Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Side 19
— Hann verður svona út hunda- öagana. t Nágranninn benti honum þá á, að nú væru engir hundadagar, en þá svaraði Jósep og var hinn æfasti: — Mér er alveg sama, hvort eru hundadagar eða hundadagar ekki. Hann verður svona út hundadagana. ★ ÞAÐ HAFÐI VERIÐ ákveðið að hyggja kirkju í þorpinu, og átti hún að vera veglegt hús og taka langt fram gömlu kirkjunni. En nokkur ágreiningur var um það, hvort byggja skyldi úr timbri eða steinsteypu. Einn þeirra, sem mælti með steinsteypunni komst þannig að orði í ræðu: — Það er mikið betra að byggja úr steinsteypu, því ag það er hægt að brúka kvenfólk og krakka í -'teyp- una. ★ BLÓTSEMI er löstur, sem margan nianninn lýtir, og það suma er slzt skyldi. Prestur einn, sem var mjög blót- samur, var eitt sinn að taka fólk til altaris. Þegar hann ætlaði að byrja áberginguna og sneri sér að altarinu, heyrði fólk hann tauta fyrir munni sér: — Hvar er nú andskotans kaleik- urinn? MANGI var dyggðalijú, en þótti gott í staupinu. Var hann þá stundum nokkuð aðsópsmikill og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Eitt sinn, er Mangi sat hjá ánum- eftir fráfærur, gerði miklar rigning- ar og varð Mangi allhrakinn í hjá- setunni. Um miðjan dag kemur hann heim, gengur fyrir húsbónda sinn og segir: — Þorsteinn, ein ænn er áð drep- ast, ég vil hafa handa henni kaffi og brennivín, því að það gengur ekk- ert að henni annað en skjálfti og kuidi.. BóndLsér nú um, ag hann fái heitt kaffi og brennivín handa ánni og fer Mangi svo sína leið. Um kvöldið, þegar Mangi er kom- inn heim og hefur kvíað ærnar, inn- ir bóndi hann eftir því, hvernig ánni líði. Þá segir Mangi: — Þegar ég kom inn eftir, var hún búin að leggja allt hjá sér, svo að ég dreif í hana kaffið og brenni- vínig og skar hana með það sama. ★ KOSNINGASMALI einn hafði tal af konu, sem hann hafði sannfrétt að ætlaði að yfirgefa gamla flokkinn sinn: — Ætli þú kjósir ekki eins og vanalega, Gróa mín, sagði hann. — Nei, svaraði hún, — ég hef ákveðið að kjósa ekki oftar lista, sem Ólafur Thors er á, og hann er 24. niaður á ykkar lista. — Þetta líkar mér vel, sagði smal- inn, — það er alltaf gaman að tala vig fólk, sem hefur sjálfstæða skoð- un. En ég get kennt þér gott ráð. Þú skalt strika nafn Ólafs út af list- anum, verri smán er ekki hægt að gera frambjóðanda. Þetta þótti Gróu heillaráð og þakk aði smalanum fyrir komuna. VIÐ LANDEYJASAND er oft erfið og vandasöm lending, sem kunnugt er. Eitt sinn beið þar bátur lags í úfnum sjó. Þá mælti einn hásetinn, sem Jón hét og þótti heldur kjarklít- ill, og beindi orðum sínum til for- mannsins: — Ætli það sé nú ekki óhætt að róa í Jesú nafni? Formaður anzar því engu, en bíður enn lags. En þegar þeir voru lentir, snýr hann sér að Jóni og segir: — Hvernig heldur þú, að hefði far ið, hefðum við róið í Jesú nafni: Vi:5t i'^f-um steindrepið okkur alla. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 859

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.