Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 6
ar, sem í byggð eru á firðinum. í Suðureyjum eru það Purkey, Brokey og Öxney. Eg veit ekki um fleiri. — Var ekki hægt að búa myndar- lega í eyjunum, þegar bezt lét? — Jú, það var hægt og var gert og fengu færri ábýli þar en vildu, en auk landbúnaðarins var þar búið við hlunnindi, — selveiði, æðarvarp og fuglatekju, sem stuðlaði að því, að hægt var að reka þar búskap með blóma. Svo má ekki gleyma hrogn- kelsaveiðinni. Hún kom fyrst á vor- in, síðan æðarvarpið með eggjum og dún, selveiðin, sem gaf af sér kjöt, spik, lýsi og annað góðgæti, og ekki má gleyma skinnunum, því ag þau hafa alltaf verið aðalverðmætið.. Víða er skarfatekja, og svo kom kofnafar um mitt sumarið, svona í 18.-19. viku. Á haustin var „uppidráp“ i mörgum eyjum, oftast í október. Þá var út- selskópurinn dreginn upp á skerjun- um. Þetta studdi allt að búsæld þarna, en allmargt fólk þurfti til að hirða þetta allt og nýta vel, en það skorti heldur ekki, því að alltaf var þar nóg að borða, þó að slíkt væri ekki hægt að segja um allar sveitir. — Hverjir voru mestir atkvæða- menn fyrir vestan, meðan þú varsf þar? — Kunnastur maður út á við var tvímælalaust séra Sigurður Jensson prófastur í Flatey og lengi þingmáð- ur Barðstrendinga, þótti heldur dul- ur og fáskiptinn ,en átti hvers manns traust. Hann hélt fermingarbörnum sínum alltaf dýrlega veizlu laugar- dagskvöldið fyrir ferminguna, og minnist ég þess ekki að hafa setið betri fagnað en þann. Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson í Hergilsey var sjófaramaður mikill, en búmaður þótti hann ekki að sama skapi. En það, sem mér þótti einkenna Snæ- björn mest, var frásagnargáfan. Hann hafði ákaflega sérstæða og góða hæfi- leika til að segja frá, en það gefur ævisagan enga hugmynd um, enda hóf hann seint ritstörf og pappírinn er annað en hið talaða orð. Nefna mætti auk þess Ólaf Bergsveinsson í Hvallátrum, sem var einna mestur bóndi í hreppnum um sína daga og auk þess aðalskipasmiðurinn. Magnús Jóhannsson í Svefneyjum var líka mikill bóndi. Hann mun fyrstur manna hafa plægt jörð í Vestureyj- um. Hann var búfræðingur frá Ól- afsdal. — En ef við förum lengra aftur í tímann? — Þá bera þeir höfuð og herðar yfir sina samtíðaimenn Eggert Ólafs- son „betri“, sem kallaður var, til að- greiningar frá Eggert Ólafssyni skáldi og náttúrufræðingi, og bjó í Hergils- ey og Eyjólfur Einarsson í Svefneyj- um, sem lengi var hreppstjóri »g ráða- maður mikill. Eggert bjó fyrst í Sauðeyjum. Hann var Barðstrendingur að ætt og hafði flutzt með föður sínum til Flat- eyjar, þegar hann var strákur. Síðar byggði hann Hergilsey upp úr auðn og gerði garðinn frægan. Mig minnir, að hann hafi fyrstur manna mælt siglingaleið inn til Flateyjar, Þegar verzlunarstaður var löggiltur í Flat- ey, var hann við sjóróðra í Oddbjarn- arskeri, og sagar, segir, að hann hafi farið á opnum árabát vestur fyrir Bjargtanga til Patreksfjarðar, sem er löng leið og hættuleg — gegnum Látraröst að fara — og sótt fyrsta kaupskipið, sem kom á hina löggiltu höfn, og leiðbeint því alla leið inn. Eyjólfur Einarsson var ráðríkur og stórráður og sagt, að hann hefði ráð- ið öllu í hreppnum um sína daga og lenti í sögulegum málaferlum við Jón sýslumann Thoroddsen, en það er önnur saga. Gísli Konráðsson full- yrðir, að hann hafi fyrstur Vestur- eyjamanna róið suður í Dritvik og farið fiskaferðir heim. — Breiðafjörður er talinn hættuleg siglingaleið. — Ojú, margur hefur nú fengið þar kollvætu og .sérstaklega meðan hvergi var viti á skeri og allt farið á árabátum, þá var ekki ævinlega gott að halda þar beinum leiðum. Nú eru komnir þar vitar. Ijós og leiðarmerki víða, svo að nú ættu siglingaleiðirn- ar ekki að vera eins hættulegar og þær voru, en þó er náttúrlega bezt fyrir kunnuga að sigla þar innan eyja. Sjómennska hefur löngum ver- ið eyjamönnum í blóð borin og þeir yfirleitt taidir góðir sjómenn. Af snilldarformönnum fyrir mína daga fór mest orð af Sigurði Ólafssyni í Flatey og Hafliða Eyjólfssyni í Svefn- eyjum og fleirum, — þessir voru þó sérstaklega tilnefndir. Synir Snæ- bjarnar i Hergilsey, Hafliði og Kristj- án, voru taldir ágætir sjómenn. Rúf- eyjarfeðga mætti líka nefna, Þorlák Bergsrveinsson og Ebenesar, son hans og Svein Jónsson í Skáleyjum. — Ilvað veidur þessari hnignun Breiðafjarðareyja? — Eg kann nr ekki að svara þvi, og það kynnu að liggja til þess marg- ar samverkandi orsakir, en einhvern veginn er þa?j svo, að menn virðast ekki hafa fundið eyjabúskapnum hentugt form á seinni árum. Mörgu er kennt um. Sumir nefna einkum örninn og svartbakinn, þó að mér þyki ótrúlegt, að örninn valdi miklu tjóni, svo lítið sem orðið er um hann. Svartbakurinn er eins og illgresi i vanhirtum garði. Hann sezt að í eyj- unum og leggur þær nætri undir sig, þegar hætt er að búa í þeim. Ef þær byggðust aftur, mundi hann hverfa eða a. m. k. mætti þá halda honum í skefjum. — Var ekki æðarfuglinn góðvinur eyja*eggja? — Jú, hann var það sannarlega. Það mátti heita, að hann væri hálf- taminn fugl. Hann verpti í glugga- tóftum og vindaugum, meðfram stétt- unum, sem lágu framan við bæina, og það má gjarnan segja frá því, að frá þeim kollum, sem verptu svona heima við bæi, voru aldrei tekin egg. Þær höfðu þau forréttindi, enda um- gengust bændurnir margir æðarfugl- inn og selinn alveg eins og húsdýrin sín og þóttust þekkja sömu kollurn- ar ár eftir ár, — og jafnvel selinn líka. — Var fært frá úti í eyjum? — Já, það var bæði gert í Suður- eyjum og Vestureyjum, og mig minn- ir, að síðast hafi verið fært frá hjá Magnúsi Jóhannssyni í Svefneyjum árið 1921. Þar er mest landrými og heillegast. En venjan mun hafa verið sú að flytja allar ærnar í land á vor- in, en svo voru þær sóttar aftur um fráfærnaleytið og lömbin þá rekin á fjall með öðiu fé. Þetta mun hafa ver- ið tíðkað mikið áður. Það gefa til kynna forn örnefni bæð'i í Vestur- og Suðureyjum t. d. Stekkhóll og Stekkjarmýri. Þessi viðskipti í sam- bandi við féð sköpuðu mikil tengsl og náin kynnj milli lands og eyja, vana- lega voru það góð og sterk bönd, sem þannig voru hnýtt. — Var dálítil verzlun í Flatey? — Já það var mikil verzlun þar á tímabili. Þá verzluðu þar allir hrepps- búar í austursýslunni, nema kannski Geiradalshreppur, og allt vestur að Skor. Þá voru eyjarnar í þjóðbraut. Leið manna úr Reykhóla- og Gufu- dalssveit lá þá um Hvallátur, Skál- eyjar og Svefneyjar, og komu þeir þá ákaflega oft við í eyjunum og dvaldist stundum lengi, ef ekki viðr- aði vel. Þeir komu á smábátum og fluttu allt á þeim. Þá voru ekki aðrar samgöngur á þessum slóðum. Barð- strendingar höfðu viðkomu í Hergils- ey og Sauðeyjum, leið þeirra lá þar um. En eftir að mótorbátarnir komu, breyttist þetta. Þá hættu þeir að koma við í eyjunum. Eftir að flóabáturinn kom hafði hann beinar ferðir milli Flateyjar og lands og varð miklu fá- förulla um eyjarnar eftir það og minna um komur landmanna. Meðan eingöngu var farið á árabátum, fengu landmenn oft lánaða báta og menn í eyjunum til.að hjálpa sér við flutn- ingana. Þetta jók á tilbreytni eyja- lífsins — að fá landmenn í eyjarnar. Maður hafði dálítið gaman af því, þegar maður var strákur. Mannlífið fékk annan svip, einkum vor og haust, þegar þeir fóru kaupstaðarferðirnar og sóttu sér vistir. Eg man sér- staklega eftir einni kaupstaðarferð, frá því að ég var strákur. Það voru Þorskfirðingar og fleiri úr Gufudals- sveit, sem fóru í kaupstaðarferð til Flateyjar í sláttarbyrjun. Þeir voru á litlum bát og hlöðnum, og þegar þeir komu inn til Skáleyja, gerði hann 534 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.