Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 4
Elsa E. Guðjónsson safnvörður með augnsaumað sessuborð (Þjms. 927). er flestum fróðari um gerð og sögu þessara listaverka. Við staðnæmumst fyrst við stóra rúmábreiðu, sem merkt er Dómhildí Eiríksdóttur og er með ártalinu 1751. — Þessi ábreiða er öll með augna- saumi, eins og hann hét áður, en nú er ætíð talað um augnsaum. Sér- kennileg fyrir íslenzkan útsaum er þessi notkun á augnsaumnum, að fylla allan flötinn með augum. Á munum frá öðrum löndum, t.d. Dan- mörku, er aðeins munstrið með augnsaum, en grunnurinn ekki fyllt- ur upp með honum. Þó eru til ensk- ir sýnishornaklútar frá 17. öld, sem eru saumaðir með augnasaumi á lik- an hátt og íslenzku munirnir. Hið elzta, sem ég hef fundið um augna- saum er frá 1659, en talið er, að borusaumur og gatasaumur hafi ver- ið sami saumur og augnasaum- ur. Orðið borusaumur kemur fyrst fyrir um 1550. í Sigurðarregistri eru taldir á Hólum tvennir vængir með sprang og einir með borusaum og borusaumstjald. Og á Grenjaðarstað eru tveir vængir með borusaum 1557 og tveir með augnasaum 1659. Ef til vili er hér um að ræða sömu hlut- ina, þótt ekki sé unnt að fullyrða það. Síðan er eins og orðið boru- saumur hverfi, en gatasaumur kem- ur í staðinn. Fyrsta dæmi, sem ég hef fundið um gatasaum, er i úttekt Hóla 1657. Þar eru taldir sunnudaga- vængir tveir með gatasaum, að mestu heilir, en árið 1698 eru nefndir tveir slitnir með augnasaum. Það er svo ekki fyrr en seint á síðustu öld, sem hætt er að tala um augnasaum og farið að kalla hann augnsaum. Svo er að sjá sem Sigurður Guðmunds- son málari hafi notað orðið augna- saumur, en Sigurður Vigfússon, sem tók við safngæzlu eftir hann. notar heitið augnsaumur. — Hér er klæði, sem talið er vera frá 17. öld, en ekkert er vitað, hver hefur gert það, né hvaðan það er. Almenningur, sem kemur hingað í safnið, kallar það riddarateppið, og margar hannyrðakonur hafa spurzt fyrir um munstur af því. Riddara- teppið er saumað með fléttusaum, en hann var kallaður krosssaumur hér áður fyrr. Krosssaumur sá, sem nú tíðkast, er ekki til á gömlum munum. Orðið krosssaumur kemur Þjóðminjasafni íslands má sjá margar minjar um fagurt handbragð og iðjusemi ísienzkra kvenna á liðn- um öldum. Þar gefur að líta ábreið ur af ýmsum stærðum og gerðum, saumaðar og ofnar, flosaða smáhluti, svo sem sessur og hempuborða, alt- «risklæði og dúka og samfellur með blómstursaumuðum rósabekkjum eða knippluðum blúndum, svo eitthvað sé nefnt. Við skulum ganga um sali safnsins og virða fyrir okkur handaverk íslenzkra hannyrða- kvenna, og í fylgd með okkur er Elsa E. Guðjónsson safnvörður, sem .72 itMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.