Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 11
þar þó báðir fram til dauðadags. En voru fátæklingar upp frá þessu. í Kaldárholti bjuggu þá einnig bræður tveir. Gísli, faðir Árna let- urgrafara í Reykjavík, og Þorsteinn Árnason, faðir Daníels bónda í Kald- árholti. Meðal barna Daníels voru Sigurður gestgjafi á Kolviðarhóli, Ágústínus bóndi í Steinskoti á Eyr- arbakka, faðir Daníels bæjarstjóra á Akranesi, Jóhann Vilhjálmur, kaup- maður á Eyrarbakka, Daníel bóndi £ Guttormshaga, faðir Þorsteins, sem þar býr nú, og Guðmundar rithöf- undar, og Guðrún, kona Hafliða bónda í Búð í Þykkvabæ. Þeir bræður, Gísli og Þorsteinn, voru á sextugsaldri og búnir að búa lengi, þegar þetta var. Báðir voru þeir bjargálnamenn fyrir kláðann og töldu þá fram 13 og 17 kúgildi. Þeir áttu samanlagt 8 kúgildi eftir niðurskurðinn. Bjuggu þó nokkur ár eftir það við lítil efni. Hér voru taldir ípp tíu fornir Holtabændur. Sagt var frá hvílíkum hrakföllum þeir urðu fyrir af völd- um fjárkláðans. Segja má um þá alla, að þeir sátu meðan sætt var — og sumir miklu lengur. Búskap héldu þeir allir áfram. ýmist til elli eða æviloka. En öllum þeim er það sameiginleg rauna- saga, að ætt þeirra er fyrir löngu flutt frá ábýlum þessara þrautseigu, gengnu búþegna. VI. Hér skal enn getið fáeinna Holta- bænda fyrir hundrað árum, sem fjár- kláði og niðurskurður léku jafnhart og hina, er fyrr var frá ságt. En þessir hafa á vissan hátt haldið velli. Niðjar þeirra hafa — mann fram af manni — setið að búum á sömu jörðum til síðustu ára eða þessa dags. Og vænta má þess, að svo verði áfram um flest þau ættaróðul. í Gíslaholti bjó þá gamall bóndi óg gróinn, Guðmundur Oddsson, sem áður bjó lengi á Steinkrossi, sonur Odds, bónda á Fossi á Rang- árvöllum, Guðmundssonar á Stein- krossi, Hallvarðssonar sama staðar, Teitssonar. Guðmundur taldi fram fyrir kláðann þriðja stærsta bú í Holtamannahreppi, 23,5 kúgildi, en 6,5 kúgildi eftir niðurskurðinn. Hann andaðist á því ári. Tveir synir Guðmundar bjuggu þá einnig í Holtum, báðir bjargálna menn. Annar var Jón bón&i í Hreiðri) faðir Sigurjóns bónda í Hreiðri, föð- ur Valdimars, sem þar býr enn. Hinn var Oddur í Hvammi. Hans synir voru Þorleifur á Þverlæk, faðir Guð- mundar, sem enn býr þar, föður Guðna, sem býr einnig þar, og Guðni í Hvammi, faðir Oddbjargar, sem þar bjó og þeirra sjö systra, sem allar voru sveitakonur um eitt skeið. Þeir bræður, Jón og Oddur, töldu fram fyrir kláðann sín 15 kúgildin hvor, en um fjögur kúgildi hvor þeirra eftir niðurskurðinn. Á Syðri-Rauðalæk bjuggu, er þetta var, tveir ungir uppgangsbændur. Annar hét Ilalldór Halldórsson, sem þar var fæddur og uppvaxinn og bjó þar til æviloka. Hann var faðir Runólfs ríka, sem bjó þar síðan um 63 vetur og gerði garðinn frægan. Sonur Runólfs er Gunnar hreppstjóri er þar býr nú gamall maður. Hall- dór átti annað stærst bú í Holtum fyrir kláðann, tíundar þá 24,5 kú- gildi, en 9 kúgildi vorið eftir nið- urskurðinn. Eigi er nú kunnugt, hvort hann fjölgaði í fjósi eða keypti nýtt fé niðurskurðarhaustið. Hugsan- legt er, að hvort tveggja hafi ver- ið. Hinn bóndinn taldi fram 14 kú- gildi fyrir kláðann, en 6 kúgildi eft- ir niðurskurðinn. Hann hét Þor- steinn Jónsson, flutti sig fám árum síðar að Berustöðum og bjó þar til elli, en síðar Þorsteinn, sonur hans, á fimmta tug ára — faðir Runólfs, sem bjó þar lengi. En hans synir eru Stefán og Trausti, báðir bænd- ur á Berustöðum nú. í Moldartungu bjó um þær mund- ir maður sá, er Jón hét — þá orð- inn roskinn. Hann var sonur Glímu- Bjarna á Sandhólaferju, Gunnarsson- ar sama staðár, Filippussonar, prests í Kálfholti, Gunnarssonar. Synir Jóns voru þeir Þorsteinn og Bjarni, sem bjuggu þar mjög lengi eftir hann og urðu óvenju gamlir. Nú búa á jörðinni börn þeirra bræðra beggja. Jón í Moldartungu hafði lítið bú, sem niðurskurðurinn skerti þó um helm- ing. Þá bjó í Króki Gunnlaugur Bárð- arson, bónda í Króki, Gunnlaugsson- ar. Hann var faðir Ólafs í Króki, sem margir muna, föður Guðmund- ar, sem þar bjó síðar og kom upp 14 börnum. Einn sona Guðmundar er Ingólfur sá, sem nú er bóndi í Króki. — Gunnlaugur í Króki var fátækur maður eins og þeir lang- feðgar allir. Fyrir fjárkláðann taldi liann fram 5,5 kúgildi, en 1,5 kú- gildi eftir niðurskurðinn. Hann bjó þó eftir það í aldrafjórðung, og niðjar hans hafa haldið velli til þessa. í Köldukinn bjó þá Þorsteinn Run- ólfsson prests, síðast í Keldnaþing- um. Einn sona Þorsteins var Einar í Köldukinn, faðir Þorsteins, sem þar bjó lengi, föður Runólfs Þor- Framhald á 285. síðu. bví fækkar. sem minnlr á gamla tímann í Holtamannahreppi hinum forna. Þessi brunnvinda hjá Helli ber þó svip liðins tfma. Ef til vill hefur hún verið til og þessu áþekk fyrir hundrað árum. En skjólan, sem þá var undin upp, hefur áreiðanlega verið úr tré. Ljósmynd: Páll Jónsson. r f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 275

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.