Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 19

Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 19
Utbrunninn nautnaseggur Birgir Andrésson um myndina af sjálfum sér: „Þetta er skuggalegur og montrassalegur gæi. Gæti verið leikari sem fékk djobb í Hárinu og hann er örugglega að hugsa um allar þær blackout-stundir sem hann hefur átt á börunum, allt minnisleys- ið, og það fer greinilega alveg ferlega í taugarnar á honum. Gæti verið kominn tími á það að hætta að drekka og reykja og reyna að ná sér aftur uppúr svallinu. Svipurinn er ekki beint gáfulegur og þetta gæti hugsanlega verið inná skuggalegum bar. Þetta er svona fyrirbæri sem útlendingarnir koma til þess að skoða; íslendingur með írsku yfirbragði. Það er nú samt bjart framundan hjá honum en það sést á veikum glampa í augum hans og ég myndi segja að þarna væri Ijós í kol- svarta myrkri. Rúnum ristur af örbirgð daganna, svona útbrunninn lífsins nautnaseggur. Ég hef örlítið sympatí með þessum manni því það er nokkuð Ijóst að hann er vel útbrunninn enda sérðu þreytuna á aumingja manninum. Þetta er svona Ijúfur aumingi. Ef þetta er þreyttur innantómur íslenskur leikari þá er ekki skrítið þó að hann hafi ekki fengið atvinnu því maðurinn er með kryppu. Sex vindstig í Eyjum Þrátt fyrir 6 vindstig og enda- lausa rigningu fór Þjóðhátíð- in í Eyjum fram með pompi og prakt. SSSól og Vinir vors og blóma skemmtu við mikinn fögnuð viðstaddra og stóð sú gleði til klukkan átta einn morguninn. PresSan sló á þráðinn til Helga Björns. og bað hann að segja okkur aðeins frá gleðinni sem ríkti og ríkir oftast í Eyjum. Hvemig var að standa í 6 vindstig- um og úrhelli að skemmta fólki? „Þetta var óvenjuleg og skemmtileg reynsla fyrir mig og stemmningin var ótrúlega góð. Mér finnst nú bara merkilegt að þrátt fyrir alla þá rign- ingu sem hrundi úr himnunum þá hafði það engin áhrif á góða. stemn- ingu og jákvæðni hjá fólki. Gestimir létu engan bilbug á sér finna og héldu bara áfram að skemmta sér.“ Var fyrirfram ákveðið að spila til átta um morguninn? „Nei, kannski ekki beint en við mátum það þannig að fólkið væri bú- ið að standa sig svo vel að við vildum ekki láta okkar eftir liggja. Mannskap- urinn var ekki tilbúinn til þess að hætta og þvi ákváðum við að gefast ekki upp.“ Hárkolla eða ekki? Fólk enn í fullu fjöri og hádegis- matur á næstu grösum. Helgi holdvotur hvort sem það var eftir performansið eða rigninguna. Óskar vinur hans veitti honum húsa skjól í Eyjum en hér blæs hann í partí! Lúðvik Jónasson var í stuði ef eitt- hvað var í. Unun og enn meiri unun hjá þessari ungu dömu ighingu og Fólk var mismunandi frjálst og hér er einn sá allra frjálsasti á 4 svæðinu. .... JSSpKJ fL W*'"' ! • 1 ^ iftw FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994 PRESSAN 19

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.