Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 6
auðveldlega hafa spurnir hvao af öðru. Steinunn var bóndadóttir af Barða- strönd, og bjó faðir hennar, Sveinn Jónsson, ráðvandur sómamaður, í nokkru áliti og stundum þingvottur, um slceið á Efra-Vaðli. Var Sveinn kallaður fróður og vel að sér á mæli- kvarða þeirra tíðar. Kona hans, móð- ir Steinunnar, Guðrún Pálsdóttir, var honum nokkru síðri en þó óátalin að hegðun og sæmilega að sér. Sjálf var Steinunn kölluð skikkanleg og allvel uppfrædd, og sagnir herma, að hún hafi verið mjög hög á hendur og hann yrðakona meiri en títt var þá um bændadætur. Svo er henni lýst, að hún hafi verið fríð sýnum, meðal kona á hæð, grannvaxin, bjartleit og skipt vel litum. Ljóshærð var hún og hárprúð mjög og að útliti öllu hin þekkilegasta kona. Hún var talin gædd góðri greind, spaklát að jafn aði, en þétt í lund, og iíkur eru til, að hún hafi ráðið fyrir þau hjón bæði, þegar henni þótti við þurfa. Hermt hefur verið, að Steinunn væri ver- gjörn og léttlát í skiptum við karl- menn, en vísast er, að því sé lítt að treysta, og hafi henni verið eignaðir þeir eiginleikar eftir á, þegar á allra varir var komið, hvað gerðist á Sjö- undá. Enginn slíkur vitnisburður um Steinunni er til frá sveitungum henn ar á Rauðasandi og Barðaströnd þeim, er uppi voru samtíða henni. Af Jóni, bónda Steinunnar, er þa'u að segja, að hann var meðalmaður á vöxt, en þó heldur lítill fyrir mann að sjá og ekki garpur til neinna hluta. Hann var enginn orkumaður og ragur til alls áræðis. Ráðvandur var hann og spakur oftast, en ali nöldrunarsamur, ekki sízt heima fyr ir, og smámunasamur nokkuð. Kunni hann ekki alltaf fótum sínum forráð, er hann þóttist verða fyrir skaða, og er það til marlcs, að eitt sinn kærði hann mann fyrir snæristöku og krafð izt rannsóknar og dómsúrskurðar af sýsluamnni. Þegar gáð var í saum- ana, kom í ljós, að Jón Þorgrímsson hafði að ósekju borið þjófnað á mann- inn, og snerist þá taflið við. Jón varð smeykur og lækkaði svo mjög segl- in, að hann féllst á að greiða mannin- um, er hefur þótt sér í meira lagi misboðið, tíu ríkisdali í bætur. Fyrir tilstilli sýslumanns og annarra nefnd- armanna, er vorkenndu Jóni, varð þó málum miðlað svo, að hann lét sér nægja sex dali í miskabætur. Eitt var Jóni til lista lagt: Hann var smiður allgóður á járn og silfur, og hefur honum verið slíkt sýsl bet- ur hent en það, sem krafðist harð- fylgis og atorku Skytta mun hann einnig hafa verið. Þau Jón og Steinunn höfðu tekið við ábúð á Hrísnesi á Barðaströnd eftir fárra missera hjónaband, er Bjarni og Guðrún fóru þaðan. Frá Hrísnesi fluttust þau svo búferlum að Skápadal við Patreksfjörð vorið 1795, en frá Skápadal komu þau að Sjöund- á. Segir að vísu í prestsvottorði, að það hafi verið vorið 1800, en það fær vart eða ekki staðizt, svo að ætla verð ur, að það hafi verið 1801, svo sem áður er sagt. Efnalítil munu þau hjón hafa verið, en þó hefur líklega ekki verið sultur í búi hjá þeim í venjulegu árferði. Búsgögn voru fá og léleg og sængur- fatnaður mjög af skornum skammti á svo barnmörgu heimili. í búri voru aðeins tvö trog, einn dallur og eitt- hvað af kirnum, og ekki virðist hafa verið til á búi þeirra nema ein reka og hvalbeinsspaði. Reipin voru aðeins þrenn, enda ekki gerandi ráð fyrir miklum heyskap á Sjöundárhálflend- unni, og svipað hefur búskaparlagið -jálfsagt verið í Skápadal. Aftur á móti átti húsbóndinn byssu og nokkuð af smíðatólum — smíða- hamar, axir tvær, grindarsög, nafar og löð. Steinunn hefur líka sýnilega verið nokkur skartkona, sem ekki kemur á óvart. Hún átti að sönnu ekki viðhafnarklæði, en talsvert af því, sem auðveldara var að veita sér til frálætis — tröf og trafaöskjur, mis- lita klúta úr lérefti og silki og svo- nefnda altarisklúta, er hún hefur sómt sér vel með, þegar hún kraup við gráturnar í Saurbæjarkirkju í messuferðum. Einn þeirra var rauð- flekkóttur, líkt og á hann hefði ver- ið ýrt sjálfu blóði lambsins. í kirkju- ferðum hefur hún líka verið í grænu kersupilsi, sem hún átti, og með bláa „stoffsvuntu". Með nokkurri hreykni hefur Jón Þorgrímsson getað horft á konu sína, þegar hún reis upp að með teknum náðarmeðulunum, sneri sér sólarsinnis frá grátunum og gekk til sætis síns, sem vafalaust hefur verið heldur utarlega í kirkjunni. Og þó fór fjarri því, að það væri neinn hefð arbúningur, er hún átti. IV. Við komu þeirra Jóns og Steinunn- ar að Sjöundá hefur gerzt nokkuð þröngt í lágri loftbaðstofunni. Þar höfðust nú við tvær fjölskyldur með átta börn, og auk þess voru þar tvö vinnuhjú, Jón Bjarnason, og kona sú, er hét Málfríður Jónsdóttir. Móðir Bjarna hefur annaðhvort verið dáin eða farin brott, sem og telpan, er þar var árið áður. En það var alsiða, að drepið væri í hvert skot í þröngum og lélegum húsakynnum, svo að fólkið hefur ekki svo mjög fundið til þess, að olnboga- rými væri of lítið. Og nýjan svip setti það á Sjöundá, að Steinunn gekk þar um garða, björt yfirlitum og miklum þokka gædd. Að minnsta kosti hefur Bjarni bóndi ekki lengi dulizt þess, að hún var girnilegri en hin væflu- lega, heilsutæpa og kvartsára kona hans. Og það kom fljótt fram, að Steinunni þótti stórum meira koma til Bjarna, þótt ekki væri hann nettfríð- ur, heldur en Jóns síns Þorgrímsson- ar. Af því er skemmst að segja, að sam dráttur virðist hafa byrjað milli þeirra Bjarna og Steinunnar, þegar leið á sumarið, þótt sjálf héldu þau því fram síðar, að það hefði ekki ver- ið fyrr en snemma vetrar. Duldist þeim Guðrúnu og Jóni Þorgrímssyni ekki, hvað fram fór, og mun brátt hafa versnað samlyndi hjónanna beggja. Síðla sumars 1801 náði Guð- rún fundi Jóns hreppstjóra Pálssonar í Keflavík, atkvæðamanni um sveitar- stjórn, og kom þar í tali þeirra, sem þó er ekki kunnugt, um hvað snerist að öðru leyti, að Guðrún sagði: — Ég vildi þú værir í standi til að frelsa mig frá Sjöundá, því það hefði ég lengstum haldið, að maður minn mundi ekki berja ihig eða draga mig á hárinu“. Hreppstjórinn varð samt ekki upp- næmur, þótt bændur öguðu nokkuð konur sínar. Hann svaraði þvi til, að hann gæti ekki uppfyllt þessa ósk Guðrúnar, og væri henni ráðlegast að kvarta við sóknarprestinn, séra Jón Ormsson, prófast í Sauðlauksdal, um hjónabandsraunir sínar. Þótt Guðrún væri kvartgjörn í meira lagi og jafnsísífrandi um and- streymi sitt við afbæjarfólk og hún var aðfaralaus heima fyrir, þá er ó- trúlegt, að hún hafi að raunalausu hagað orðum sínum svo við hrepp- stjórann. Svo víll líka til, að varð- veitzt hefur vitneskja um annað at- vik frá þessu hausti, er glöggt sýnir, að Bjarni hefur verið tekinn að ger- ast hastur við konu sina, þótt ýkt kunni að vera, að hann hafi lagt hend ur á hana, því að ekki kunnu vinnu- hjú á Sjöundá frá slíku að segja. Guðrún átti hálfsystur, Ingibjörgu Egilsdóttur að nafni, er gift var kot- bónda á Rauðasandi, Rögnvaldi Ólafs syni í Krókshúsum. Hún kom á hrepp skiladaginn um haustið að Sjöundá til Guðrúnar systur sinnar, og hitti hana uppi við Úöðu, þar sem hún var að sinna eldiviði. Ræddust þær eitt- hvað við þar, og síðan fór Guðrún með systur sinni inn í bæ til þess að gefa henni að drekka. En ekki höfðu þær lengi verið inni, er Bjarni kom, reiðilegur í bragði, réðst að konu sinni með stóryrðum, að sógn Ingi bjargar, og sagði, að hún svikist um að taka saman eldiviðinn. Þessu svar- aði Guðrún bljúgum orðum, og hljóp þá Bjarni út aftur. En Ingibjörg á- lyktaði af þessu atviki, að Bjarni væri orðinn Guðrúnu verri en hann hafði verið, því að hún kvaðst vita, að hann hefði áður verið henni þýð- ur. Varla verður dregið í efa, að það Framhald á 189. síSu. 174 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.