Nýja dagblaðið - 13.09.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 13.09.1934, Blaðsíða 2
2 N f J A DASBLABIS Mýir kaupendixr að Nýja dagbladinu fá það ókeypis til 1. okt. og DVÖL, sem enn fæst frá upphafi, fá þeir með sérstökum kostakjörum. 'mimzwÁ Akureyri Hvítt band einfalt kr. 2,90 pr. V, kg. tvinnað — 3,75 n 77 77 Blágrátt band þrinnað — 3,90 n 77 77 — — tvinnað — 3,75 n 77 77 Rauðk. — — — 3,75 n 77 77 Grátt — þrinnað — 3,55 n 77 77 Mórautt — — — 3.55 n 77 77 Sauðsv. — — — 3,55 77 77 77 Svart, litað band — — 4,65 77 77 77 Nærfatalopar . . — 1,65 77 77 77 Sokkalopar . . — 1,50 77 77 77 Sjóvettlingalopar .... — 1,25 * 77 77 77 Verzlið við Gefjuni, með því gerið þér beztu og hagkvæmustu inn- kaupin um leið og þór styrkið innl. iðnað. . Tökum ull í skiptum fyrir vörur. Vörur sendar gegn póstkröfu um land allt, beint frá verksmiðjunni eða útsölunni í Reykjavík. Q kl F J U N, L&ng&veg 10, simi 2838 Klæðaverksmiðian GEFJDN f framleiðir beztu innlendu fataefni, sem völ er á. Á saumastofu Grefjunar í Reykjavík er saamaður allskonar karlmannafatnaður og frakkar eftir nýjustu tízku. Drengjaföt og telpukápur oru afgr. með mjög stuttum fyrirvara. Ávallt iyrirl. allar stærðir af drengjafötum og pokabuxum. Qetjvmar b&nd og lopar er unnið úr valinni fyrsta flokks norð- lenzkri vorull. Allar tegundir fyrirliggjandi. Verðið hvergi lægra. $ %%%%%%%%%%%%%%%%w. Verður þokan sigruð ? Vísindamaðurinn Marconi hefir fundið upp tæki, sem gera skipum fært að sigla í blindþoku eða náttmyrkri um þröngar og hættulegar leiðir. Og amerískur iðnfræðingur telur sig hafa smíðað vél, er dreifir þykkustu þokumökkum, t. d. yfir lend- ingarstöðvum flugvéla. Fáir fjendur eru sjófarend- ! um hættulegri en þokan. Hún umlykur hann myrku, hrá- slagafangi, byrgir honum sýn og birtu, vefur úlfgráum héðni óvissunnar að höfði honum og teygir hann stundum út á ref- ilstigu feigðarinnar. Og vegfarandanum á fjöll- um uppi er hún ekki síður hvimleið og tafsöm. Sjómönnum við strendur Is- lands er þokan næsta kunn og að illu einu. Og ótalin eru skip- in,sem rennt hafa upp á sanda og sker- víðsvegar umhverfis ! landið og aldrei farið lengra — af hennar völdum. öllum óvelkomin — nema flýjandi skipum úr orustu — „læðist þokuvofan yfir hafið“. Þá stendur flugmanninum ekki minni uggur og ótti af þokunni. Leiðir loftsins eru ekki síður torrataðar í húmi hennar en óravíddir hafsins. Hún breiðir dökka vængi um götur og stíga. Alstaðar fálma menn sig fram, að segja má, til lands og sjávar og í lofti. Leiðarljósum vitanna drekkir hún jafnvel að fullu í hyldýpi sínu. Baráttan við þokuna er jafngömul ferðalögum m’ann- anna. En á síðustu tímum er snilli mannvitsins búin að koma auga á tím!a og tæki, þegar þessi óvinur allrar far- mennsku verður sigruð. Á þeim svæðum í sjó og í lofti, sem þoka er algeng, hafa helztu vamaðartækin að þessu verið hljóðmerki, áttaviti og radíó-miðun. Hljóðmerkin og áttavitann kannast allir við. Þau eru að vísu — í þessu efni — til ómetanlegs gagns, en hvergi nærri örugg. Radíómiðunin er tiltölulega nýleg- uppfynding. Flugmaður, sem er á leið t. d. frá Kaupmannahöfn til Berlín- ar, í blindþoku, fer í fyrsta lagi eftir áttavitanum, en stendur auk þess í stöðugu radíó-sambandi við flughöfn- ina, sem hann flaug frá. Þrátt fyrir þetta getur ,hann vel villzt af réttri stefnu, með- an hann t. d. er á leið upp í gegnum skýjalög. Þá biður hann um „krossmiðun“. Radíó- gæzlumaðurinn í flughöfninni, sem heyrt hefir kall flug- mannsins, stillir nú tæki sín þannig, að sjá má stefnuna milli þeirra og senditækis flug- vélarinnar. Því næst tilkynnir hann stefnuna til flugmanns- ins. Á landabréfinu fyrir fram- an sig getur hann dregið línu, er sýnir stefnuna til flughafn- arinnar. En gallinn er enn sá, að honum er ókunnugt um, hvar vélin er stödd á þessari línu. Til þess þarf aðstoð ann- arar sendistöðvar. Stöðin, sem gerði fyrstu miðunina, kallar því upp aðra stöð, t. d. Berlín, og biður hana að „miða“ flug- manninn- Þegar hann hefir fengið frétt af þeirri miðun, getur hann dregið aðra línu á kortið sitt, frá Berlín, og þar að sem hún sker miðunarlínu Kaupmannahafnar, þar er flug- vélin stödd, og nákvæmlega þar. Þar með veit flugmaður- inn upp á hár yfir hvaða stað hann er staddur og breytir stefnu eftir því á ákvörðunar- staðinn. Nákvæmlega á sama hátt getur skip áttað sig, er liggur úti á hafi í sótþoku. En oft vill til, að skipstjórinn hættir sér samt ekki inn til hafna, um þröng sund og skerjótt, þar sem ljósdufl og leiðsögu- merki liggja falin í sorta þok- unnar. Uppfynding Marconi’s. Hinn óþreytandi, yfirburða snjalli vísindamaður, Marconi, hefir nýlega gert mikilvæga uppfyndingu á þessu sviði — í viðbót við sínar fyrri uppgötv- anir. Hann hefir látið skip- stjóra stýra skipi sínu í höfn, án þess að sjá út úr stýrishús- inu. Hann sat þar inni, bak við lokaða glugga og leiddi þó skipið örugglega í lægi. Fyrir framan sig hafði hann einungis áttavita. Skífan skipt- ist í tvo jafna hluta, rauðan og grænan. Skipstjórinn að- gætti einungis hreyfingar nál- arinnar og sagði jafnótt fyrir um snúning stýrishjólsins, eft- ir því sem nálin benti inn yfir 1 auða eða græna helming skíf- unnar — alveg á sama 'hátt og hann hefði staðið úti á stjóm- pallinum og gefið nákvæmar gætur að leiðarmerkjum! öllum inn þröngt sund hafnarinnar. Leyndarmálið við þessa ein- kennilegu sigiingu var það, að vegna uppfyndingar Marconi’s vissi skipstjórinn hvar leiðar- merkin vom, án þess að líta á annað en áttavitann. Það sýndi segulnálin. Grunndufl hafnarinnar voru með útbúnaði Marconi’s. Þau sendu ekki út ljósgeisla eins og venjan er, heldur ósýnilega rafgeisla. Segulnálin verður þeirra vör. Hún sýnir nálægð leiðarmerkjanna, jafnt í björtu sem dimmu, þoku eða stormi. En til enn frekara öryggis, hefir Marconi sett í samband við hið rafhlaðna duflkerfi eins konar útvarpsmiðun, þar sem skipherra sér á tækjum sínum, hvert sinn er stefni skipsins víkur af réttri línu siglinga- leiðarinnar. óteljandi eru þau mannslíf, sem1 Marsoni hefir bjargað með þessum og öðrum upp- fyndingum sínum. Þokan yfirunnin. En víðar hefir verið barizt við vald þokunnar en á Italíu — og með glæsilegum árangrí. Ungur maður í Vesturheimi, Henry G. Houghton, aðstoðar- maður við iðnfræðiskólann í Massachusetts, hefir gefið sig við rannsóknum á þokunni, eðli hennar og gerð. — Hann er kominn»að þeirri nið- urstöðu, að vatnsdroparnir, sem þokan er gerð úr, hljóti að hafa einhvern burðarflöt, ann- an en loftið eitt. I algert hreinu lofti mýndast ekki þoka. Hinir örsmáu dropar eru bornir uppi af einhverju. Það geta verið lítil rykkorn, og það geta einnig verið undurfín salt- korn og það er oftast yfir sjónum, þar sem afarsmáar saltagnir kastast upp í loftið við öldubrotið. Mr. Houghton ályktaði, að væri hægt að losa þokuna frá hinum áminnstu kornum, mundi hún hverfa. Og þokan hvarf eftir skipun- um Houghton’s. Nýverið gerði hann tilraun um þetta í viðurvist margra háttsettra embættis. og fræði- manna. Sú tilraun fór fram á flugvellinum Round Hill. 'Kaf- þykk þoka grúfði yfir staðn- um, svo að jafnvel flugskýlin sáust ekki af vellinum. Vél Houghton’s var komið fyrir. Hún er einskonar kast- vél, er þeytir þar til gerðum vökva — sem uppfyndinga- maðurinn einn veit, hvernig er samsettur — út í loftið af miklu afli. Vélinni var hleypt í gang. Og þokan hjaðnaði og hvarf eins og fyrir töfrum. Alstaðar þar, sem úði vélar- innar náði til, þéttist þokan og vatnið féll til jarðar. Eftir fá- einar mínútur hafði myndast breið geil í þokuhafið og um- hverfi vallarins kom í ljósmál. Að lokum lá flugvöllurinn, sem nýverið var birgður í sót- myrkri þokunnar, ljós og bjart- ur og auðveldur til lendingar. Þessi volduga og dimma „dóttir lofts og vatns“ hafði hlýtt boðum mannsins og horf- ið. „Það tekst ekki, þoka, að þú gerir oss geig, þótt grúfirðu á ströndum og vogum; þú situr nú voldug, en samt ertu feig, því sól fer að austan með logum“. Þannig kvað Þorst. Erlings- son um þokuna, er hann var að koma af hafi og hún birgði honum útsýn til ættjarðar- innar. Bak við bókstaflega mérk- ingu snjallrar lýsingar, liggur annar víðtækari og andlegri skilningur á mannlegri baráttu: bjartsýn og spakviturleg spá um úrslitaglímu andstæðra afla. Það er geislamagn sólar, sem sundrar hafþokunni. En í víðtækari merkingu er það og geislastafur vitsmunanna, sann- Framh. á 4. síðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.