Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Innkaup í framhaldi af því, sem ég skrifaði í Nýja dagblaðið, haust- ið 1936, vil ég nú gera nánari grein fyrir því, sem sagt er í niðurlagi greinarinnar. Það hefir sem sé borið mjög mikið á því, undanfarin ár, að menn hafa fengið vélar í báta til fiskiveiða og í farþegaskip, sem ekki hafa reynzt heppileg- ar. Þetta er að nokkru leyti eðli- legt, því að lánsstofnanir lands- ins eru ófáanlegar til að lána fé til kaupa á dýrari og vönd- uðum vélum. Sá, sem ætlar að kaupa vél, verður þess vegna að snúa sér til einhvers kaupmanns og biðja hann að velja ódýra vél með afborgun á mörgum árum. Þessa lántöku verður kaupand- inn að endurgreiða, auk hárra vaxta, til útlanda. Þar við bætist mikill viðhalds- kostnaður, venjulega 1000— 4000 kr. á ári, kaupandinn lendir svo í greiðsluþroti og skuldin fellur á bankana. Með þessu skapast erfiðleikar fyrir bankana, að annast út- lendu kröfuna. Þetta, ásamt vitanlega mörgu fleiru, verður til þess að ríkissjóður þarf að fá útlent lán handa bönkunum svo að þeir geti staðið í skilum með skuldbindingar sínar við útlönd. í stað þessa ættu bankarnir að fá ódýrt lán erlendis, og lána aftur til útgerðarmanna og samvinnuútgerðarfélaga, svo að þessir aðilar geti valið vandaðar vélar, með aðstoð innlendra sétfræðinga. Það er hroðalegt að sjá 4—5 ára gamlar vélar, sem keyptar hafa verið með margra ára af- borgun, næstum ónothæfar, nema með gífurlegum viðhalds- kostnaði, enda er það svo, að þetta er að sliga útveginn hér á landi. Þó tekur út yfir, þegar for- ráðamönnum útvegsins er bent á heppilegri vélagerðir og véla- Bloð og tímarít Blik, blað Málfundafélags gagnfræðaskólans í Vestmanna- eyjum, er nýkomið út. Ritið fjall- ar að mestu um bindindismál. Er þar skírskotað til almennrar skynsemdar um skaðsemi á- fengra drykkja og tóbaks. Einn- ig ræðir Þorsteinn Þ. Víglunds- son húsbyggingarmál gagn- fræðaskólans. Febrúarblað Ægis kom út í gær með ýmsum merkilegum greinum. Þórður Þorbjörnsson fiskiiðnfræðingur skrifar þar um vinnslu á háfi og hákarli og drepur á reynslu annarra þjóða í þessu efni, einkum Kanadabúa. Tilraunir, sem gerðar voru í Sól- bakkaverksmiðjunni árið 1936, til þess að vinna hákarlsbúka, mistókust sem kunnugt er. Telur Þórður það vélunum að kenna. Hinsvegar hafi það sama vor verið byggð verksmiðja á Pat- reksfirði, sem muni vel hæf til að framkvæma þessa vinnslu. á vélu samstæður, þá segja þeir að ekki sé vert að sinna því, vegna þess, að vélagerðin sé á „til- raunaskeiði“. Þetta kom fyrix hér í Reykja- vík, þegar vélarnar voru vald- ar í bæjarbátana, og þetta virð- ist ætla að endurtaka sig um val á vélum og vélasamstæðum í björgunarskúturnar. Þó eiga þetta að verða óska- börn þjóðarinnar, og vandað til þeirra á allan hátt. Hvernig er hægt að búast við góðum árangri, þegar forráða- mennirnir leita sér engra upp- lýsinga hjá þeim, sem mesta reynslu hafa í þessum efnum, svo sem hjá skipstjórunum, stýrimönnunum og mótorstjór- unum á strandvarnabátunum. Þó tekur út yfir, þegar gufu- vélstjóri, sem ekki hefir haft nema lítilsháttar kynni af mót- orum, gefur sig í það að veija mótora í meiriháttar farþega- skip. Ég vil þess vegna, með línum þessum, skora alvarlega á þá, sem eiga að ráða í þessum efn- um, að velja það eitt, sem get- ur verið til frambúðar í mörg ár. Ólafur Einarsson, skipaskoðunarmaður. Mínnmg sr. Haralds Níelssonar Á dánardegi séra Haralds Ní- elssonar, 10 árum eftir andlát hans, ákvað Háskóli íslands að beita sér fyrir því, að minning hins mikla kennimanns og guð- fræðings verði veglega heiðruð, og væntir almennrar þátttöku íslenzku þjóðarinnar til þess, að minning eins af hennar mestu andans mönnum megi varðveit- ast um ókomnar aldir. Háskólaráðið hefir stofnað sjóð, sem beri nafn Haraldar Ní- elssonar, og verði tekjum hans varið til að kosta einn mann á ári, til að flytja fyrirlestra við Háskóla íslands. Vonast há- skólaráðið til þess, að nægilegt fé safnist í sjóðinn til þess að völ verði á ágætum mennta- mönnum, erlendum og innlend- um, til fyrirlestrahalds hér við háskólann og að unnt verði að gefa fyrirlestrana út, svo að öll þjóðin geti notið þeiTra. Svo er til ætlazt, að efni fyrir- lestranna sé ekki einskorðað við ákveðnar fræðigreinar, heldur verði boðið þeim mönnum, sem líklegastir þykja til að vekja og efla holla, andlega strauma og flytja margvíslegan fróðleik. — Væntum vér, að undirtektir þjóðarinnar verði svo góðar, að sjóðurinn geti tekið til starfa á 70 ára afmælisdegi Haralds Ní- elssonar, 30. nóv. næstkomandi. Háskólaritari, hr. Pétur Sig- urðsson, tekur á móti framlögum til sjóðsins og annast fjárreiður hans fyrir háskólans hönd, unz skipulagsskrá verður samin. Úr Sáttmálasjóði hefir háskólaráð Hárvötzi og' ilmvötra frá Áfeng'is- verzlura ríkisins eru mjög hent- ugar tækifærisgjafir. „Gnllf oss“# fer á þriöjudagskvöld 15. marz um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. „Goðafoss" fer frá Kaupmannahöfn 19. marz (iaugardag). Reykjavíkurannáll h.f.: REVYAN Fon dyisiir 10. sýning í Iðnó í dag kl. 2 eftir hádegi. 11. sýning í Iðnó á morgun, mánudag 14. þ. m. kl. 8 e. h. Aðgöngum. seldir í dag kl. 1-7 og eftir kl. 1 á morgun. 12. sýning í Iðnó þriðjudag 15. þ. m. kl. 8 e. h. Aðgöngu- miðar seldir á morgun, frá 4-7 og eftir kl. 1 á þriðjud. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. 3 daginn sem leikið er. PRENTMYN DASTOFAN LEIFTUR Hafnarsfræti 17, (uppi), býr til 1. flokks prentmyndir. Sími 3334 tw$5ET> mSeihs Loftur. KAEJPIB LÉREFTSTfJSKUR hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f„ Lindar- götu 1D. .... og svo umfram allt að senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandi góð. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá lagt fram 1000 krónur sem stofn- fé. — Samband fsl. samvínnufélaga Sími 1080. Reykjavík, 11. marz 1938. Niels Dungal. Ásmundur Guðmundsson. Guðmundur Thoroddsen. Ólafur Lárusson. Sigurður Nordal. iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii„iiliiiiliilii„„il,ii,iiil„,ii„ ► Borgið Nýja dagblaðíð! iiii i„ii„„i„„„„,,,i,,„,i„ „, ,„„ii„„,„ „,„ ii,,,,„,,„„i„, „„„ „ii,i„„„„i„„„ „„„„i„„,i„„„„

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.