Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 22
an efnilegust. í skjóli heinai var Halldóra síðustu árin. * Árið 1874 er Rasmus horfinn df manntali. Deyr hann um petta leyti, þó að mér hafi ekki tekizt að finna dánardægur hans í kirkjubókum. En Halldóra býr áfram með dætrum sínum næstu sex árin. Þá hefur hún sennilega haft einhverja veitingasölu. Og árið 1881 flytur Halldóra frá Djúpavogi, ásamt þeim Vilhelmínu og Soffíu, að Vestdal í Seyðisfirði til Helgu dóttur sinnar, sem þar er gift Ingimundi Eiríkssyni. Þær Hall- dóra og Soffía flytjast á heimilið til ungu hjónanna, en Vilhelmína verður vinnukona hjá Sigurði Jóns- syni, verzlunarstjóra á Vestdalseyri. Nú gerist ekki mikil saga af Hall- dóru. Hún er þarna öldruð 'kkja í skjóli dóttur sinnar og gætir barna- barnanna, sem verða mörg með ár- unum. í Vestdal er hún til 1891, að þau Ingimundur og Helga flytja í Sörlastaði. Þá er hún komin 'dir áttrætt. Þá er ekki annað eftir en loka- þátturinn í lífi þessarar konu. Hún deyr á Sörlastöðum 16. maí 1898, 85 ára gömul. Tæpum mánuði áður, 10 apríl, dó Soffía dóttir hennar. 46 ára að aldri. Þau Ingimundur og Helga ign- uðust fjölda þarna og eru margir niðjar út af þeim komnir. Ein dótt- ir þeirra var Vilhelmína, kona Karls Finnbogasonar á Seyðisfirði. Læt ég svo lokið frásögn af kon- unni, sem ólsf upp í Hamarsdal, eyddi manndómsárum sínum á Djúpa vogi, en lauk ævi sinni austur á Seyð- isfirði. Heimildir: manntalsbækur Háls- sóknar. íslenzkar. æviskrár og fleira. Þeir, sem senda Sunnudagsbla'ftinii efni til birtingar, eru vinsam lega betSni að vanda ti) handrita eftir föngum og helzt a'Ö láta vélrita J>au, ef kostur er. Ekki má |)ó vélrita ))éttar en i atSra hverja línu. - - --- ----------------- ÞRJÁR LÆKNISVITJANIR - Framhald af 171. síðu. og sá hvergi til fjalla. Tók ég stefnu þvert yfir sléttlendið og kom þvi sem næst á ákvörðunar- stað. Fór ég svo undan veðri að Arnhólsstöðum, og þóttust allir mig úr helju heimt hafa, því að báða þessa daga var svo vont veð- ur í Skriðdal, að víða var ekki farið á beitarhús, ef langt var á þau. Ekld kom annað til mála en Finnbogi Iéti vinnumann sinn fylgja mér út í Hryggstekk. Sjálf- ur var hann veikur, og vegna þess hafði ég verið fenginn til þess að fara þessa ferð. En af stúlkunni, dóttur hans, er það að segja, að henni batnaði vel. í Skriðdal kom enginn kíghósti að þessu sinni, svo að hræðsla manna í Skógum við mig var ástæðulaus. III. Veturinn 1910 var mjög harð ur og snjóalög mikil. Þá var ég vinnumaður á Mýrum hjá Stefáni Þórarinssyni. Þar lá þá sjúkling ur, Einar Einarsson, mágur Stef- áns, og var að b?rjast yV 'lauð •mn. Hann var haldinn krabba- meini og notaði meðul að læknis- ráði til þess að stilla kvalirnar. Þegar þau þraut, hafði hann ekki viðþol. Var ég því sendur norður að Brekku í Fljótsdal til Jónasar Kristjánssonar, sem þá var þang- að kominn. Ég lagði af stað snemma morg- uns þriðja sunnudag í þorra og bjóst við að verða fljótur í för- um, því að skíðafæri var gott. Þeg- ar ég kom að Brekku, stóð svo á, að Jónas læknir var að búa sig undir að skera upp mann, mig minnir við botnlangabólgu. Þetta tók langan tíma, og það var liðið á dag, þegar Jónas fékk mér meðulin. Bað hann mig að fara ekki lengra en að Hallorms- Lausn 4. krossgátu stað um kvöldið, því að veðurútlit væri ljótt og loftvog fallandi. Þá voru engar veðurfréttir né veð- urspár aðrar en þær, sem til urðu á bæjunum. Ég lofaði þessu og lagði síðan af stað. Lagarfljót var undir þilju- gaddi, og fór ég því beint í Hall- ormsstað. Þegar ég kom þangað, var enn bjart af degi og veður all- gott. Og nú var ég kunnugur orð- inn á Hallormsstaðarhálsi, svo að mér þótti minnkun að því að biðj- ast gistingar á björtum degi. Ég lagði því á hálsinn. En um sama leyti fór veður að versna, og dimmdi mjög í kring, og þegar ég kom á austurbrún hálsins skall snögglega á glórulaus bylur. Ég steig þá á skíðin og setti á þau band, svo að ég tapaði þeim ekki, þó að ég dytti. Lét ég svo ber- ast undan vindi og bratta og fór stundum svo hratt, að ég átti fullt í fangi með að verjast falli. Það var aðeins einu sinni, að ég þurfti að ýta mér áfram. Ekkert vissi ég, hvar ég fór, því að slétt var yfir allt af snjó. En svo sá ég þúfu eða öllu held- ur puntstrá standa upp úr fönn- inni. Fór ég að hyggja að þessu, veiti ég því þá athygli, að upp úr þúfunni stendur tréhæll. Kannast ég þá við, að þetta var nátthaga- veggurinn á Mýrum. Þaðan var örstutt heim að bænum og auð- ratað. Eftir þetta höfðu sumir þá tröllatrú á mér, að ég gæti ekki villzt. En auðvitað var það til- viljun ein, að ég kom beint að nátthaganum og rakst þar á tré- hæl, sem rekinn hafði verið niður til þess að halda uppi vírstreng á garðinum. En það var einróma álit allra, að ég hefði orðið veður- tepptur á Hallormsstað í viku að minnsta kosti, ef ég hefði ekki farið yfir hálsinn þetta kvöld. W“/ 6 O t R G I L £ G > K K i\ £ 1 N s T fí K V K \ Y h w fí \ H O T A 6 P s \ X fí C U fí P \ fí 7 V, 1 w w n \ i e H l fl fl f> > F I M fí K A M r> S \ \ s w J K \ F L fí K \ fí \ s fl 7 r V N G L n R \ fí P K u H * n K \ fí \ r L R G s s s f( R í p \ N Á 5 r fl T \ K fl K T s u N P N P R R K \ V w 0 \ r P fí K \ 5 Ó T s \ a \ R K í K c F \ R fí w \ u K 4 u L L I L \ L fí V p \ V M M L i p u N 1 V \ ! \ N í £ L s T 1 c N n 0 N \ c u P \ 1 fl' T w I K a fí N M F e T u \ p \ fl' L r 1 J o H 5 M t s & u K fí u M 190 T f II I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.