Tíminn Sunnudagsblað - 24.04.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 24.04.1966, Blaðsíða 16
ið sig gegn vilja sínum sakna hennar ofurlítið af bók um embættisins, enda þótt nú sé komin önnur, sem ber langt af, sú sem talin myndi fegurst rithðnd á fs- landi í þann tíma. En hvað má það sín, ef önnur, þótt kölluð sé hrafnaspark, hefur tekið sér bólfestu, þar sem sízt skyldi? Þegar hún hefur lesið bréfið, setur hana hljóða um stund. Svo óvænt er efni þess og svo eindregið krefst það ákrvörðunar. En önnum kafin barnakona getur ekki látið eftir sér þann munað að geyma sig lengi afsíðis. Hún kallar því fyrir sig Sigurlaugu dóttur sína, sem þá er elzt dætra heima, og skýrir henni frá, hverjum vanda hún er stödd í: Sér hafi borizt bréf frá séra Arngrími, er biður hana að koma norður til sín að Bægisá — hún megi hafa öll börnin með sér. Sigurlaug, dóttir hennar, var fljót að átta sig á þvi, hvað var á seyði, enda sjálf komin á þann aldur, að geta farið að tefla við presta — hafði líka verið heilt ár hjá séra Arngrími, þegar hann bjó á Kalastöðum, ja næstum eins og ráðskona, þó að hún væri þá of ung til þess að kallast það. Hún svaraði því móður sinni í mátulega léttum tóni, og þó ekki án festu í ungri röddinni: „0, brenndu andskotans bréfið, mamma.“ Bréfinu hefur að líkindum verið stungið undir ketil inn á hlóðunum til þess að snerpa á kaffisopa handa hinum dygga og trúa sendiboða að norðan. Svo ræki- lega brann það og boðskapur þess til ösku, að litlum sögum hefur farið af því í meira en hundrað ár. Og svo vel fór Guðríður með sitt litla leyndarmál, að það var rétt eins og aldrei hefði komið neitt bréf að norð- an. En öll él birtir upp, einnig fyrir norðan. Þótt séra Arngrímur hafi um sinn hrist af sér harminn eftir konu sína með því að blása lífi í söknuð sinn eftir heimilinu í Saurbæ, húsfreyjunni og barnahópnum hennar, verður hann enn að beygja af leið. Og inn- an lítils tíma er hann kvæntur maður. í næsta blaði verður sagt frá einkcnnilegum manni, sem ól aldur sinn við Hvalfjörð og kynntist meðal annars við fjölskyldu þá I Saurbæ, cr hér hefur verið getið um. Hann var jafnan nefndur Eyjólfur tónari eða Eyjólfur litli, og segir það sína sögu um líkamlegt atgervi hans og kunn- áttu þá, sem hann hafði tileinkað sér. Hann var sem sagt ekki í hópi stórbokkanna og fremdar- mannanna, en hefur eigi að síður orðið minnisstæður. Fleiri menn minnast hans nú heldur en þorra þeirra bænda, sem uppi voru samtfmis honum. 352 lÍUiNN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.