Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 19
Villtur fíll í heimkynni sínum í frumskóginum er allt annað en árennileg sjón fyrir þann, sem kem- ur að honum við slæmar kringum- stæður. Fullvaxinn fíll er fullar tvær mannhæðir á hæð, vegur 3600 kíló, og þar af vega tennurnar 160 kíló. Fæturnir eru gríðarmiklir stólpar, hálfur annar metri í ummál. En þrátt fyrir stærð sína og þyngd er fíllinn fljótari í förum í skóginum en spretthlaupari á slóttri hlaupa- braut. Fíllinn vílar ekki fyrir sér að fara fimmtíu kílómetra leið til þess að fá sér kvölddrykkinn sinn, og hann lætur sig ekki muna um að synda níu kílómetra á dag. Hann fellir stór tré með því einu að ýta við þeim með sínum feiknastóra skrokk, og séu stofnarnir of sverir til að hann valdi þeim, borar hann göt á þá til að veikja þá. Ef fíll þarf að komast í færi við óvin, sem hefur falið sig hátt uppi í trjákrónu, gerir hann sér hrúgu úr grjóti og gildum greinum við rætur trésins, svo að hann nái til óþokkans, sem er í felum þarna uppi. Svo sterkur er hann, að hann getur kastað tígris- dýri tíu metra í loft upp og neglt það fast í jörðina með því að setja tönnina í síðuna á þvi. Eyru fíls- ins, geysistórar blöðkur, greina hið veikasta hljóð, og augun, sem eru smá, í hlutfalli við aðra líkams- hluta, geta séð jafnvel varfærnustu hreyfingar. Þéssa risaskepnu er hægt að leggja að velli með einu ein- asta skoti í heilann, sem ekki er stærri en í manni. En til að skotið hæfi heilann, verður það annaðhvort að koma í ennið, gagnaugað eða bak við eyrað. Fíllinn er trygglyndur en langrækinn. Hann gleymir aldrei vini sínum og fyrirgefur aldrei óvini. Ef þessi kraftaskepna byggi yfir hvöt- um hinna villtu rándýra, gæti hún fyrir löngu hafa útrýmt mannlegu lífi á þeim svæðum, sem hún lifir á. Forfeður vorir hafa þegar á stein- öld verið farnir að veiða fíla, og ef til vill hafa þeir einnig tamið þá. Þá voru veiðimennirnir aðeins vopn- aðir steinöxum og ef til vill boga og ör. En fílar voru þá miklu stærri og jafnvel enn villtari en þeir eru nú. Allt frá því fyrstu sögur herma, hafa. fílar af þeim tveimur tegund- um, sem til eru, verið veiddir vegna tannanna eða til að nota þá sem burðardýr og við hátíðlegar skrúð- göngur. Fílar eru námsfúsari og hyggnari en flest önnur dýr, og í heimalöndum sínum hafa þeir átt mikinn þátt í þróun hins mannlega menningarlífs. Eins og áður var nefnt, er heili fílsins lítill í hlutfalli við skrokk- stærðina, en gerð hans þykir benda á mikla hæfileika til að skilja, svo að stundum minnir jafnvel á manns- heila. Ilið geysilega afl fílsins til að lyfta, bera og draga hefur gert kleift að framkvæma ýmislegt, sem annars hefði orðið ógert. í austurlenzkum þjóðsögum úir og grúir af dæmum jim hyggindi, vin- gjarnleik og tryggð fílsins, athyglis- verðan hæfileika hans til að muna góða og slæma meðferð og jafnvel kímnigáfu. Hann verður einlægur og tryggur vinur mannsins, líkt og hest- rtMIN-N- SUNNUDAGSBLAD 283

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.