Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 21
Randversreisa Franihald a£ bls. 565. í gjá eða skoru við norðurbakk- ann og kemur svo fram í hávöð- unum fyrir neðan, löngum og afar stórgrýttum. Milli fossins og ham- arsins sést lítill hellismunni, og niður af honum er kafloðin gras- brekka; þetta minnir á munnsvip 19. aldar bónda. Að vestan eða suðvestan er dalurinn opinn, því þar rennur Rangá. En til hliðar sunnan megin er dálítil hamra- borg, álíka stór og væn sambygg- ing í Reykjavík. Þar mætti vel hugsa sér dvergabyggð. Þeir gætu lifað af því, sem þessi unaðsfagri dalur gæfi af sér, og þyrftu að fara í kaupstað í mesta lagi einu sinni á ári. Á vorin dygði þeim eitt kríuegg í máltíð, en í Rang- árhólmum verpir mikill fjöldi af kríu á hverju vori, og þá eru mikil umsvif í hólmunum, og ekki frið- legt að vera þar á gangi, hvorki fyrir menn né skepnur, svo að krummi þorir þangað ekki, og þykir honum þó egg mata bezt. Ofan við Rangárhólmakvíslina er dálítill mýrarblettur með stör og öðrum góðum grösum. Þar gætu dvergarnir heyjað handa einni á, og kjötið af lambinu hennar gæfi þeim ársforða af kjöti, og ullin af henni dygði þeim til fata. í kvíslinni eða ánni veiddu þeir siluhg bæði bleikju og urriða, svo að þeir þyrftu ekki að sækja í kaupstað annað en kaffilús, salt- ögn, sykurörðu og mjölhár og eitthvað af rauðum og bláum dúk- um. Og þetta gætu þeir borgað með ýmsum fallegum gripum, sem þeir smíðuðu úr marglitum stein- um og skógarhrislum, sem hægt er að finna hér og þar um dalinn. En ef við Monsi hefðum ætlað að reisa bú í dalnum, sem okkur þótti mjög girnilegt, hefði hann þurft að vera næstum hundrað sinum stærri. við þennan hest; þetta var gæðing- urinn Óðinn. Hann bar þess engin merki, að hann hefði verið notað- ur þeranan morgun. Piltarnir litu til mín: „Varstu að skrökva að okkur, þrjóturinn þinn?“ sagði Lúili. „Eg hef engu skrökvað að ykkur, ég sagðist bara hafa orðið að taka þennan hest, af því ég hefði ekki haft um neitt annað að velja. En þið létuð blekkjast, vegna þess að Svipur gamli var orðinn svo þvæld- ur undir mér, þegar ég kom hér að neðan, að hann var farinn að grípa töltspor. Nú skuluð þið mimnast þess næst, þegar þið smalið, að taka Svip, ef þið ætlið að vera fljótir." Við gengum nú allir niður í dal- inn um breiða götu, sem þar er, og að Rangárhólmakvíslinni. Svo bröltum við á bak, og Randver bar okkur yfir kvíslina. Nú var veiðihugur kominn í okkur. Við létum Randver á lynghæð, sem hæst bar í hólmanum, en fórum sjálfir að huga að berjum, þótt það væri með hangandi hendi, því að allur hugurinn var við veiðina. Við urðum aðeins berjabláir, en hlupum svo að ánni beint á móti móbergshamrinum. Þar var djúp- ur hylur og svo lygn, að ekki sást vatnið hreyfast. Það var eins og áin væri að hvíla sig eftir ferðina um foss og hávaða. Sólin var far- in að lækka á lofti, og hamarinn sló skugga á hylinn. Við beittum önglana og köstuðum út í hylinn og biðum svo með öndina { háls- inum. Eftir litla stund leit ég til Monsa og sá, að eitthvað hafði gerzt. Hann var allur á iði og starði út í hylinn. Hann ýmist dró færið eða slakaði á því, og það leyndi sér ekki, að silungur hafði bitið á öngulnn, og eftir litla stund hafði hann dregið hann á land, og þarna á eyrinni lá þriggja punda bleikja, svo undur litfögur, dökk á bakið, en rauð- bleik á kviðnum. Það leið ekki á löngu áður en ég fékk á krókinn, og þarna veiddum við sjö bleikjur, ég þrjár en Monsi fjórar. Við vor- um lémagna og orðlausir af gleði og horfðum hvor á annan hugs- andi um þá hamingju að hafa far- ið þessa ferð og veit svona vel í Rangá, sem alfir höfðu sagt, að ekki þýddi að væta færi í. Við lág- um á lyngbala litla stund, því að veðrið og kvöldkyrrðin var svo unaðsleg. Svo fórum við að tala um, hvað fullorðna fólkið mundi segja, þegar það sæi veiðina, því að það fór ekki dult, þegar við lögðum af stað, að ferð okkar mundi verða meira til gamans en gagns. Það kvöldað; óðum, og við urð- um að hugsa til heimferðar. Við settum bleikjurnar } kippur og gortuðum af þeim mikla stærðar- mun, sem var á þeim, og murt- unum úr Fiská. Svo hönkuðum við upp færin og fórum að huga að Randver, en hann var þá allur á bak og burt, en beizlið lá á lyngmóanum, þar sem við höfðum skilið við hann. Við gengum upp á hæsta balánn á hólmanum, og þaðan sáum við á bakið á Rand- ver, þar sem hann var að gæða sér á safaríkri störinni í mýrar- blettinum handan við kvíslina. Við fórum þvi úr sokkum og skóm og óðum yfir kvíslina, en hún tók okkur tæpiega í hné. Randver var pakksaddur og j bezta skapi eins og hann var vanur, og við létum vel að honum, lögðum við hann beizlið og héldum heimleiðis. Ferðin var senn á enda og mál að taka á sig náðir. Að morgni mundi rísa nýr dagur bjartur og fagur, en hann mundi færa okkur erfiða vinnu. Á eftir kæmi sunnu- dagur, en hann mundi ekki verða neinn hvíldardagur fyrir okkur Monsa, því að við áttum að fara snemma á fætur og smala saman hrossunum og allt fullorðna fólk- ið ætlaði til kirkju. En að kvöldi áttum við að sjá um, að ærnar og kýrnar væru á stöðlinum með réttri tölu. En þessarar skemmtilegu ferð- ar minntumst við oft með gleði, og okkur kom saman um að kalla hana Randversreisu. Klerkurinn Framhald af bls. 560. mikil, og kaðallinn lafði ekki niður, heldur var nærr láréttur. Við urðum þess vegna að flytja okkur af eigin ramleik eftir kaðlinum, ómögule-gt var að nota líkamsþungann til að renna niður. Að þessu kom-umst við, er við tókum bækur og aðra hluti, vöfðum þeim innan í kápu inína og fest-um við kaðalinn til að sjá, hvort böggullinn rynni eftir honum sjálf- krafa. Han-n gerði það ekki. Sem betur fer, nam ha-nn staðar, áður en hann var úr seiHngarfæri, því að hefðum við ekki getað náð honu-m, hefðum við aldrei komizt niður sjálfir. Við dróg- um böggulinn upp aftur og skildum hann eftir. Félagi minn breytti nú um skoðun. Hann hafði alltaf tabð það auðveldan hilu-t að renna sér niður, en nú sá hann, hvert hættuspil það var. „En ég verð án efa hengdur, ef ég verð hér kyrr“, sagði hann. „Ef við köstum reipinu niður núna, mun það fa-lla í síkið, og skvampið mun koma upp um okkur og vini okkar líka. Ég mun fara niður, hjálpi mér Guð. Ég vil heldur hæ-tla á flótta en vera hér kyrr og megn-a ekkert“. Síðan Jas hann bæn og tók kaðal- in-n. Hann komst auðveldlega niður, þvi að hann va-r sterkur og kaðallinn var enn strengdur. En niðurför hans kom sla-ka á kaðabnn og gerði mér erfiðara fyrir. Ég tók ekki eftir því, fyrr en ég var iagður af stað. Ég fól mig á vald Guði og Drottni Vorum, Jesú, Heilagri Maríu, verndar engli mínum og einkum föður South- wel'l, s-em hafði verið fanginn i næsta nág-ren-ni, þar til hann v-ar leiddur út til píslarvættis. Síða-n greip ég um reipið hægri hendi og tók einnig um það með vinstri. Til þess að hindra að ég félli niður vafði ég fótunum utan um kaðalm-n, þó þannig, að T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 573

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.