Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 18
sýndi þarna einnig töfrabrögð og sjónhverfingar, hurfu hlutir hjá honum fyrir augunum á ofckur og koma síðan fram á hinum ólíkleg- ustu stöðum. Eitt sinn bað hann um tveggja króna pening að láni til að nota við töfrabrögðin. fslending- ur rétti þá fram tvikrýning. Sá norski leit á hann og hafði orð um, að hann væri ekki viss um, að sér tækist að galdra með íslenzkri mynt, og glotti við. Fannst mér ég kenna þar lítilsvirðingu á ís- lenzka gjaldeyrinum. Þetta kvöld sýndi Guðmundur Þórarinsson kennari úr liði okkar íslenzkar lit- skuggamyndir og þótti hinum norsku frændum okkar að því skemmtun góð . 3. júní: Að loknum morgunverði var okkur ekið til Solnör, heimil- is Quale lénsmanns, og skyldi þar skoðaður norskur stórskógur. Varð lénsmanni það fyrst að orði, þegar hann hafði boðið okkur vel- komin og litið yfir flokkinn, að honum þætti við flest illa skóuð til skógargöngu. Brá sér síðan inn í hús sitt og kom aftur með fullt fangið af gúmmistígvélum. Var þá hafin ganga til fjalis. Lénsmaðurinn, hár og karlmann iegur maður, vel miðaldra, þræð- ir stíg, er til fjalls liggur, en við fylgjum á eftir í sporaslóð. Frem- ur er stígurimn ógreiðfær, þegar inn í skóginn kemur, blautur og víða liggja trjárætur þvert yfir hann. Nú koma sér vel stígvélin lénsmannsins, þeim er þeirra njóta. Áfram þokast gangan, og brátt erum við stödd í stórskógi — hinum mesta, er við höfum fram að þessu séð. Skiptast hér á greni og fura, hávaxin tré með sprungnum og hrjúfum berki, og eru sums staðar mosavaxnír stofn- arnir. Á þurrlendri hæð með gisn- um skógi staðnæmist lónsmaður og skýrir fyrir okkur ýmislegt í sambandi við skóginn, nytjar hans og hirðingu. Það, sem honum var efst f huga, var að ryðja veg um fjallshlíðina, svo að koma mætti við dráttarvél til að flytja hin felldu tré niður að ströndinni. Hann sýnir okkur hinn mikla mun á vaxtarhraða furu og grenis. Því til sönnunar borar hanu með þar til gerðum nafri í gegnum trjá- stofnana. Þegar nafarinn er dreg- inn út, fylgir honum sívalur bor- kjarai, en á honum má auðveld- lega sjá árhringana í trénu. Við sjáum það svart á hvítu, að árhringarnir eru allt að því helm- ingi fleiri í furunni en greninu í jafngildum stofnum. Að athugun þessari lokinni er borkjarnanum aftur stungið í gatið í trjábolnum, og grær hann fastur í því. En gæta verður þess, að vel sé frá berkinum gengið, svo skordýr eigi ekki greiðan aðgang að trénu, þar sem það hefur verið sært. Vegna mismunandi vaxtarhraða grenis og furu gróðursetja Norðmenn svo tU eingöngu greni í skógum sínum. Þarna á hæðinni gat að líta nokkrar allstórar, brúnleitar þúf- ur, þurrar og þokkalegar að sjá. Virtust þær bjóða gönguþrevtta gesti velkomna til sætis. Sem betur fór féll þó enginn úr hópn- um fyrir þeirri freistingu að taka sér sæti. Þetta voru, er að var gáð, mauraþúfur, og þó að maurar þeir, sem þessar þúfur byggðu, séu ekki sfcæð 'kvikindi, er víst, að fcvik- ur hefði orðið sitjandinn á hverj- um, sem þarna hefði leitað hvild- ar, þegar upp hefði verið staðið. Skógargöngunni er haldið áfram, og lénsmaðurinn vekur at- hygli okkar á ýmsu í sambandi við skóginn, sem hér er ekki rúm til að greina frá. Hann leiðir okkur um gisinn stórskóg, þar sem út- sýn gefur niður til sjávarins og hlíðanna hinum megin fjarðarins. Þar sér til býla milli skógarteig- anna. Húsin eru máluð björtum og skærum litum, og kringum þau eru græn tún, en smá á mæli- kvarða okkar íslendinga. Eftir ná- Iega tveggja stunda göngu um skóg inn komum við út úr honum. en á öðrum stað en þar, sem við hóf- um gönguna. Nú erum við allmik- ið fróðari um norska skóga, nytj- ar þeirra og hirðingu. Lénsmaðurinn bíður okkar að skoða heimili sitt. íbúðarhúsið er vitanlega úr timbri, tveggja alda gamalt, en vel viðhaldið. Yfir því hvílir einhver ólýsanlegur fyrir- mennsku- og traustleikablær. Það stendur f litlu túni, og fyrir fram- an það grær hæsti askur Noregs, eitthvað hundrað og fimmtiu ára gamall, þrjátíu og tveir metrar á hæð. Það leynir sér ekki, þegar inn í húsið kemur , að hér erum við stödd á gamalgrónu menning- arheimili. Stofuir eru stórar og hvarvetna blasa við augum góðir gripir, fornlegir, vafalaust ættar» gripir. Þarna er stórt bókasafn, þar á meðal eitthvað nofckuð af ís- lenzkum fornritum. Forfeðramynd ir prýða veggi, og vopn hanga þar á þiljum. Úr miðju lofti 1 aðal- stofunni hangir stór klukka og niður úr klukkunni lafiir snúra. Þetta er miðdagsklukkan, sem hringt er til að kalla útivinnufólk til verðar. Einhverjum úr hópnum varð rjálað við klukkustrenginn, en áttaði sig í tíma, aðeins veikur ómur barst um stofuna, og slapp hinn handóði því við að kalía vinnu menn lénsmannsins til borðs. Léns maðurinn og frú hans gengu með okkur um 'húsið, sýndu okkur það og útskýrðu fyrir okkur marga hluti af mikilli alúð og vinsemd- Þegar við kvöddum frúna fyrii’ dyrum úti, stóð við hlið hennar sjö til átta ára telpa, grannvaxin og veiklule? með ttanosvört ."-nan. Frúin skýrði ok'.cur frá bví. að þetta væri tökubarn nr nótta- mannabúðum i Þýzkalandi. Þegar við höfðum skoðað búsið, gekk lénsmaður með okkur stutt- an spöl til sjávar. Á þeirri göngu fórum við fram hjá þriggja til fjögurra metra háum ótilhöggmim steindrangi — bautasteini. sem reistur hafði verið í túninu til minningar um bróður lénsmanns- ins. sem féll fyrir Þjóðverjum er þeir hersátu Noreg. Var hann rnun ar drepinn með svikum á þann hátt, að Þjóðverjar drógu upp frið- arveifu og báðu hann að koma tíl viðtals úr vfgi, sem hann hafð: í klettaskoru, þar sem hann varð ekki sóttur. Gekk hann þá ti\ rnóts við óvini sína með hvita veifu í hendinni, en var samstimdis ssknt- inn, er hann kom Þióðverjum i augsýn. Er ég heyrði þessa sögu, flaug mér í hug, að fögur væri bróðurhefndin þeirra lérismrmns- hjónanna. er þau fóstruðu nú b*rk- an munaðarleysingia. Niðri við sjóinn sýndi lénsmað- ur okkur rafstöð, er hann hafði reist, og sögunarmyllu. Setti hann mylluna í gang og sagaði fyrir okkur stóran trjábol. Tók það verk ekki nema örfáar mínútur. En hátt hvein í söginni á meðan. Að þessu loknu kvöddum við Quale léns- mann með virktum og þakkiæti fyrir þá alúð og vinsemd. sem hann hafði sýnt okkur. Að loknum hádegisverði kvödd- um við heimamenn í Skodja og bjuggumst til ferðar á næsta dval- arstað, Stordal í Liabygda. Við tókum saman pjönkur okkar í flýti í rauða húsinu. Þar hafði farið vel 426 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.