Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 16
KAFTEINNINN netin. Staurarnir, sem héldu netinu uppi, hlytu smám saman að morkna og • netið sjálft aS ryðga og slitna. Að sjálfsögðu gat það ekki farið fram hjá fólkinu, sem bjó í námunda við Scapa Flow, ef skipt væri um kaf- bátanet; — sett ný í stað þeirra gömlu. Enn síður fór það fram hjá mönnum, sem verulegan áhuga höfðu á því, sem gerðist umhverfis flota- stöðina. Og Ortel hafði vissulega mik- inn áhuga á því, sem þar fór fram. Hann spurði viðskiptavini sína sak- leysislegra spurninga, sérstaklega sjó liðana og áhafnirnar á skipunum á sundinu, og fékk ailtaf svör, sem grundvölluðust á eðlilegu trausti. Þar að auki fór hann næstum daglega til klettanna við ströndina og horfði í gegnum kíkinn á það, sem var að ger- ast á sundinu. Það liðu ekki margir dagar áður en hann varð viss um, að í raun og veru væri verið að skipta um kafbátanet í Hoxa Sundi. Sérstök hermálanefnd hafði látið gera athug- un á kafbátanetinu og þá hafði kom- ið í ljós, að það hafði látið svo mikið á sjá, að ekki var mögulegt að kom- ast hjá því að skipta um. Sá orðrómur komst á kreik, að af- greiðslu netsins hefði seinkað um þrjá daga, og með tilliti til þess, að það tæki minnst fjóra daga að koma nýju neti fyrir, var ljóst að Hoxa Sund yrði opið neðansjávar í a.m. k. viku. Það var 8. október 1939, að Ortel komst að framangreindri niðurstöðu. Þennan dag var lágskýj- að, myrkt í lofU og gekk á með regn- skúrum. Fáir viðskiptavinir höfðu komið í búðina, svo að hann lokaði snemma, dró járngrindurnar fyrir gluggana og gekk heim. Hann bjó í lítilli, snoturri íbúð, sem var í engu frábrugðin mörgum öðrum enskum híbýlum. — Hann opnaði útvarpið eins og venjulega, og brátt glumdu fréttirnar um stof- una. En heyrn Ortels var augljóslega eitthvað ábótavant, því að 'hann hækk aði enn í útvarpinu —• án tillits til ná- búanna. Því næst læsti hann útidyr- unum og fór inn í lítið herbergi.. Þar var eitthvert tæki, sem líktist gömlu útvarpi. En útlitið var aðei.ns til þess að villa mönnum sýn: Þetta var dul- búið senditæki. Nú er rétt að víkja sögunni til Þýzkalands. — Árið 1923 hafði orðið Þýzkalandi örlagaríkt. Geysileg verð- bólga hafði orðið í landinu, bankar orðið gjaldþrota og sparifjáreigendur öreigar. Það ár sat Hitler í fangelsi fyrir misheppnaða valdaránstilraun, þar sem hann skrifaði bók sína „Mein Kampf“. Þjóðverjar höfðu ekki stað- ið við greiðslu á stríðsskaðabótum til Frakka, svo sem ákveðið hafði verið í Versalasamningunum. Þetta varð til þess, að Frakkar lögðu undir sig RuhrJhéraðið. Það var og þetta ár, sem Canaris aðmírájl, — hann var þá hvorki aðmíráll né frægur fyrir leyni þjónustu sína, heldur lítt þekktur sjóliðsforingi á eftirlaunum — vann að flotans. Þetta sama ár sendi hann frá sér fyrsta njósnarann, og hann var jafnframt fyrsti njósnarinn, sem far- ið hafði á stúfana eftir undirritun V ersalasamningan na. Þessi njósnari hét Wehring. Hann var um þetta leyti einn af yngstu kafteinunum á þýzka flotanum — er reyndar var um þetta leyti ekki til sem herskipafloti — hann hafði sýnt mikla hreysti á herskipinu „Hipper aðmírálV' og hafði þess vegna ekki verið sfrikaður út af launalista þýzka ríkisins að stríðinu loknu. — Canaris hafði veitt þessum unga manni at- hygli og valið hann til þess að i'nna af hendi þýðingarmikið starf. Hann var nú skyndilega gerður að fulltrúa gamallar og velþekktrar þýzkrar úr- verksmi.ðju, og sem yfirmaður út- flutnings fyrirtækisins, skyldi hann heimsækja öll lönd Evrópu og nota augu sín og eyru. Hann hafði meðal annars fengið skipun 'um að beina sérstaklega athygli sinni að hafnar- borgum, en þó sérstaklega flotastöðv- um. Árið 1926 hafði Wehring sótt um starf hjá svissnesku fyrirtæki, sem framleiddi úr til þess að læra fagið til fullnustu. Hann lagði fram papp- íra, sem sýndu,' að hann hafði hæfi- leika til starfsrns. Hann fékk stöðuna, en árið eftir hvarf hann sporlaust — enginn vissi, hvar hans var að l'eita. En þetta sama ár skaut úrsmíða- sveinn upp höfðinu í Kirkwall á Orkneyjum. Þessi úrsmiður líktist því að endurreisa njosnastarfsemi Wehring það mikið, að ekki hefði SKAUT — OG SKIPIÐ SÖKK 568 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.