Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 17
hann hafði fengið viðunandi svar. „Þú ert orðinn stór drengur.“ Mamma settist við gluggann og dró mig til sín. Ég var alltaf stóri dreng- urinn, þegar átti að tala eitthvað leiðinlegt, og mér varð órótt. Hafði hún talað við pabba? Gat það verið, að ég fengi ekki að fara í afmælið? „Þætti þér mjög leitt að fara ekki í þessa veizlu?“ Hún spurði, og sennilega hefur hún lesið svarið í augum mínum, áður en hún hélt áfram: „Pabbi hefur ekki mikil peninga- ráð um þessar mundir, og þú átt enga lakkskó. Þú verður að vera heima. Við getum haft happdrætti um myndirnar á jólatrénu þetta kvöld.“ „Ég þarf enga lakkskó." Ég svar- aði með ákafa. Ég get ekki hugsað mér að vera fjarverandi af því einu, að ég ætti ekki lakkskó. Hvað kærði ég mig um það? Það var gaman að happdrætti, en við fengum hvort eð var að skipta á milli okkar mynd- unum, þegar trénu yrði fleygt. Pabbi Hinriks hafði fengið alvörutöfra- mann til að koma. „Og þar sem Hinrik á afmæli, verður þú að gefa honum eitthvað. Pabbi á enga peninga til þess.“ Mamma var mjög alvarleg, og ég var gráti nær. Þessi mótbára var miklu verri en hin fyrri. Auðvitað varð ég að koma með gjöf eins og hinir. Þar hafði mamma rétt fyrir sér. Ég vildi heldur vera heima en koma tómhentur. Ég horfði á tindátana mína og kvaddi þá í huganum. Það voru tólf riddarar, og Pontus átti aðra tólf alveg eins. Jörgen hafði kosið sér bók, og það voru einu jólagjafirn- ar okkar í ár. Ef ég gæfi I-Iinrik tindátana mína, væri ekki sann- gjarnt af honum að krefjast stærri gjafar. En mér féll þungt að láta þá frá mér nú þegar, og Pontus lán- aði aldrei öðrum sína hluti. Ég vissi, að ég fengi aldrei að leika mér að dátunum hans. „Ég gæti gefið honum tindátana mína,“ sagði ég. Mamma strauk mér yfir hárið, eitthvað svo einkennilega, að mér fannst. Hún leit líka út um glugg- ann, áður en hún sneri sér aftur að mér. Rödd hennar var grátklökk, þegar hún ingði: „Ef þú getur fórnað tindátunum þínum, þá færðu líka að fara.“ Hún reis á fætur, en ég vissi ekki, hvort ég ætti að þora að dansa af gleði, þótt mig langaði til þess. Ég hafði geymt kassann utan af tindátunum, svo að þetta yrði falleg gjöf. Tin- dátarnir voru mín eign, þangað til á sunnudagskvöld, -og ef ég gætti þess að fara vel með þá, gæti ég vel leikið mér að þeim þangað til. Mamma þaggaðl niður í mér: „Hafðu hljótt um þig, pabbi sefur.“ Og ég þagði, þótt það væri erfitt. Hún strauk mér um vangann og þurrkaði sér um augun, en ég hugs- aði ekkert um, að henni kynni að þykja þetta leitt. Ég hljóp niður stigann á undan henni til þess að finna Pontus. Hann var sá eini, sem skildi í raun og veru, að sunnu- dagskvöldið yrði mikill viðburður í lífi mínu. Ég fann hann niðri í kjall- ara. Hann sat ú kartöflukassa og dinglaði fótunum. Hann tók þátt í gleði minni án þess að sýna nokkra öfund. Hann spurði í-- einlægni: „Heldurðu að þið fáið banana?“ Það rigndi síðari hluta sunnudags- ins. Ég átti að koma til Hinriks klukkan fjögur og fór tímanlega af stað. Pabbi lofaði að sækja mig um níuleytið, og hann óskaði mér reynd- ar góðrar skemmtunar. Pontus og mamma stóðu við gluggann og veif- uðu til mín. Ég bar kassann með tindátunum undir handleggnum. Jörgen háfði hjálpað mér að búa um þá. Hann gerði það svo snyrti- lega, að enginn gat séð, að þeir hefðu verið notaðir. Þau ætluðu öll að vera á fótum, þegar ég kæmi, svo að ég gæti sagt þeim strax, hvað það hefði verið gaman. Ég bretti upp jakkakragann og þrammaði af stað. Hinrik átti heima í útjaðri bæjarins, og það var löng leið þangað. Pontus hafði spurt mig í laumi, hvort ég gæti ekki komið með banana handa honum, en ég þorði ekki að lofa neinu um það. Ef það var satt, sem sagt var í skólanum, áttum við að fá bæði banana og ís, en var nokkuð mark takandi á því? Fyrst um sinn lét ég mér nægja að hlakka til að sjá fögnuð Hinriks, þegar hann tæki við gjöfinni. Ég vissi, að hann safnaði tindátum, og hann átti áreiðanlega ekki þessa tegund. Að minnsta kosti hafði ég aldrei séð svo glæsilega riddara, og það var sárt að láta þá frá sér. Ung stúlka hleypti mér inn og hengdi jakkann minn hjá yfirhöfn- um hinna drengjanna, Það voru svo þykk teppi á gólfinu, að fótatak okkar heyrðist ekki. Ég hafði flýtt mér og var þó á meðal þeirra síð- ustu. Meiri hluti bekkjarins stóð ásamt Hinrik umhverfis gjafaborðið, þegar ég kom inn. Þeir voru að rannsaka gufuvél og höfðu engan tíma til að skipta sér af mér, fyrr en Hinrik tók eftir bögglinum und- ir handlegg mínum og hrifsaði hann til sín. Mörg augu fylgdust með höndum hans, nieðan hann fletti ut- an af honum. Ég starði á andlit hans og var alveg viss um áhrif gjafarinnar. En hann lét ekki í ljós neina gleði, og það var enginn fögnuður í rödd hans, þegar hann lýsti því yfir, hvað kassinn hafði að geyma. Hann sagði aðeins: „Nú . . . tindátar." Síðan rétti hann mér hönd ina: „Ég þakka þér náttúrlega fyr- ir.“ Svo sneri hann sér aftur að gufu- ( vélinni. Feiti Ib glápt-i á mig og benti á gjafaborðið, þar sem heill her af tindátum stóð í fylkingu. „Hinrik á sex hundruð," sagði hann. „En hvað þú ert vitlaus að koma með tindáta." Ég stóð fyrir utan hópinn og skildi heimsku mína. Borðið svignaði unda gjöfunum, og þar voru tindátar í öllum litum og af öllum hugsanlegum gerðum. Þar voru líka bílar, flugvélar og járn- brautarlest, sem gekk fyrir rafmagni. Kassinn minn datt á gólfið og lá þar. Ég hafði gefið Hinrik af fá- tækt minni, en hann hafði ekki hug- mynd um, hvað gjöf mín var stór. Það voru fjórar tertur á borðinu handa sextán drengjum, en ég fékk mér ekki nema eina sneið. Móðir Hinriks spurði undrandi, hvers vegna ég vildi ekki meira, en ég sagðist ekki vera svangur. Það var satt, sem ég sagði, og hún fór með fatið. Ég gat ekki látið vera að líta í áttina til gjafaborðsins, þar sem kassinn minn lá á gólfinu bak við einn borð- fótinn, eins og honum væri ofaukið og yrði fleygt við fyrsta tækifæri. Það var ekki fyrr en töframaður- inn kom, sem ég gleyindi sorg minni. Við höfðum leikið okkur um stund, og nú átti að skemmta okkur, með- an lagt var á borðið. Við sátum í kringum hann, og það var ótrúlegt, hvað hann gat. Reyndar dró hann ekki kanínur út úr nefinu á nein- um okkar, en hann lét þær hoppa upp úr háum hatti, sem var tómur að því er virtist. Tvö lítil skelkuð dýr flýðu inn undir skáp, þegar ákafar drengjahendur reyndu að ná þeim. Hann gat einnig breytt vatni í vín og tekið peninga uþp úr iæst- um kassa. Ég fékk að rannsaka hann áður og gat borið vitni um, að hann var tómur, en samt var hann fullur af fimmeyringum, þegar hann var opnaður aftur. Því næst spurði töframaðurinn, hvort hann mætti fá^ annan lakkskóinn minn lánaðan. Ég veit ekki, hvers vegna hann spurði mig, en það var víst af því, að ég sat næstur honum. Ég gerði sem hann bað og lók af mér skóinn. Ég skildi alls ekki, hvers vegna drengirnir hlógu, þegar ég rétti honum skóinn. „En sá lakkskór." Það var aftur feiti Ib, sem ofsótti mig, en töfra- maðurinn hjálpaði honum: „Já, þetta er nærri því morgunskór, en það má nota hann samt." Og svo dró hann kanarífugl upp úr honum. Ég fann, að ég roðnaði og fannst ég vera enn meira utan gátta en áður. Skónum var haldið þannig, að allir gátu séð, að reimarnar voru bundn- ar saman á tveimur stöðum. Eg hafði sagt mömmu frá því, ep bað T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAP 185

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.