Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 16
GULBERT WRíMLl HERBERGI MYRKURSINS Þegar tveimur mönnum sinnast nógu mikið, vegna konu eða einhvers annars, til að vilja drepa hvor annan, þá er það venja í mínu landi að efna til einvígis. Þegar slíkt einvígi hefur verið háð, á okkar vísu, þá hafa deilu- mál hinna tveggja manna verið út- kljáð. Einvígisnefndin undirbýr hús, L.m í er aðeins eitt herbergi, þannig að þegar dyrunum hefur verið lokað, er inni í því algjört myrkur. Um spann- arþykku lagi af örfínum sandi er dreift á gólfið. Það heyrist ekki hið allra minnsta til berfætts manns, sem gengur á slíku gólfi. Mennirnir tveir verða að vera alls- naktir. Hvor hefur sinn hníf og ekkert annað. Nefndin setur annan manninn í eitt hornið á herberginu og hinn í hornið beint á móti honum. í þriðja hornið er svo látinn myndarlegur, lif- andi skröltormur. Síðan fer nefndin út, lokar hurðinni fljótt á eftir sér og einvígið hefst. Fyrir utan bíður fólkið í hálfa mínútu. Ef sigurvegarinn hefur ekki komið út fyrir þann tíma, hleður ein- vígisnefndin tómum olíubrúsum fyrir dyrnar, svo að ekki sést í þær. Síðan fer hver sína leið, því að það geta liðið margar stundir, já, jafnvel tveir til þrír dagar áður en sigurvegarinn opnar dyrnar og fellir brúsana niður. Hávaðinn af því heyrist hvort sem er á nóttu eða degi út yfir allt þorpið og fólkið getur þá farið og séð, hvor kemur út. Ef það kemur fyrir, að einvíginu lýkur á hálfri mínútu, þá er það vegna þess, að annar mannanna stekk- Ur. Þú skilur, þegar dyrunum er lokað, hefurðu örstutta stund mynd- ina af óvini þínum fyrir hugskotssjón- um. Þú getur stokkið þvert yfir her- bergið til hans og ef til vill gert út af við hann. En þú verður að vera fljótur að þessu, því að mynd hans hverfur þér fljótt. Vitanlega geta báð- ir stokkið í einu, en ég hef aldrei heyrt um, að það hafi komið fyrir. Oftast nær stökkva mennirnir ekki og þá er brúsunum hlaðið upp. Og nú velta endalok einvígisins á þolin- mæði, varfærni og hugkvæmni. Hvor fyrir sig reynir að finna hinn án þess að koma upp um, hvar hann sjálfur er staddur. Snjall náungi getur fundið aðferð til þess að leika á hinn, ef aðferðin heppnast ekki, þá verður það sá snjalli, sem verður eftir í her- bergi myrkursins. Allt veltur á þvi, að manni takist að halda hugarró sinni óskertri, því að eftir nokkrar klukkustundir í myrkrinu verður hugurinn óáreiðanlegur og sennilegt, að maður geri einhverja vitleysu og komi þannig upp um sig. Eftir þrjá daga er líklegt, að annar hvor missi stjórn á sér, vegna þorsta og ills lofts. Hann getur farið að tala við sjálfan sig og jafnvel að syngja. Ef þetta kemur fyrir, þá verður það ekki hann, sem fellir niður olíubrúsana. Skröltormurinn er ekki settur inn með mönnunum af ástæðulausu. Hann er jafn'hættulegur þeim báðum, því að hann gerir ekki upp á milli manna, ef hann bítur. Við álítum líka, að snákurinn skelfi þann huglausari enn meira, svo að vinningslíkur hins hug- rakkari aukast. Við trúum því ika, að snákurinn komi oft í veg fyrir einvígi. Þeir, sem fljótir væru til að berjast, ef snákurinn ætti ekki að vera með þeim, reyna þá ef til vill að ná samkomulagi án einvígis. En ef heift þeirra er nógu .—kil, þá myndu þeir berjast jafnvel þótt margir snákar væru settir inn til þeirra. Slík heift var á milli Damundo og Pito. Báðir þessir náungar . jru frændur mínir, því að í þorpinu okkar var það svo, að ef einlxver var ekki bróðir þinn, þá var hann áreiðanlega frændi þinn. Damundo er frændi, sem mér .11- ur ekki við og heldur ekki mörgum öðrum. Hann er meira en 30 ára gam- all, dökkur, sterkur og grimmur, með mikið hár og yfirskegg, sem hann snyrtir eins og hefðarkona augabrún sína. Damundo stendur í þeirri trú, að hann sé mikill sigurvegari yfir mönnum og stúlkum. Það er sannleik- ur í þessu. Hann hefur fimm sinnum háð einvígi á tæpum tveimur árum og alltaf var það hann, sem felldi niður brúsana. Aldrei fékk hann svo mikið sem skeinu og hann var aldrei lengur en klukkutíma og oft skemur að leggja andstæðing sinn að velli. Þetta er einsdæmi í sögunni. .ann gortar af því, að það séu aðeins rag- geitur, sem eru í myrkraherberginu tvo eða þrjá daga. Hlægilegt, segir hann. Damundo verður svangur. Damundo saknar stúlkunnar sinnar og lýkur þessu þá af. Á hverju ári ræður hann sig á skip í tvo mánuði, og þegar hann kemur aftur frá hinum ókunnu löndum færir hann með sér armbönd, hálsmen, skínandi keðjur, sem eiga að hanga niður frá mittinu, borða, greiður, konfekt, varaliti, ilm- vötn og aðrar dásemdir. Pito er frændi, sem mér og öðrum líkar mjög vel við. Hann er grannur og er með mjög ungt yfirskegg, sem hann snyrtir ekki, því að þá væri það farið. Pito er þremur árum eldri en ég og það er farið að flögra að honum, að hann sé ekki drengur leng- ur. Rödd hans er orðin djúp, en það er ekki alltaf hægt að treysta því, að hún haldist þannig. Margar stúlkur í þorpinu okkar taka eftir honum, en þegar við förum öll niður í flæðar- málið, þegar háfjara er til þess að tína skelfiska, þá grefur Pito með Angiu, og hendur þeirra mætast und- ir sandinum. Angia er yngri en Pito og mjög falleg. Hún brosir blíðlega, en skrækir ekki og flissar fíflalega eins og þessar ungu stúlkur, sem að- eins vilja gera mann vandræðalegan. Dag nokkurn voru Pito, Angia og ég að grafa saman. Damundo kom og stóð hjá okkur og horfði niður á Angiu. Við létumst ekki taka eftir honum, heldur héldum áfram að grafa og létum skeljarnar ofan í körfuna okkar. Damundo lét litla flösku úr skín- andi gleri og gulli detta í sandinn fyrir framan hendurnar á Angiu. Uún horfði á flöskuna, en leit ekki upp. Hún beygði síðan frá flöskunni og gróf til hliðar við hana. Við héldum áfram að grafa og láta skeljarnar ofan í körfuna okkar. Damundo settist á hækjur sér. Hann tók upp flöskuna og sneri úr henni tappann. Upp úr henni steig sterk, sæt lykt; lykt af einhverju útlendu blómi. Damundo hélt litlu flöskunni að Angiu. Við hættum að grafa og settumst upp, því að nú var eitthvað að gerast. Angia tók við flöskunni, setti tapp- ann í hana og rétti hana svo Pito. Pito stóð upp. Damundo stóð upp. Pito rétti honum aftur litlu flöskuna, og Damundo sló hana úr hendi hans. Síðan sagði hann: „Ég, Damundo, gaf Angiu útlenda ilmvatnið, litli dreng- ur.“ „Ég gef Angiu þær gjafir, sem hún fær,“ sagði Pito. „Ég, og aðeins ég.“ Rödd hans byrjaði mjög djúpt, en varð allt í einu eins og lítils drengs. Andlit Pitos roðnaði af skömm, en hann stóð og horfði fast í augu Damundos. Damundo hló og hló að Pito. Hann hló hátt, og þeir, sem voru nærri okkur að grafa. hættu því óg stóðu upp. Damundo hætti að hlæja. Andlit hans varð nú dökkt af reiði. „Svo“, sagði hann, „svo að þú ætlar að gefa 184 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.