Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 ^iÝJA DAGBLAÐOD Útgefandi: Blaðaútgáfan hí. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjórnarskrif stofumar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. i n —0 1 t—n — c— n —n —nn — . — n — i .;. Hörmul eg frammislaða Bæði í Mbl. og Vísi er það nú gefið í skyn alveg ákveðið, að bæjarbúar megi búast við því, að kosningaloforðin um hita- veitu á næsta sumri muni reyn- ast skrum eitt og að Pétur Hall- dórsson geti ekkert lán fengið í Englandi. Meðferð Sjálfstæðisflokksins á þessu máli frá upphafi eru með þeim endemum, að firnum sætir. í nóvembermánuði — þegar framboð til nýrra bæjar- stjórnarkosninga fara í hönd — hverfur borgarstjórinn af landi brott, án þess að neitt sé opin- berlega vitað um erindi hans. Fyrst eftir að hann er farinn, berst það út um bæinn sem lausafregn, að hann hafi farið til að semja um milljónalán- töku fyrir bæinn við fj ármála- menn í Englandi. Borgarstjór- inn flanar út i þessa lántöku- samninga án þess að hafa feng- ið til þess samþykkt bæjarráðs eða bæjarstjórnar, og án þess að hafa svo mikið sem á það minnst við ríkisstjórnina eða bankana. Önnur eins einræðis- og pukursaðferð við svo stór- kostlega fjárhagslega ráðstöfun fyrir hönd almennings, mun sem betur fer, vera algerlega ó- þekkt áður hér á landi og yfir- leitt i lýðræðislöndum. Eftir þessari byrjun er svo framhaldið. Þegar borgarstjór- inn kemur aftur, skýrir hann frá þvi, að hann hafi — án þess að hafa um það heimild eða samráð bæjarráðs, bæj arstj órn- ar, ríkisstjórnar eða banka — svo að segja ráðið til lykta er- lendri lántöku, sem nemur nokkuð á fimmtu milljón króna. En svo þegar farið er að spyrja um lánskjörin, verður ógreitt um svör, því að borgarstjórinn veit ekkert um það, hvaða afföll verði á þessu láni og þá heldur ekki um hina raunverulegu vexti, sem eru undir afföllunum komnir. Honum virðist ekki vera meira en svo kunnugt um stimpilgjaldið, sem brezka ríkið tekur af öllum slíkum lánum, þegar þau eru veitt. En sam- hliða upplýsist hitt, sem var litlu betra, að borgarstjórinn hefir tekið á sig mjög óhag- stæðar skuldbindingar um efn- iskaup til hitaveitunnar og yf- irumsjón verksins, sem í raun og veru mátti skoða sem hækk- un á raunverulegum vöxtum lánsins. Um þetta allt var borgarstjór- inn að vísu nokkuð óskýr í svör- um. En eitt fullyrti hann á- kveðið: Að lánið væri sama sem fengið, þegar hann kom heim úr Englandsförinni í byrjun desembermánaðar. Þar átti ekki annað að vanta en samþykki brezkra stjórnarvalda, sem þó væri aðallega formsatriði. Og í viðtali við blaðamenn rétt eft- ir heimkomuna gerði borgar- stjórinn ráð fyrir, að lántök- unni yrði ráðið til lykta í bæjar- stjórn innan fárra daga. í blöðum Sjálfstæðisflokks- ins og útvarpsumræðum fyrir kosningarnar, voru frambjóð- endur C-listans ekkert myrkir í máli. Dag eftir dag endur- tóku þeir þá staðhæfingu, að lánið væri fengið, og að bæjar- búar mættu trúa því, að þessi staðhæfing væri sönn. Og til þess að leysa kjósendur frá öll- um kvíða í þessu efni, gáfu þeir þær upplýsingar, að ef svo ólík- lega færi, að samþykki brezkra stjórnarvalda fengist ekki, væri búið að tryggja það, að lánið yrði samt sem áður veitt og þá í því formi, að samþykki stjórnar- valdanna þyrfti ekki til. Þessara staðhæfinga munu margir minn- ast, sem hlýddu á áræður Guðm. Ásbjörnssonar í útvarpinu eða lásu Mbl. og Vísi í janúarmánuði. „Ykkur er óhætt að trúa þessu, því að Pétur Halldórsson segir það“(!), sagði Bjarni Ben. í út- varpinu. En nú er komið fram undir miðjan marzmánuð, borgar- stjórinn enn í siglingu og ekkert lán fengið. Og nú eru Mbl. og Vísir byrjuð að búa fylgismenn sína í bænum undir „það, sem koma skal“. Og það, sem nú á að segja bæj- arbúum, er að Framsóknarmenn hafi fengið Englendinga til þess að veita ekki lánið! Þeir hafi spillt fyrir Pétri Halldórssyni hjá Bretum. Jafnvel fjármála- ráðrerrann á að hafa verið á móti því, að fá þennan erlenda gjaldeyri inn í landið, til að hjálpa til í yfirfærzluörðugleik- um bankanna! Og röksemdirnar fyrir þessari nýju skýringu, verða væntanlega þær sömu og i útvarpinu í vetur : „Ykkur er óhætt að trúa þessu, þvi að Pétur Halldórsson segir það“! „Aumingja Pétur!“ Endurbætur á raSmagnssuðu- vélum Á hverju ári er haldin stór- kostleg iðnsýning í Birmingham. Þar eru til sýnis allar nýjungar í járniðnaðinum, rafmagnsiðn- aðinum o. s. frv. Á þessari sýningu í ár hafa tvær nýungar í rafmagnsiðnað- inum einkum vakið athygli hús- mæðranna. Önnur þykir einkum heppileg fyrir þær, sem ekki hafa neinar vinnukonur. Það er raf- magnssuðuvél með klukku og út- búnaði, sem opnar sjálfkrafa fyrir strauminn á tilsettum tíma. Þannig getur húsmóðirin t. d. farið út kl. 4, en „stillt" vélina þannig, að það opnast fyrir strauminn kl. 5. Matreiðslan get- ur þannig hafizt, án þess að nokkur sé viðstaddur. Undirokun Austurríkis Hafa Hitler og Mussolíni samið um Spán eða telur Hitler vináttu Mussolinis einskisvírði? Það hefir valdið Hitler minni erfiðleikum að brjóta sjálfstæði Austurríkis á bak aftur en flest- ir hafa gert ráð fyrir. Það lá að vísu í augum uppi, að markmið nazista var að sameina Þýzka- land og Austurríki. En fyrir fá- um vikum virtust þeir miklu fjær því marki en raun hefir orðið á. Aðdragandmn. Sjálfur mun Hitler ekki einu sinni hafa gert ráð fyrir jafn skyndilegum sigri. Hann og fé- lagar hans höfðu undirbúið þessa sókn með tilliti til lengri aðdraganda. En vissar orsakir hafa flýtt fyrir þessum atburðum. Nokkru áður en fundum Hitlers og Schussnigg bar sam- an í Berchtesgaden hafði aust- urríska lögreglan handsamað þekktan nazistaforingja, dr. Tavs. í fórum hans fundust skjöl, sem sýndu, að nazistar undirbjuggu byltingu i Austur- ríki. Meðan annars fannst áætlun, sem er eignuð staðgengli Hitl- ers, Rudolf Hess, um það, hvern- ig nazistar ættu að koma bylt- ingunni í framkvæmd. Þessi áætlun var svohljóð- andi: Austurrískir og þýzkir nazistar skulu koma af stað óeirðum í landamærabæjunum og annarsstaðaT, þar sem tök eru á. Þegar austurríska lög- reglan færi alvarlega að skakka leikinn, skyldi þýzki herinn fara yfir landamærin undir því yf- irskyni, að „hindra Þjóðverja í því að úthella þýzku blóði“. Englandi, Frakklandi og ít- alíu skyldi jafnframt til- kynnt að þýzka stjórnin gerði þetta eingöngu til að vernda friðinn í álfunni. Þessum rikj- um skyldi jafnframt boðið að senda eftirlitsmenn til Austur- ríkis til að fylgjast með at- burðum. Næsta skrefið var að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Þýzkalands og Austurríkis. Með svipuðum að- ferðum og nazistar hafa beitt í Þýzkalandi, var talið auðvelt að fá meirihluta þjóðarinnar til að greiða atkvæði með samein- ingunni. Atkvæðagreiðslan. Þegar Schussnigg fór til fundar við Hitler í Berchten- gaden, taldi hann sig hafa sterk „tromp“ á hendi. Hann gat lagt fram órækar sannanir :yrir því, að Þjóðverjar hefðu Hin nýungin er pottur fyrir rafmagnssuðuvélar. Hann gefur sérstakt hljóðmerki s'trax og vatnið byrjar að sjóða. gerst sekir um byltingarundir- róður í landinu og þar með brotið júlísáttmálann frá 1936. | En hann varð þess fljótt var, að Hitler hafði annað ríkara í huga en að halda samninga. Umfram allt krafðist Hitler að Tavsmálið yrði þaggað niður. Hann hafði fyrst og fremst kvatt Schussnigg svo skyndilega á fund sinn, til að hindra að það mál gerði nazistum erfiðara fyrir i Austurríki. Niðurstaða þessara viðræðna er alkunn: Hitler ógnaði Schuss- nigg með hervaldi og neyddi hann til að gera þá breytingu á ráðuneyti sínu, að fela á- kveðnum sameiningarmanni, Seyss-Inquart, stjórn lögreglu- málanna. Með því höfðu naz- istar unnið ■ mikilsverðan sigur, auk þess, sem afbrotamönnum þeirra var sleppt úr fangelsum og flóttamenn þeirra fengu aft- ur landvist. Schussnigg sá að hverju stefndi. Hann vildi berjast fyrir sjálfstæði Austurríkis í lengstu lög. Þess vegna tók hann upp samninga við jafnaðarmenn og ákvað þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Austur- ríkis. Nazistar sáu glöggt, hvernig þeirri atkvæðagreiðslu myndi lykta, ef hún færi fram, án þess að komið yrði við ofbeldi og hótunum. Stefna Schus- sniggs myndi fá yfirgnæfandi meirahluta. Eftir slíka yfirlýs- ingu frá þjóðinni var miklu verra fyrir nazista að koma fram vilja sinum, því hún sýndi, að þjóðin vildi halda sjálfstæði sínu, en væri mótfallin samein- ingu. Slík úrslit gæfi erlendum þjóðum þvi miklu frekar á- stæðu til að skerast í leikinn, ef nazistar beittu ofbeldi til að svifta austurrísku þjóðina sjálfstæði sínu. Þess vegna ákvað Hitler að hindra atkvæðagreiðsluna, hvað sem það kostaði, og knýja fram stjórnarskipti. Hinsvegar má búast við atkvæðagreiðslu inn- an skamms, þar sem þjóðin verður spurð um sameininguna við Þýzkaland. Undir hinum nýju aðstæðum, þegar allir þróttmestu andstæðingar naz- istanna hafa verið gerðir á- hrifalausir, geta nazistar fast- lega gert sér vonir um meira- hluta. Afstaða Chamberlalns. En hefði Hitler þorað að framkvæma svo djarfar ráð- stafanir, án tryggingar fyrir þvi, að þær leiddu ekki til ófriðar stórveldanna gegn Þýzkalandi? Það er ósennilegt. Sterkar líkur benda líka til, að hann hafi | talið sig hafa slíka tryggingu. Miklas, forseti Austurríkis, sevi œtlaöi að óhlýönast Hitler og neita að láta Schussnigg leggja niður völd. Það er athyglisvert, að um sama leyti og fundum Hitlers og Schussniggs ber saman í Berchtengaden, snýr Mussolini sér til Chamberlains og óskar eftir nýjum samningum við Breta. Atburðirnir í Austurríki hafa sýnt Chamberlain að hverju stefndi þar. Hann hafði ástæðu til að halda, að Mussolini væri andvígur því, sem þar var að gerast, og óskaði m. a. þess vegna eftir betri sambúð við Breta. ítalir hafa jafnan sýnt, að þeir óska ekki eftir Þýzka- landi sem nábúa. Vinátta Hit- lers og Mussolini er ólíkleg til að byggjast á varanlegum grundvelli. Chamberlain gat því haft fulla ástæðu til að halda, að það myndi þvinga ítali til meiri undanlátssemi og betra samkomulags við Breta, ef veldi Hitlers næði alla leið að landa- ; mærum Ítalíu. i Frá sjónarmiði hagsmuna | i brezka heimsveldisins er sjálf- ; stæði Austurrikis ekki mikils virði. Hinsvegar eru yfirráðin yfir Miðjarðarhafinu og sjóleið- in til Indlands undirstaðan fyr- ir framtíð þess. Frá hinu þrönga sjónarmiði heimsveldissinnans var bætt aðstaða Breta á Mið- jarðarhafinu meira virði en sj álfstæði Austurríkis. Ef Hitler reiknaði með þessu sjónarmiði Chamberlains þurfti hann ekki að óttast afskipti Breta af þessum atburðum. Chamberlain gat miklu frekar talið það til hagsbóta fyrir stefnu sína, að Mussolini óttað- ist hin auknu völd Þjóðverja í Mið-Evrópu. Það hlaut einnig að styrkja þessa skoðun Hitlers, að Eden var farinn úr ensku stjórninni. Hann var sá maður, sem líkieg- astur var til að halda uppi rétti smáþjóðanna þó að það skipti ekki beina hagsmuni enska heimsveldisins. Afskipti Frakka þurfti ekki að óttast, ef Englendingar væru hlutlausir. Var samlð nm Spán? En hefir Chamberlain reikn- (Frh. á 4. síðuj

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.