Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 2
Kerstin Ekengren aS vinnu sinni viS Iftinn vefstól, sem leggja má saman að vinnu lokinni. Þetta er ný gerð vefstóla, sem maður hennar hefur tejknað. Listvefnaður / Svíþjóð f mörgum kirkjum Svíþjóðar getur að líta hin fegurstu vegg- klæði, ofin listaverk, jafnvel mynd klæði, sem koma í stað málaðr- ar eða skorinnar altaristöflu. Bæði í Svíþjóð og Finnlandi er list- vefnaður listgrein, sem er mikils metin og á vaxandi gengi að fagna. Sú var tiðin, að listræn mynd- klæði voru í kirkjum Slíkt var algengt um Norðurlönd á miðöld um, ekki sízt í Noregi og Norr- landi, og seinna komst þessi venja á í Búhúsléni, þar sem listvefnaður var iðkaður fram á nítjándu öld. Svonefndur Finna- vefnaður var ofinn víða á Finn- landi, Spáni og í baltnesku lönd- unum. Það var tvöfaldur vefnað- ur, gæddur mikilli dýpt, og notað við hann litað ullargarn og ólitað- ur línþráður. Það gera þeir líka, er nú fást við slíkan listvefnað. Meðal þeirra Svía, sem nafn- kenndastir eru fyrir listvefnað sinn, er Kerstin Ekengren í Sanna á Helsingjalandi. Mesta verk hennar er Uppspretta lífs- ins, fjórtán metra langur og ná- lega hálfs þriðja metra breiður myndvefur, sem nú hangir bak við altarið í skírarakirkjunni við Norrtullsgötu í Stokkhólmi. Hann kemur þar í stað altaristöflu, og miðdepill hans er svífandi fugl í skini upprennandi sólar. Þessi fugl er táknmynd heilags anda, og neðan við hann streyma fram fjórar elfur, ímynd guðspjalla- mannanna, og neðst á klæðinu flæða þessar elfur í Jórdan, laug mannkynsins. Þessi myndvefur þykir hið mesta listaverk að allri gerð og talandi tákn þess, hve miklir möguleikar bíða listamanna á þessu sviði. En hann er líka stór- virki. Listakonan gat ekki hafizt handa við hann fyrr en byggð hafði verið miklu stærri vinnu- 266 T I U 1 N N - SUNNUDAUSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.