Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 12
Básar í Grímsey eru nyrzti bær á íslaudi. Þar býr oddviti þcirra Grímseyinga, Alfre'ð Jónsson, ásamt Ragnhildi, konu sinni, og nokkrum börnum þeirra hjóna. Þegar ég var staddur í Grímsey ekki alls fyrir löngu, sótti cg Alfreð heirn til að spjaila örlítið við hann um málefni byggðarlagsins og Grímseyinga. Básar eru spölkorn norðan við Sandvíkina, höfn Grímseyinga, og ég er ekki alveg óttalaus, þegar ég geng þangað norður. Þarna eru nefnilega alveg fádæma ósköp af kríu, og hún gargar og'lætur öllum illum látum yfir höfði mér, og ég er berhöfðaður. En hún lætur sér nægja að garga, og ég slepp óskadd- aður, enda mun ekki nógu áliðið til þess, að krían ráðist á menn af fullri hörku. Það gerir hún helzt um það leyti, sem ungarnir eru að komast á kreik, en enn er hún ekki nema rétt farin að verpa. Alfreð oddviti á Básum tekur al- úðlega á móti mér og leiðir mig inn í skrifstofu sína, Ég bið hann að segja mér og lesendum Sunnudags- blaðsins eitthvað um líf manna í AfreS Jónssors, oddviti í Grímsey. Grímsey, þessu fjarlæga eylandi, sem margir hafa áreiðanlega ranga eða enga hugmynd um, að minnsta kosti Sunnlendingar. — Hvað eru íbúar margir í Gríms- ey, Alfreð? — Þeir eru 73 eins og er, en eft- ir því, sem ég veit bezt, mun þeim ■fjölga um 5 nú á næstunni. — Fólki fer þá hér ekki fækk- andi? — Nei, það þokast heldur upp á við. Þegar ég kom hingað, voru íbú- arnir um 60, nú eru þeir komnir yfir 70 og fleiri í vændum. Um og fyrir 1950 var hins vegar talað um, að allir færu héðan, þá fór mikið af ungu fólki burt, en margt af því hefur komið aftur á síðustu árum. Og það er mesta firra, sem margir halda, að hér sé aðallega gamalt fólk. Á flestum heimilum hér eru ung hjón og með börn á skólaaldri. Hér voru 14 skólaskyld börn í fyrra og verða 16 að ári. — Hér er sem sagt gott að vera? — Menn lifa hér að mörgu leyti góðu lífi. Hér eru menn algerlega lausir við allan taugaóstyrk og æs- ing, sem fylgir hraðanum í þéttbýli nútímans. Hitt er svo annað mál, að hér verður enginn ríkur á þann mælikvarða, sem nú er farið að leggja á þá hluti. En menn lifa hér heHbrigðu og góðu lífi, það yrði víst talið fremur áhyggjulítið líf, en að jafnaði hefur hver það eins og hann leggur á sig. Einar djálkni mundi orða það þannig, að menn uppskeri eins og þeir sái. En afkoman er hér yfirleitt mjög sæmileg. — Ilvað eru margir bæir í Gríms- ey? — Jarðirnar munu vera 10 eða 11, og heimilin eru 14. Sumar þess- ar jarðir eru litlar, en þeim hefur verið skipt út úr eldri jörðum. Básar eru ein af þeim fáu, sem ekki hefur verið skipt. — Og menn stunda hér einhvern búskap? — Það eru flestir með búskap, og allir eru sjálfum sér nógir með mjólk og kjöt og slíka vöru. Menn hafa þetfá 20—30 kindur, og það mun láta nærri, að í eynni sé ein kýr á heimili að meðaltali. Það verð- 588 9 ! M I N N — SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.