Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 15
hans. í því kann að vera fólgin vís- bending um, að prestur hafi skilið við sýslumann í reiði, þegar hann þeysti frá Víðivöllum og sá viðskilnað- ur orðið vísir að þessari sögu. Skagfirðingar þeir, sem skrifuðu um hvarf séra Odds, og aðrir, er gagnkunnugastir máttu vera í hér- aði, láta þess ýmist ógetið, að lík hans hafi nokkurn tíma fundizt eða segja berum orðum, að það hafi aldrei fram komið, svo sem Jón Espó- lín gerir. Þó eru til tvær heimildir, er segja annað. í bréfi, sem Ragnheiður Þórarins- dóttir, tengdadóttir Skúla fógeta, skrifaði Sveini Pálssyni úr Viðey 6. ágúst 1789, eru þessi orð: „Séra Oddur Gísiason er í vor fund- inn niðri í iæk þeim, er Gegnir heitir“. Svo vill til, að þetta er staðfest í Vatnsfjarðarannál yngsta, sem skráð- ur var af séra Guðiaugi Sveinssyni í Vatnsfirði og er samtíðarheimild. Þar segir um hvarf séra Odds og leit að honum: „Fannst ei, þó af fimmtíu manns leitað væri nokkra daga, fyrr en ári síðar“. Venzlafólk Skúla landfógeta mátti hafa glöggar fregnir af því, sem gerð ist í Skagafirði, hvað sem segja skal um séra Guðlaug í Vatnsfirði. Þó er náttúrlega ekki loku fyrir það skot- ið, að Ragnheiður Þórarinsdóttir hafi byggt ummæli a flugufregn, sem ekki átti við rök að styðjast. En þessi saga hefur að minnsta kosti borizt um landið. Það sýnir Vatnsfjarðarannáll. Á hinn bóginn geta rök legið til þess, að líkfundinum væri leynt. Fundur líksins i Gegni var nokkurn veginn óræk sönnun þess, að prest- ur hefði fyrirfarið sér. Þá v>ar hann ekki kirkjugræfur, og fé það, sem hann lét eftir sig, var fallið undir konung. Þótt engir gerðu sér ómak til þess að leyna slíkum atburðum, þegar umkomuiítið fólk átti í hlut, gat öðru máli gegnt um prest og bisk upsson. Biskupsfrúin gamla, móðir séra Odds, var enn lifandi. Nýi bisk- upinn, sem vígður hafði verið þetta vor, Sigurður Stefánsson, var systur- sonur hennar. Faðir ekkjunnar frá Miklabæ, séra Jón Sveinsson, var enn prestur í Goðdölum og virðingarmað- ur í héraði. Nýi presturinn á Mikla- bæ, séra Pétur Pétursson, var kunn- ingi séra Odds og Guð'rúnar maddömu. Þótt engin linkind fengist á, þe.gar Solveig átti í hlut, gátu margir svar- izt í bræðralag þagnarinnar, er um séra Odd var að tefla. Það er gömul saga og ný, að menn sameinast til yfirhylmingar, þegar þeir standa and- spænis óvæntum atbuiðum, jafnvel þótt það kosti hinar ævintýralegustu tiltektir og á almannavitorði sé, að ekki er allt með felldu. Það er þvi síð- ur en svo fyrir það að sverja, að mektarmenn i Skagafirði hafi tekið sig saman um að jarða lík séra Odds á laun í vígðri mold og láta svo sem' hann hefði ekki fundizt, þrátt fyrir þann orðróm, sem sýnilega hefur komið upp. En þá er vart annað hugsandi en menn eins og Jón sýslu- maður Espólín og séra Pétur Péturs- son á Miklabæ hafi vitað hið sanna. En vel hefur þá séra Pétur að minnsta kosti gætt síns leyndarmáls, því að sonur hans, Jón Pétursson, háyfirdóm ari, hinn mikli fræðimaður, hefur skrifað við frásögnina um líkfundinn í Vatnsfjarðarannál: „Séra Oddur fannst aldrei". Sú skoðun hefur líka verið alger- lega drottnandi fram á þennan dag, að séra Oddur hafi ekki fundizt, og til voru í Skagafirði þeir menn, sem svo sannfærðir voru um, að prestur lægi í dys Solveigar, að þeir buðu að veði höfuð sitt, ef svo reyndist ekki við uppgröft. Einn var sá, er kunni jafnvel frá því að segja, að séra Oddur lægi á grúfu í dysinni og sneri norður og suður, en Solveig þversum þar ofan á og hefði haus- kúpu prests undir brjósti sér. Svo mögnuð var trúin á það, að séra Oddur lægi á grúfu í dys Sol- veigar og sneri þar þversum, að á þessari öld myndaðist saga, sem átti að fela í sér staðfestingu á því. Eng- lendingurinn Howell drukknaði í Héraðsvötnum sumarið 1901 og var jarðaður að Miklabæ. Menn þeir, sem tóku gröfina, áttu að hafa komið nið- ur á fætur manns, er lágu þvert á gröfina og sneru tærnar niður. Fylgdi það sögunni, að á fótunum hefðu ver- ið fúin reiðstígvél með sporum. Séra Jón Hallsson var prestur á Miklabæ þegar Howell drukknaði, og átti hann að hafa látið moka aftur niður í gröf- ina og lagt ríkt á, að ekki væri haft orð á þessu. Þegar þetta gerðist, hafði kirkjugarðurinn verið stækkað- ur frá því, er fyrr var, og auðvitað fylgdi það sögunni, að þetta hefðu verið fæturnir á séra Oddi í dys Sol- veigar. En við þessa sögu er það at- hugavert, að kunnugir menn hafa opinberlega fullyrt, að ekkert sér- legt hafi fundizt, þegar Englending- urinn var jarðaður. IV. Margtalað' var um afdrif Solveigar og séra Odds, þótt árin liðu. Geig- urinn vék ekki úr hugum fólks, og oft bar margt í drauma. Séra Pétur Pét- ursson dreymdi eitt sinn, að forveri Miklabæjar-Solveig lifði i heila öld í vitund hvers unglings í SkagafirSi. T 1 M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 543

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.