Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 9
ÍSLENZKUR TÍKALL- RÚSSNESKUR DRENGUR - Rætt við Pál Jónsson, skrifstofumann — Þetta er lögtaksdeildin, sjáðu til. — Ég er í herbergi númer ellefu, því fræga og alræmda herbergi. Hefurðu nokkurn tíma komið þangað? — Já, þangað koma margir. Ég er við kassann, tek á móti peningum skattborg- aranna. Jú, það fara margir pen- ingar í gegnum hendurnar á mér, nítján milljónir á síðasta ári og jafnmikið árið þar áður. Jú, það kemur fyrir, að sumir, sem eru að koma að borga, eru dálítið ónotalegir, skjóta ein- hverju að manni. En það hefur aldrei bitið neitt á mig, ég fæ mér bara í pípu á meðan og bíð rólegur, þangað til þeir eru bún- ir. Ég er líka orðinn gamall, verð 82 í júní og í ágúst verð ég fertugur starfsmaður hjá þess- ari stofnun. Fjörutíu ár eru langur tími, þegar maður horfir fram, en stuttur, þegar maður horfir aftur, furðu stuttur . . . . — Það var árið 1921, erfiðir tímar og sjö börn heima, ekkert að gera nema dag og dag. Ég átti kunningja í lögreglunni, Siguiður Gíslason hét hann, og ég bað hann að láta mig vita, ef eitthvað félli til. Og ég fékk stundum smájobb hjá honum. Einn daginn kom hann til mín og sggði: — Nú get ég útvegað þér vinnu, það er að fara með rússneska drenginn hans Ólafs Friðrikssonar út. — Það runnu á mig tvær grímur, mér leizt ekki á, hvernig þeir fóru að við dreng- inn. En ég hafði aldrei farið út fyrir pollinn, og konan eggjaði mig til þess að fara. Það voru bara tveir tímar til stefnu, ég var blankur, fékk lánaðan einn íslenzkan tíkall hjá Sigurði og fór. — Ég hitti konu Ólafs, Önnu Fi'ið- riksson, áður en ég fór. Henni leizt ekki á mig, hélt auðvitað, að ég væri einn af mótstöðumönnum þeirra hjón anna: „Vil De være sá venlig at pröve at være lidt menneskelig mod drengen" sagði hún. Það var kannske von, að hún væri bitur eftir allt, sem á undan var gengið. — Strálcurinn var líka tortrygginn gagnvart mér. Hann kunni svolítið í dönsku og svolítið í islenzku og sagði við mig, að ég væri kapitalisti. — Eg sagði honum, að ég væri fátækur og ætti sjö börn. Hann var skynsamur, strákurinn: Þú segist eiga sjö börn, ef þú ert kapitalisti og átt peninga, þá hlýtui'ðu að' hafa haft mikið meí þér í þessa ferð til þess að kaupa fyrir úti. — Sýndu mér veskið. — Eg sýndi honum veskið með þessum eina tíkalli, og eftir það var hann viss um, að ég væri ekki kapitalisti. Við urð- um góðir vinir. Þetta var harð'ur strákur. Þegar fólk spui'ði hann, hvað væri að honum í augunum, sagði hann: — Það er pólitík. Sumir farþeganna voru hræddir við að sitja til borðs með honum vegna augn- sjúkdómsins og kröfðust þess, að hann yrði ekki látinn borða í mat- saitnum. Strákurinn brást hait við þessu og afsagði að borða nema með fólkinu. Það varð úr á endanum, að við' borðuðum við sér borð í matsaln- um. — Jú, það voru nokkrir stórir karl- ar með í ferðinni, sem hreyttu í hann skætingi, þegar færi gafst. — Einu sinni kom kona inn í klefann PÁLL JÓNSSON (Ljósm.: TÍMINN, G.E.) T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 177

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.