Tíminn Sunnudagsblað - 24.04.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 24.04.1966, Blaðsíða 10
vil ég ekki bíða lengur, — ef þér þykir ennþá vænt um mig. Við fórum í gönguferð og leituðum á fornar slóðir. Langt uppi á heiði hvíldumst við í lyngivöxnum bolla. Yfir okkur hvelfdist himinninn, blár og tær, og umihverfis okkar angaði jörðin af frjósemi vorsins. — Það er gott að vera kominn heim, sagði Tom og þrýsti mér að sér. Svo færði hann sig neðar í brekk una og lagði höfuðið í kjöltu mér. Eftir nokkra þögn hélt hann áfram: — Marý, ég er ekki eins stálhertur og ég vil sýnast. Ógnir vígvallarins ásækja mig í vöku og svefni. Hann hafði tekið ofan húfuna, og þegar ég renndi fingrunum gegnum hár hans, fann ég móta fyrir illa grónu öri. Hann lá kyrr um stund, virtist njóta atlota minna, en reis svo snögglega upp til hálfs og hróp- aði í uppnámi: — Ég hata stríðið! Fyrir hvað er- um við eiginlega að berjast? Ó, af hverju tökum við ekki höndum sam- an og stöðvum þessa vitfirringu, í stað þess að láta leiða okkur til slátr unar eins og sauði. . . Fáum dögum síðar vorum við gef- in saman. Tom fékk leyfið fram- lengt, og við nutum sérhvers dags eins og við værum að vinna upp þessi fjögur ár,' sem við höfðum verið að- skilin. Við þóttumst viss um, að þetta væri lokaþátturinn og fórum að gera framtíðaráætlanir. — Ég fer ekki í námuna aftur, sagði Tom. — Ég ætla að gerast foóndi. — Við gætum búið með mömmu til að byrja með, lagði ég til mál- anna. — Og aukið búpeninginn og hag- nýtt jörðina. — Og eignazt börn, sagði ég og roðnaði. — Svo hlógum við bæði af einskærri hamingju. Eina nóttina vaknaði ég við, að Tom talaði í suefni. — Aktion Station! Go! hrópaði hann hvað eftir annað. — Ég get það ekki, muldraði hann svo. — Guð hjálpi mér, ég get það ekki. Daginn eftir var hann þungbúinn og fór einförum. Þetta endurtók sig þó nokkrum sinnum . . Þegar leyfi hans var lokið, fylgdist ég með honum til Suður-Englands. Hann kom mér fyrir í yndislegu þorpi í Wiltshire, nálægt þjálfunar- stöð sinni, sem var dulbúnar tjald- búðir, dreifðar yfir víðlenda lág- sléttu með skóg á allar hliðar. Þar var einnig flugvöllur með urmul af hernaðarflugvélum, sem faldar voru í skógarj aðrinum Tom dvaldist hjá mér um nætur, þ«gar hann gat koimið þvj við, því að ég átti örðugt um svefn, ef hann var fjarverandi. Einkum hræddisrt ég m fallhlífaæfingarnar, sem þeir voru vanir að framkvæma í dagbirí- ingu. En Tom sagði, að fallhlífarnar væru nær hundrað prósent öruggar. ★ Hustið kom snemma. Gulnað lauf trjánna fyllti götutroðninga skóg- arins og stíga trjágarðanna, sölnaði og varð að dufti. Farfuglarnir flokk- uðu sig á bleikri grundinni og hófu viðbúnað til suðurferðar. — Kvöld nokkurt kom Tom ekki. Ég hafði búizt við honum og beið hans langt fram á nótt. Undir morg un heyrði ég ákafan vélaþyt. Hver flugvélin af annarri hóf sig til flugs. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um, að þetta væri bara venjuleg æfing. En þegar leið og beið án þess að flug vélarnar sneru aftur, fór ég að verða óróleg. Ég fór snemma á fætur og hélt mig að mestu við gluggann, og allt í einu sá ég rauðu alpahúfunni hans bregða fyrir á mil'li trjágrein- anna við hliðið. Ég flýtti mér að setja ketilinn yíir. fékk aðeins tíma til að líta sem snöggvast í spegil, áður en barið var að dyrum. Ég tyllti mér á tá, reiðu- búin að taka við kossi Toms um leið og ég lauk upp hurðinni. En það var framandi hermaður, sem stóð fyrir ut an dyrnar. Hann færði mér bréf. Ég tók við því með skjálfandi hönd um og braut það upp. Það var skrif- að með blýanti. Stafirnir voru hlykkj óttir og báru vott um hugaræsing. Elsku Marý min. Þegar þú færð þessar línur, er- um við staddir einhvers staðar á meginlandinu, guð má vita hvar. Það lítur út fyrir, að það sé alvara í þetta sinn. Við renndum grun í að eitthvað væri á seyði, þegar okk ur var synjað um útgönguleyfi í gærkvöldi. — Vertu hughraust, ást- in mín. Þetta mun allt fara vel, og við sjáumst bráðlega aftur. — Ég hlýt að koma aftur . . Ég stóð lengi með bréfið í hend- inni, án þess að gera mér fulla grein fyrir efni þess. Þegar ég loks leit upp, var bréfberinn horfinn. Ég reikaði inn í herbergi mitt og opnaði útvarp- ið. Með stuttu millibili voru sagðar fréttir frá innrásinni í Holland. — Ég sat við útvarpið, það sem eftir var dagsins. Um nóttina lá ég andvaka. Hugs- anir mínar snerust um viðburði dags ins. Ég heyrði vélaþytinn á ný og sá fallhlífaliðana sitja samanþjanpaða í þröngum klefunum með fallhlífar ólarnar girtar í kross yfir brjóstið. Andlit þeirra virtust svo undarlega stirðnuð í daufri rafmagnsbirtunni. Skyndilega var flugið lækkað. Hendur þeirra fálmuðu ósjálfrátt eftir útiausnansnúrunni. Rautt ljós var krveikt framen á -fíugvélunum, sem fylgdust mi þétt að. Liðþjálíarn- ir risu úr sætum sínum og þrumandi rödd þeirra yfirgnæfði vélarhljóð- ið og hvininn í loftstraumnum, sem þyrlaðist inn í klefan um leið og hlerinn í gólfinu var opnaður. — Aktion! Station! Fallhlífaliðarnir þokuðust nær gín- andi opinu í botni flugvélanna. — Go! Og þeir hurfu niður um opið í skipulagðri röð með ofsahraða í fall- inu, unz skermurinn þandist út. • Himininn var þakinn hvítum depl- um, sem svifu dúnléttir á öldum lofts ins, þegar fyrsta vélbyssan lét til sín heyra. Fleiri og fleiri tóku undir. Dreifðir blossar kviknuðu og slokkn uðu í rökkurskímunni niðri á jörð- unni og lýsandi kúlnaraðir stigu í boglínum til móts við fallhlífarnar. Sumar þeirra féllu saman, urðu pylsu laga og steyptust til jarðar. En flest ar náðu niður heilu og höldnu. Byggðin vaknaði af svefni við ýlfur loftvarnaflautunnar og skothríð, sem æstist við, að fallhlífaliðarnir náðu fótfestu og fengu tangarhald á byss- um og skotfærum úr renniflaugunum, sem þeir höfðu flutt með sér til að birgja sig upp að vopnum, og sleppt yfir staðnum. Þeir leituðu saman og reyndu að halda hópinn, enda þótt aðstæður væru slæmar. Vegirnir urðu krökkir af hálfnöktu, hræðslubrjái- uðu fólki, sem flúði í ofboði frá bar- áttusvæðinu. Börn týndu mæðrum sínum, og mæður grétu börn sín. Rúður brustu, og veggir sundruðust. Hróp og stunur deyjandi og særðra manna drukknuðu í trylltu orgi morð tækjanna. . . Dag eftir dag sat ég sinnulaus við útvarpið með landabréf fyrir fram- an mig. Fallhlífaliðinu við Eindhov- en og Nijmegen hafði tekizt að ná sambandi við aðalherinn, en liðið við Arnhern var umsetið á Rinarbrúnni. Ég reyndi að telja mér trú um, að Tom hlyti að vera við aðra hvora her deildina, sem tekizt hafði að brjótasí í gegn. En hugur minn hvarflaði allt af til liðsins við Arnhem. Ég sá sýn ir, sem aldrei létu mig í friði: Þeir sneru baki saman á brúnni og vörð- ust ofureflinu, örmagna og þreytu, sulti og vosbúð. Og regnið streymdi niður frá dumbgráum himninum, meðan augu þeirra skjfpuðu eftir hjálp. Augu, sem sljóvguðust því meir, sem vonin dapraðist. ★ í útjaðri landamæraskógarins vest an við Rín standa þeir í löngum, skipulögðum röðum á umgirtu, grasi grónu svæði — litlu, hvítu krossarn ir á leiðum fallhlífaliðsins, sem féll við Arnhem. Jarðvegurinn er gljúpur og grasið safaríkt og iðgrænt, og það teygir ræturnar djúpt niður I svarta moldina. Á leiðunum eru ræktuð skrautblóm, sem skólabörn undir um sjón kennara sinna hlúa að. — Seytj- T t M 1 N N — SVNNVÐáOBBUð

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.