því síðasta. í Reykjavík munu þeir Davíð, Friðrik Sophusson og Bjöm Bjamason halda þremur efstu sæt- ununt. Þingflokksformaðurinn Geir H. Haarde ætti einnig að fá örugga kosningu. Þrír fyrrverandi borgarstjómarfulltrúar hafa lýst yf- ir framboði sínu. Þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Markús Öm Antonsson eru taldir hafa spilað þannig úr spilunum að þeir fái nokkurt brautargengi. Strax í próf- kjöri Sjálfstæðismanna fyrir borg- arstjórnarkosningar í vor var ljóst að Vilhjálmur var kominn með þingmann í magann og hann fór því friðsamlega í gegnum prófkjör- ið. Var því reyndar haldið fram að hann hafi samið um það við suma ffambjóðendur að hann ætti stuðning þeirra vísan þegar hann flytti sig í landsmálin. Það er augljóst af viðræðum við sjálfstæðismenn að þeir vilja í hjarta sínu trúa því að Markús Örn hafi sýnt mikinn og óeigingjarnan drengskap með því að víkja sæti fyrir Áma Sigfússyni fyrir kosn- ingarnar í vor. Á meðan aðrir brosa í kampinn líta sjálfstæðis- menn svo á að Markús eigi inni greiða. Það er síðan önnur spurn- ing hve þungt það vegur þegar byijað verður að leita að sigurveg- urum næstu kosninga. Katrín Fjeldsted skildi ekki sátt við borgarstjómarkosningarnar og ljóst að hún fer aðra leið en félagar hennar. Katrín hefúr þó löngum átt nokkurt persónulegt fylgi og hugsanlegt að hún geti höggvið í kvenþingmenn sjálfstæðismanna, þær Lám Margréti Ragnarsdóttur og Sólveigu Pétursdóttur. Og þá er það Eykon. í samtali við blaðið sagðist Eyjólfur Konráð Jónsson ekki taka ákvörðun um áframhaldandi þingmennsku með löngum fyrirvara: „Ég tek svona ákvörðun með skyndingu," — sagði hann og vildi ekki útskýra það ffekar. Af samtölum við menn má ráða að margir telja að Eykon eigi að draga sig í hlé en skýrari skilaboð um það má finna gagn- vart Inga Bimi Albertssyni. Þessi fyrmm afkomandi Borgarafloklcs- ins hefur alltaf rekist illa í Sjálf- stæðisflokknum, reyndar eins og faðir hans. í samtali við blaðið sagðist Ingi Björn telja mjög eðli- legt að halda prófkjör enda ljóst að hann fengi ekki mikla náð fyrir augum uppstillingarnefndar. Ingi Björn sagðist ekki gera ráð fyrir öðm en að vera í framboði. Á Reykjanesi er gert ráð fyrir áffamhaldandi ffamboði sitjandi þingmapna eins og Ólafs G. Ein- arssonar menntamálaráðherra, Árna R. Ámasonar og Áma Mat- hiesen. Meira spurningarmerki er hins vegar sett við ffamboð Sal- ome Þorkelsdóttur forseta Alþing- is sem yrði 71 árs þegar næsta kjör- tímabili lýkur. Almennt er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson odd- viti sjálfstæðismanna í Kópavogi bætist nú einnig í hópinn. En á Suðurlandi er nokkurra tíðinda að vænta. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra verður að sjálfsögðu í 1. sæti listans og einnig er talið að Ami Johnsen sé búinn að festa sér 2. sætið. Það er hins vegar mum óljósara hvað 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.