Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 4
Guðjón Bj. Guðlaugsson: Reikað um réttir Rigningin fouldi á bílnum, og Elliðaárnar ultu fram kolmórauð- «r. Sletturnar gengu sitt á hvað út frá bilnum og eirðu engu, er á vegi þeirra varð. Alla nóttina bafði verið úrhellisrigning eins og mest getur orðið á haustnóttu, og það var eins og þessi dagur, «em var réttardagurinn í Hafra- vatnsrétt, ætiaði að kóróna þetta mesta rigningasumar, er komíð hefur hér sunnan lands í manna- minnum. Þrátt fyrir þetta, vægast sagt, óhagstæða veðurlag, voru margir á ferð þennan síðsumarmorgun. Flestir stefndu í austurátt, og það leyndi sér ekki, þegar ofar dró og austar kom, hvert ferðinni var heitið. Állflestir stefndu að Hafra- vatnsrétt. Það vakti sérstaka at- hygli, hve margir unglingar og krakkar, jafnt stúlkur sem dreng- ir, voru þarna á ferð, bæði í hóp- um og ein sér. Voru þau flest á reiðhjólum, en nokkur fótgang andi. Höfðu þau auðsjáanlega far- ið árla af stað og létu hvorki regn né storm aftra för sinni. Það var eins og þau væru kniiin einhverju ómótstæðilegu náttúrulögmáli, sem ekkert fékk á móti staðið eða brotið á bak aftur. Tilhlökkun rétt- ardagsins, sem íslendingum er í blóð borin, hefur vafalaust iétt ferð þeirra og verið sá sólargeisli, er svipt hefur burt rigningunni og storminum úr fangi þeirra, er þau áttu móti að sækja. Það hefur kannski ve'rið ein- hvern tíma fleira fé og fleira fóik í Hafravatnsrétt en nú. En þrátt fyrir óhagstætt veður og hið óvin- sæla og óbilgjarna bann á fjár- haldi í Reykjavík virtist mann- fjöldinn vera í öflugu hlutfalli við féð, að minnsta kosti þeir Reyk- víkingar, er þarna voru saman komnir. Þarna var fólk á öllum aldri, ungar stúlikur og gamlar konur, sem ekkert létu á sig fá eða á sig bíta, en reikuðu um rétt- ina í leit að einhverju, sem vant- aði í líf þeirra og hafði verið frá þeim tekið. Ugglaust hafa margir, sem þarna voru, ekki átt neina kind, en svalað þrá sinni eftir samvistum við fé með því að horfa á eða fara höndum um fagurlega lagaða kind eða mýkja söknuð sinn frá því árinu áður, er þeir urðu nauðugir að flytja allan kindahópinn sinn í sláturhúsið, samkvæmt fyrirskipunum þröng. sýnna og ráðvana borgaryfirvalda í þeim efnum. Macgir, sérstaklega eldra f'>1kið, sem í Reykjavík býr, eru aðfluttir úr sveitum lardsins, kar’.ar og konur. sem örlögin hafa hrakið fri uppruna sínum og átthögum og sett niður á eyðisker í mannhaf- inu, umlukt boðum og bönnum, er fjötra athafnalífið og takmarka svigrúmið til eðlilegs lífs, menn, sem hafa leitað sér lífsgleði og fundið hana í því að annast nokkr- ar kindur í tómstundum sínum. Sama er að segja um suma þá, sem hafa verið unglingar í sveit og kynnzt þeirri innlifun og því sambandi, er skapast milli manna og dýra. Þetta fólk er hér í borg- inni sannkallaðir „sveitamenn í álögum“, sem þrá það eitt að losna úr þeim. En nú hafa fjötrarnir ver- ið reyrðir að höndum þess og eina vonin til þess, að á þeim verði linað eða þeir leystír, er sú, að hér komi til valda víðsýn stjórn- arvöld eða augu þeirra manna, sem nú ráða borginni, opnist fyr- ir þeirri nauðsyn að leyfa fjárhald einhvers staðar þar í borgarland- inu, sem haganegt væri fyrir íbú- ana. Það sést bezt héðan frá réttar- vegginum, hversu óhemju mikið land er ónotað kringum lteykjavík og nágrenni hennar. Það ætti því ekki að vera landleysi til fyrir- stöðu því, að Reykvíkingar gætu 412 T t M 1 N N - SUNNUDAGSBLAJÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.