Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 10
auðveldlega til æviloka, en þegar bakkarnir hættu að koma, og kolin, sem þau keyptu út í pundatali úr búðinni, var ekki lengur unnt að greiða, — þá var það, sem þau gerðu sér ljóst, að sorg þeirra var óbæri- leg. Fyrsta dáginn, sem enginn matur kom, héldu þau í vonina fram undir nón, og þau hlupu til dyranna, þeg- ar þau heyrðu fótatak úti fyrir og vonucust eftir að sjá stóran bakka með hvítan dúk yfirbreiddan. En í stað þess sáu þau bara venjulegt fólk, sem tók þátt í önnum hversdagslífs- ins, það gekk fram hjá, og tómar hendurnar héngu hirðuleysislega niður með síóunum. Um kvöldverðar- leyti skiidu þau, að enginn myndi færa þeim mat, svo að þau urðu að eltia sér mat heima, eins og þau voru vön á.Sur fyrr. Síðustu dagana höfðu þau vanizt á gerólíka fæðu og fannst erfitt að breyta um og hafa einréítaðan. fátæklegan málsverð, sem eingöngu voru kartöflur, sem Gulnaz hafði steikt án þess að smjör- ögn væri með. Þau áttu ekki annars úrko-ta en venja sig aftur á slíkan rnat Þau voru ekki verulega hungr- uð riæstu fjóra da.gana. En þá var líka smjörið, sykurinn og kartöflurn- ar til þurrðar gengið. Næstu daga á eítir átu þau hvað sem þau fundu í koíanum. En-að lokum kom sá dagur, að allir pottar, kirnur og körfur voru gal- tómar orðnar. Þann dag fóru þau hungruð í rúmið í fyrsta sinn. Næsta daginn var sama saman. Síóla þann dag fór litli drengurinn að hrópa: — Mamma, mér er illt í magan- um! Mamma hans sagði: Vertu þolin- móður, drengur minn! Okkur hlýtur að leggjast eitthvað til! Þeim fannst öllum eins og magar þeirra hefðu herpzt saman. Þau voru öll mátt- farin, þegar þau risu upp, — Það var bezt að liggja kyrr á bakinu; þá var eins og þau væru að dreyma. Þau sáu öll græna og rauða depla fyrir augunum; það var líka kynlegt bergmál, sem ómaði í eyrum þeirra. Þau veittu því athygli, að raddir þeirra urðu þýðari en áður. Daginn eftir dreymdi Gulnaz draum: kannski var einhver í göt- unni, sem þurfti á þvottakonu að halda. Það var aldrei að vita. Kann- ski myndi hún fá 'skilaboð: „Segið Gulnaz að koma og þvo fyrir mig I dag“. Já, hún Gulnaz, sem hafði heitið því að koma aldrei nálægt þvottabala framar, þráði nú að fá þessi skilaboð. En allt fólkið í göt- unni hélt, að það væri ónærgætni að kalla hana til vinnu. „Vesalings konan“, sögðu þau öll. „Sorgin hlýt- ur að naga hjarta hennar. Hún getur ekki lagt á sig að vera að þvo núna, veslings manneskjan“. Þennan dag datt engu þeirra í hug að fara á fætur." Þau sáu öll matar- sýnir. Litli drengurinn sagði stund- um: „Eg sé brauð. Sjáðu, sjáðu, mamma, og hann rétti fram hönd- ina eins og til að grípa það, brauð, sjáðu, hvað það er fallegt — svo vel bakað .... Eldri drengurinn sá hins vegar sæl- gæti. Mikið hafði hann verið vitlaus að hafa ekki stungið nokkru undan, þegar það kom á bökkunum — hann hafði verið aldeilis óheyrilega heimskur að borða allt upp, þegar honum var gefið. Ef hann fengi að- eins einu sinni enn sendan bakka með mat, vissi hann, hvað hann myndi gera: hann ætlaði að borða voðalega hægt, aðeins örlítinn bita í einu. Gulnaz lá í rúmi sínu og hlustaði á muldrið í börnum sínum, hún beit ákaft á vör sér til þess að kæfa hróp, tárin flóðu niður um kinnarnar og hún fann saltbragð koma í munn sér. Hún gat fylgzt með öllu, sem gerðist, með því einu að hlusta — öllu lífi götunnar, þar sem hún hafði búið í mörg ár. Dyr lokuðust. Litli drengurinn í næsta húsi, Cevat, var að fara í skóla Hann skellti alltaf á eftir sér hurð- inni. Ef það hefði verið eldri dreng- urinn, Sulyman, hefði hann lokað gætilega á eftir sér; bræðurnir voru svo ólíkir í sér. Nú heyrði hún eldri konu þurrka kurteislega af fótunum á sér. Það var móðir Sallihs, sem er messadrengur á skipi. Hún er að fara út til þess að verzla. Aftur fótatak. í þetta skipti er það Tashin Efendi, rakarinn, sem býr í rauða húsinu við enda götunnar. Hann fer alltaf út um þetta leyti morgunsins til þess að opna rakarastofuna sína, sem er við aðalgötuna. Næsti er Hasan Bey, hann er barnabarn Idris Agha, kaup- mannsins; hann er skrifstofumaður í rafmagnsfyrirtæki. Hann ætlar að flytja úr götunni, jafnskjótt og hann nær sér í menntaða konu og kvæn- ist henni. Sá, sem kemur núna, er barnakennarinn, Nuriye Hanim. Síð- an kemur Feyzullah Efendi, hann er skósmiðurinn. Þá Cemil Bey, skatt- heimtumaðurinn. Og þarna er bakar- inn, sem alltaf stanzar hjá húsi Rif- kys Bey. Hann kemur á hverjum degi á nákvæmlega sömu mínútu. Stóru körfurnar eru bundnar sín hvorum megin á hestinn. Þær eru sneisa- fullar af brauði .... Það var eldri drengurinn, sem heyrði fyrst í hestinum með brauð- ið, og hann leit til bróður síns. Yngri drengurinn heyrði það svo. Hann leit líka til bróður síns; augu þeirra mættust. Sá yngri tautaði: „Brauð“! ' Hljóðið færðist nær. Gulnaz reis seinlega á fætur í subbulegu her- berginu og vafði trefli um hálsinn og bjóst til að fara út. Hún hafði ákveð- ið að biðja um tvo brauðhleifa og fá þá skrifaða. Hún gæti borgað það ef hún fengi einhvern tíma að þvo fyrir fólk aftur. Hún hélt hendinni á snerlinum; hikaði fyrir innan dyrn- ar. Hún hlustaði af öllum kröftum. Hún heyrði hófahljóðið nálgast og kjarkur hennar -jókst; nú var það aðeins fáein skref í burtu, og það neyddi hana til að Ijúka dyrunum upp. Gulnaz horfði blóðhlaupnum aug um á þessa blessun, þennan dýr- lega mat, hvar hann þokaðist hjá. Stórar körfurnar dingluðu' á hvítum hestinum, þær voru svo stórar, að þær huldu alla hlið hestsins og svo mikið brauð var í þeim, að þær dróg- ust hér um bil við jörðu. Báðar körf- urnar voru fullar. Brauðiö var bak- að úr hvítu, mjúku hveiti. Hleifarnir voru svo nýir, svo ferskir og lysti- legir; það hlaut að vera unun að koma við þá. Dásamlegur ilmur barst að vitum hennar frá brauðunum, fór inn um nefið ofan í hálsinn. Gulnaz kyngdi og kyngdi. Hún ætlaði einmitt að fara að opna munninn og segja eitthvað við brauðmanninn, en þá æpti hann skrækri röddu: „Farðu frá“. Og hún missti alveg kjarkinn, gat ekki stunið upp einu einasta orði, stóð þarna eins og negld við jörðina, og starði á körfurnar, sem snertu næstum dyrastafinn hjá henni. Mat- urinn, þessi guðsblessaði matur, var að fara fram hjá húsi hennar, en hún gat' ekki rétt út höndina og tekið hann. Hesturinn rölti silalega áfram og veifaði taglinu, hvítu og löngu eins og vasaklút: „Vertu sæl, Gulnaz, vertu sæl! Vertu sæl! Vertu sæl!“ Hún skellti hurðinni og sneri aftur inrní herbergið. Hún dirfðist ekki að líta í hitasóttarkennd augu drengj- anna sinna, sem höfðu beðið von- góðir eftir henni. Hún gat ekki fund- ið neinn stað til þess að fela tómar hendurnar. Skyndilega var eins og hún skammaðist sín fyrir að hafa á annað borð hendur. Ekki var mælt orð af vörum inini-. í herberginu; drengirnir sneru sér bara á hina hliðina; eldri drengurinn lokað'i aug- unum til þess að þurfa ekki að sjá tómar hendur móður sinnar. Gulnaz hneig niður á miðju gólfinu, fæturn- ir vildu ekki lengur bera veikbyggð- an líkama hennar, hún faldi hend- urnar undir pilsinu, svo skreið hún í felur út í eitt hornið, eins og hún vildi helzt gufa upp fyrir fullt og allt. Andrúmsloftið í herberginu varð þrungnara, þögnin varð æ þyngri. — Enginn hreyfði sig meira en í hálfa klukkustund. Að lokum var það enn yngri drengurinn, sem rauf þögnina. Hann kallaði úr rúmi sínu: — Manima! Mamma! — Já, sonur minn! — Eg þoli það ekki lengur. Það er eitthvað að gerast inni í mér. $38 TÍIBINN SUNNUDAGSELÆÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.