Nýja dagblaðið - 13.09.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 13.09.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DACBLABIB t NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guömundsaon, Tjamargötu 39. Sími 4845. Ritstjómarskrifstefumar I.augav. 10. Símar 4373 og 8353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 18. Sími 2323. Áskriftargj. kr; 1,50 á mánuði. f lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Ibaldið er hratt Það hefir slegið ótta á í- haldsliðið í höfuðstaðnum. Það er hrætt við margt. Það er hrætt við nýju ríkisstjóm- ina. Það óttast þrekmikla unga menn á valdastólum. Stórhuga framfarir og sila- legt ihald er ósamrýmanlegt. Hagsmunir almennings og vel- gengni einstakra braskara, sem lifa á striti hans, eru andstæð- ur. Réttarfar, þar sem lögin ganga jafnt yfir alla, er í hrópandi mótsögn við íhalds- réttarfar. I fáum orðum: Lífs- skoðun Framsóknarmanna og stefna íhaldsins eru eins og tvö andstæð skaut, sem aldrei geta nálgast. En það sem íhaldið óttast mest, það sem það horfir upp á m'eð hrollkenndri skelfingu, eru verk ríkisstjómarinnar- Fjöregg þjóðarinnar, at- vinnuvegir hennar, voru á 'neljarþremi. Gamla íhalds- stjórnin gerði ekkert þeim til verulegrar viðréttingar. Nýja ríkisstjómin gerir margt. — Þjóðin fagnar því. íhaldið hræðist það. Hvað þýðir það, ef hægt er með viturlegum aðgerðum að hækka verð á einni aðalfram- leiðsluvöru bænda, kjötinu, án þess að neytendum sé ósann- gjarnlega íþyngt? Það þýðir vitanlega fyrst og fremst bættan hag bændastéttarinnar. Hvað þýðir lækkað mjólkur- verð til neytenda en hækkað til framleiðenda ? Betri af- komu. Hvað þýðir bætt fyrirkomu- lag á lánastarfsemi landbúnað- arins? Hagfelldari lífsafkomu. Og hvað þýða endurbætur á meinsemdum í atvinnuháttum og fjárhag þjóðarinnar? Svör- in eru augljós. Það þýðir, allt þetta og margt fleira, sem ráðandi flokkar hafa tekið til athugunar og framkvæmt, ein- hvem létti á þeim margvíslega erfiðu lífskjörum, sem1 þjóðin hefir búið við síðustu ár, von- andi mikinn létti. En af þessu leiðir það aftur, að langméstur hluti fólksins, sem framkvæmdanna nýtur til bærilegra lífskjara, hlýtur að hverfa til öruggs fylgis við Framsóknarflokkinn, sem fyrst og fremst hefir að endurbót- unum staðið. Þetta finnur íhaldið, og þetta skelfist það öllu öðru fremur. Því er illa við umbæturnar sjálfar, vegna þess, að hags- munir fjöldans rekast á hags- muni þeirra. Og að hafa vísa Umbætur á Sundlaugunum Nýjar leidslur úr Þvottalaaffin- um og vatnsaeöum bœjarius — Heitt ateypibað og iótlaugar, of miðstöövarofnar i nokkrnm klet- um. Á síðastliðnum vetri var liafin barátta fyrir því, hér í blaðinu, að gert yrðí við sund- laugamar, sem þá voru í svo miklu ófremdarástandi, að það var algerlega óviðunandi, og bænum til stórrar minnkunar; að síðustu voru kröfurnar um endurbætur á laugunum orðn- ar svo almennar, að á móti þeim varð ekki staðið lengur. I sumar hefir svo verið unnið að allra nauðsynlegustu umbótum á sundlaugunum, og er þessu verki nú um það bil að verða lokið. Aðalverkið hefir verið í því fólgið, að leggja nýja hitavatnsleiðslu í laugarnar, en eins og öllum er í fersku minni, voru laugamar vatnslausar mikinn hluta úr síðasta vetri, meðal annars af því, að gamla leiðslan var orð- in svo léleg, að hún skilaði ekki nema litlum hluta af þvi vatni í laugarriar, sem í hana var veitt úr uppsprettunni, en jafnframt blandaðist lauga- vatnið jarðvatni (leirskólpi), j svo að laugunum varð ekki i iialdið hreinum af þeim ástæð- ! um. Úr þessu hefir nú verið j bætt með hinni nýju leiðslu, j sem tekin er úr aðalhita- leiðslunni sem liggur til bæj- arins. Kalda vatnið var tekið úr vatnsleiðslunni á Lauga- nesvegi, en með aukinni byggð við Lauganesveg var kalda- vatnsskorturinn í sundlaugun- um orðinn svo tilfinnanlegur, að jafnvel var þar vatnslaust timunum saman. Úr þessu hefir verið bætt, með því að leggja nýja leiðslu úr aðal- vatnsæð bæjarins við Súður- landsveg í sundlaugarnar. Er svo heita og kalda vatninu blandað saman í tréstokk við laugavegginn. Er nú hægt að tempra hita vatnsins í laugun- um svo að það sé hæfilega heitt, en áður voru laugamar venjulega alt of heitar, á með- an þær voru að fyllast, vegna þess að skortur var á köldu vatni. ’ Þá hefir verið komið fyrir heitu steypibaði og fótlaugum við laugarnar, svo að nú geta menn þvegið sér áður en þeir fara að synda. Verður að vænta þess, að menn geri sér það að skyldu, og hjálpi þar- með til þess að halda vatninu í sundlaugunum alltaf hreinu, svo að ölium geti verið sem ánægjulegast að lauga sig. Einnig hafa verið settir miðstöðvarofnar í klefa sund- kennara, og þrjá aðra klefa, svo að þar er nú vel heitt, þó kalt sé í veðri, og hefir þann- io verið bætt úr brýnustu þörf í þessu efni. Ennfremur verð- ur endurbættur inngangur í sólbaðsskýli kvenna, er það til bóta, og ætti að ganga eins eða svipað frá inngangi í sól- baðsskýli karla. Ýmislegt fleira liefir verið lagað og má nú kalla að sundlaugamar séu vel viðunanlegar. Mun óhætt að segja, að allir þeir sem simdlaugarnar riota, séu þakk- látir fyrir umbætumar, og uni vel við nú um sinn, einkum með tilliti til þess að ekki muni langt um líða þar til sundhöllin verður fullgerð, og er þessum málum þá vel kom- ið. En auðvitað verður þá að taka fyrir næsta mál og er það að bæta úr brýnustu þörf um sjóbaðstað 1 Skerjafirði (Nauthólsvík), og þó einkum ]?að, að koma uþp íþróttavöll- um, því það er mál sem ekki þolir langa bið. Magnús Stefánsson. von um að hríðtapa fylgi, er tilhugsunarefni, sem íhaldið . hryllir við. Fyrir því reynir það að sýna I ýmiskonar yfirskyns um- hyggju um málefni hins starf- , andi fólks í landinu. ' Flokkurinn, sem eggjaði ; Reykvíkinga á að hætta að ; kaupa landbúnaðarafurðir, af jj óvild við sveitimar, þykist nú harma það, að bændur geti ekki selt kjöt búfjárins, sök- um hærra verðs en sanngjarnt sé á þeirri vöru. En það þarf meiri klókindi til þess að hylja þau óheilindi en Mbl. á ráð á. I fyrradag kemst það m. a. svo að orði, að það hafi orðið sú raun á, „að kjötverðlagsnefnd ákvað heildgöluverð kjötsins svo hátt, að það lokaði fyrir þá sölu, sem und- anfarin ár hefir gefið bændum liæsta verðið". Hér er verið að átelja kjöt- verðið nú, hvað það sé hátt, en samtímis er blandað inn i látalætisumhyggju fyrir bænd- um. Og úr þessu verður svo sá þvættingur, sem enginn skilur. Ihaldið óttast umbætumar. Það er hrætt við skynsemi al- mennings. Það skelfist við vissu þverrandi fylgis. En það umflýr ekki fyrir- sjáanlegt skapadægur. Takið efhpl Isl. gulrófur 10 au. Vt kg. Isl. kartöflur 15 — Vi — Haframjöl 20 — V2 — Hveiti, 1. fl. 18 — V2 — Alltaf ódýrast og bezt í Verzl. Brekka, Bergstaðastr. 38. Sími 2148. Alúðar þökk fyrir auðsýnda hjálpsemi og hluttekningu í veikindum og við fráfall Jóns Jóhannessonar bónda frá Múnkaþverá. Margrét Júllusdóttir. Sigurbjörg Davíðsdóttir. Nýkomnar grammófónplötur: Bruns wick-nýjungar: Carioca — Orchids in the moonligt — The Boulevard of broken dreams — Cocktails for two — Live and love to night — Little man you had a busy day — The lone- some road (Bosswell sisters) — Tiger-Ray (Duke Elling- ton) — Riding around in the rain (Bing Crosby). Hís Masters Voice: Flying down to Riv — A thousand goodnight (Raie de Costa) — Dark Moon-Rumba (Ricos Creole Band) — „Four agesu, Suite (Raie de Costa, með hljómsveit). Polyphon: Kun tre smaa Ord — Nattens Melodi — An der Donau wenn der Wein bliiht — Wenn der Lamer spielt. Hljóðfarahúsið, Bankastræti 7 — Simi 3656 Atlftbuð, Laugaveii 38 — Simi 3015 Æskulýðsfundur verður haldinn í Bröttugötu föstud. 14. þ. m. kl. 8,30 e.m. Umræðuefni: Nýja stjórnin og æskulýðurinn. Samfylkingartilboð F.U.K. til F.U.J. Foringjum F.U.J, aérstaklega boðið á fundinn. Ungur jafnaðarmaður talar á fundinum. Verklýðsæska! Fjölmenntu. Félag ungra kommúnista. Vantar yður vetrarföt F Beztu ísienzku fataefnin Aðeins fyrsta fl. vinna GEFJUN, Lgv. 10, sími 2S38 Tll Borg'arffarðar tor bíll n. k. langardag kl. 1. Sími 1515 — Lækjargötu 4 HEKLA Sími 1515 Acnað kvöld 14. sept. kl. 7,30 i G-amla Bio: Arnold Földesy heimsfrægur celloleikari Emil Thoroddsen aðstoðar Aðgöngumiðar kr. 3,00 stúka, 2,50, og 2,00 hjá Katrínu Viðar og Bókaverzlun Eymundsens.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.