Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 4
'V.V.V.SW.V.WAVV.V.V.SW.V.V.V.V.W.V.W REYKJAVÍK, 13. MARZ 1938 NYIA DAGBLAÐIÐ 6. ARGANGUR — 60. BLAÐ V.V.W,romln ■»; ' V.V.V.’ ivw.v. uamla «5io v.w.v ÓSÍAILEGA ;j SKAMMBYSSM |j Sýnd kl. 9. £ Bönnuð fyrir börn. í Alþýðusýning kl. 6y2: !; San Franclsco I; Síðasta sinn. I; Bönnuð börnum innan I; 12 ára. Barnasýning kl. 4 y2: I; Smámyndasafit I. !; Úrvals teikni-, frétta- og !■ skemmtimyndir. I; ■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w.v.v § iMFJELií tnUlflUI »Fyrírvínnan« Eftir W. Sommerset Maugham. Sjónleikur í 3 þáttum. Sýnlng i kvöld kl. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Maður í fastri stöðu óskar eftir 2—3 herbergja íluið ásamt stúlknaherbergi, fyrir 14. maí n. k. Tilboð merkt „Fyrirfram- greiðsla“, sendist í pósthólf 1037. t 10. — og síðasta sinn. Bj arní Björnsson endurtekur skemmtun sína enn einu sinni, í 10. og allra síðasta sinn, í Gamla Bíó á sunnudag kl. 3. AÐGÖIVGIJMIÐAR kosta kr. 1.50 — jafnt alls staðar í húsinu. í. S. t. S. R. R. S"uirx<d.mót verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur dag- ana 15. og 17. marz, kl. 8.30 e. h. Keppt verður í þessum sundum: Síðari daginn: 50 m. frjáls aðferð, karlar. 100 m. bringusund, stúlkur inn- an 16 ára. 100 m. bringusund, karlar. 100 m. bringusund, konur. 500 m. frjáls aðferð, karlar. Fyrri daginn: 50 m. frjáls aðferð, drengir inn- an 16. ára. 500 m. bringusund karlar. 50 m. frjáls aðferð, konur. 400 m. bringusund, konur. 4x100 m. boðsund, frjáls aðferð, karlar. Undirokun Austurríkis (Frh. af 3. síðu.J að rétt, þegar hann telur at- burðina i Austurríki knýja Mussolini til að leita eftir vin- áttu BTeta? Hvers vegna mót- mæla ítalir þá ekki innrás þýzka hersins í Austurríki, eins og stjórnir Englands og Frakk- lands? Hversvegna eru þeir eins og hlutlausir áhorfendur að þessum atburðum? í blaði Blums, Populaire, vaT síðustu spurningunni svarað fyr- Aðgöngumiðar seldir í SitnilhöII Reykja- víkur, að fyrri hluta mótsins á mánu- og þriðjudag, að síðari hluta mótsins miðviku- og fimmtudag. SUNÖRÁÐ RIÍYKJAVÍKIR. ir nokkru í ritstj órnargrein á þessa leið: „Þeir, sem halda að atburðirn- ir í Austurríki hafi veikt aðstöðu Mussolinis til að halda áfram styrjöldinni á Spáni, reikna skakkt. Enginn þarf að halda að hann hafi afsalað Austurríki, án þess að fá einhver hlunnindi í staðinn. Það er fullkominn misskilningur“. í mörgum öðrum blöðum hef- ir því beinlínis verið haldið fram, að Mussolini hafi dregið sig til baka í Austurríki gegn því loforði, að Þjóðverjar hjálp- uðu ítölum til að vinna Spán. Sé svo, hefir Chamberlain alvarlega misreiknazt. Hitler og Rismarck. Mörg blöð halda því hinsveg- ar fram, að Þjóðverjar hafi enga samninga gert við ítali um Austurriki og farið þar sinu fram, án tillits til Róm-Berlín- ar-öxulsins svokallaða. Þau segja að þjóðverjar hafi ekki talið ítali það hernaðar- lega sterka heima fyrir, að þeir þyrðu að koma Austurríki til hjálpar. Af sömu ástæðu telji Þjóðverjar líka hagkvæmt, að ná yfirráðum Austurríkis áður en nokkurir samningar séu gerðir milli Ítalíu og Englands, vegna þess að ítalir muni telja sig hafa sterkari aðstöðu á eftir. Þessi blöð halda því enn- fremur fram, að Hitler sé van- trúaður á vináttu Mussolinis. í j þeim efnum líkja þau honum | við Bismarck. í franska blaðinu l’Oeuvre er nýlega sagt frá við- tali, sem Bismarck átti við Sa- int-Vallier 1880. Þá var Crispi forsætisráðherra ítala. Hann óskaði eftir bandalagi við Bis- marck. Bismarck segir að Crispi hafi boðið sér að vera með í á- rás á Frakkland. En hann seg- ist hafa hafnað því. „Frakkland verður ekki tekið“, sagði járn- kanzlarinn, „nema með vopnum Þýzkalands. ítalir eru einskis- virði í hernaði og þeir munu þar .v.-.vwv .V.V.V. w.v.v Wýja ®»o .V.-.V.V, Í| ÞAR SEM |i í LÆVTRKUYIV j i; syngur ;i I; drífandi fögur söngvamynd \ :■ frá Wien, leikin af ■: í MARTHA EGGERTH / Blæ fegurðar og yndis- í; þokka slær yfir mynd þessa / af hinum dásamlega leik og ;! ;! unaðslega söng leikkon- I; í unnar. í; !; Sýnd kl. 7 og kl. 9. ;! <*■■■■! \óll í París ;! Hin óviðjafnanlega mynd, ;! sem sýnd var fyrir nokkru, \ verður sýnd kl. 5.. ■: Alþýðusýning. !; Barnasýning kl. 3: > ROastöð Mickey’s / Litskreyttar teiknimyndir, í; íþróttamyndir o. fl. ;■ .W.W.V.V.V.W.W.W að auki alltaf standa með Frökkum, þegar á herðir. Ég mun ekki hraða því að gera bandalag við þessa þjóð, því lof- orð hennar hafa enga þýðingu, nema því aðeins að hún sjálf hafi hagsmuni af því að efna þau“. Atburðir næstu daga munu leiða það í ljós, hvort þetta sé líka álit Hitlers. En það getur haft meginþýðingu fyrir heimsfriðinn, hvort atburðirnir í Austurríki eru gerðir í samráði við Mussolini eða ekki. Svarið við þessu verður fyrst að fá á Spáni. H ringurinn Afmælisfagnaður félagsins verður haldinn í Odd- fellow-húsnu þriðjudaginn 15. marz og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. — Listi til áskrifta í Verzl. Gull- foss og Litlu Blómabóðinni og eru konur beðnar að rita nöfn sín og gesta sinna á listann og vitja aðgöngumiða fyrir kl. 6 á mánudagskvöld. SKEMMTINEFNDIN. FESTARMEY FORSTJÓRANS 40 okkar, þá gat hann rofið hann, þegar hann vildi, og sá hann, að ég vildi ekkert frekar, þráði og vonaði, að hann myndi gera það nú á þessari stund? „Það er mjög erfitt“, útskýrði ég svo rólega sem ég gat, í þeirri von að þessi útskýring minnti hann ein- mitt á þetta „að hitta alltaf á réttan tón og íhuga á hverju augnabliki, hvernig maður myndi hegða sér, ef maður væri í raun og veru trúlofaður. Vitanlega er ég bundin af samningi okkar, en---“ Hér greip hann skyndilega og óvænt fram í og í þeim tón, sem ég hafði aldrei heyrt áður frá honum. Já, hann varð svo reiður, að hann sló ofsalega með stafnum í sakleysislegan þistil, sem óx á vegarbrún- inni, um leið og honum varð að orði: „Það veit ham- ingjan, að ég myndi sárlega aumkva þann mann, sem í raun og veru væri trúlofaður yður“. Hana nú. Loksins hafði ég fengið hann til að segja meiningu sína, og sýna sinn innri mann, sem hann myndi, líklega sízt af öllu, sýna undirmönnum sinum. Já, og meira en það; ég hafði æst hann til að vera ó- kurteis við stúlku. Ég gat séð á andliti hans, sem var blóðrautt, og samanbitnum vörum hans, að hann vissi, að nú hafði hann hlaupið á sig. Og ég skal á- reiðanlega sjá um, að hann gleymi ekki þvl, sem hann hefir sagt. Ég þagði, og nú kom þögn, sem var enn meira þreyt- andi en nokkur áður. Við héldum áfram göngunni. Svo fór hann aftur að tala, og ég sá, að það olli honum meiri áreynzlu, en hann vildi vera láta. „Já. Þér sjáið vitanlega, að ég hefði ekki átt að segja þetta. Ég bið yður fyrirgefningar". „O — þess þurfið þér ekki. Ég tek mér þetta alls ekki nærri“, mælti ég. Nú fann ég, að ég átti hægra með að tala eins og engill, því að nú hafði ég yfir- höndina. En nú hafði ég ekki lengur löngun til að kvelja hann. „Þér hafið fullan rétt til að segja það, sem yður sýnist, alveg eins og Theo“. Andlit hans, sem var blóðrautt og reiðilegt, var nú áberandi líkt andliti yngri systur hans. Ég hefi heyrt sagt um unga stúlku, sem ég þekki: „Hún er ekki beinlínis falleg, en lítur mjög vel út“, og ef ég hefði ekki jafn mikla óbeit á forstjóranum og ég hefi, þá yrði ég að viðurkenna, að þótt hann geti aldrei kall- ast fallegur, þá lítur hann mjög vel út. Ég hélt blíðlega áfram: „Móðir yðar og Theo og Blanche virðast ekki vera á sama máli og þér. Þær virðast halda að — nú, já — að sá maður, sem ég væri trúlofuð, væri beinlínis öfundsverður“. „Já, ég veit það. Þér þurfið ekki að segja mér frá því. Yður hefir heppnast að gera þær allar þrjár stór- lega hrifnar af yður“. Þetta sagði hann reiðilega. Hann lítur sýnilega á það sem móðgun við sig. „Móðir mín og telpurnar geta heldur ekki séð, hvernig þér, á þúsund vegu, ætíð með uppgerðar ástúð, minnir mig á hitt og þetta, sem alls ekki þarf að rifja upp. Þetta gerir kannske ekki mikið til — en svo getur annað fólk komið heim, sem ekki er eins auðvelt að villa sýn. Það gæti máske séð, að eitthvað er ónáttúrlegt — ó- venjulegt — í framkomu yðar við mig“. „En — sögðuð þér ekki, að hinni eðlilegu feimni nýtrúlofaðrar, ungrar stúlku myndi verða kennt um?“ „O, þeir eru víst ekki margir, sem geta sagt, að þér séuð feimin“. Hann var enn reiðilegri, er hann sagði þetta. — „Og svo gæti ýmislegt kvisast út, hvernig öllu væri varið okkar í milli. Þess vegna neyðist ég til að biðja yður að vera dálítið varkárari“. „Varkárari“, endurtók ég auðmjúk eins og barn, sem á að læra eitthvað utan að. „Já, það verð ég að gera. Ég skal vanda mig betur við að láta allt líta út eins og við séum trúlofuð“. Aftur sást þessi svipur — að vísu hvarf hann sam- stundis aftur — sem sýndi, að honum dauðlangaði til að hrista mig til. „Þakka“, sagði hann. „Þér eigið víst við þennan herra Waters, frænda yðar, er þér segið „annað fólk“. Það er sá, sem segir allt, sem honum dettur í hug. — Hann á að koma og líta á mig? Haldið þér — eruð þér hræddur um að hann muni kenna svo í brjósti um þann mann, sem á að vera trúlofaður mér?“ Herra William Waters tautaði eitthvað, sem hljóm- aði ákaflega likt og orðið: „Bölvuð!“ Ég heyrði það vel. Ef til vill var það aðeins byrjun setningar, sem átti að vera „Bölvuð óskammfeilni“. Ég veit það ekki. En þetta orð heyrði ég að minnsta kosti mjög greinilega. Og þótt það þýddi, að ég hefði unnið nýjan sigur og að hans óskeikulleiki hefði aftur hlaupið á sig, þá naut ég ekki vel sigursins; ég hló ekki einu sinni með sjálfri mér. Það var komið nóg af þessu, .... ég varð skyndilega svo þreytt. Tár komu í augu mér, ég snéri andlitinu undan og horfði yfir limgirð- inguna á útsprunginn hvitþyrni, sem varð að dans- andi ringulreið fyrir augum mér. Hann lét sem hann hefði ekkert sagt. Stuttu síðar hóf hann máls og íhugaði hvert otö : „Frændi minn kemur í kveld og annar maður með honum. Frændi er nokkuð sérkennilegur, en mjög eft- irtektarsamur og engin tvíræð orð komast óathuguð fram hjá honum“. „Já, ég skil“, mælti ég og horfði reiðilega á hvít- þyrninn, en gætti stöðugt að málrómi mínum. „Þá verður maður að sleppa öllum slíkum athugasemdum þegar hann er viðstaddur. Ég gæti til dæmis verið of

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.