Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Qupperneq 13
meS sinnl aSferð, sem að vísu var oftast allnokkuð ólík skoðana- myndun annars fólks. Einu sinni kom til okkar maður af næsta bæ og sagði við hana: „Veiztu, hvað þú hefur mörg prósent af viti?“ „Já, sextán“, svaraði hún hiklaust. ,En veiztu, hvað ég hef mörg pró- sent?“ „Já, þú hefur fimm“, svar- aði sú gamla um hæl. Þessu lík voru mörg hennar svör. Hún sagði líka oft: ,Mér leiðist svo fólk, sem aldrei dettur neitt gott í hug‘. — Kanntu ekki fleira frá þessu fólki að segja? — Jú, ég gæti sagt þér margt fleira, en ætla að láta eina sögu nægja. Einu sinni kom til okkar gömul kona, einkennileg nokkuð, og þá orðin nærri blind. Eina eign- in, sem hún hafði með sér, var lítill kistill, sem látinn var til fóta í rúmið hennar, því að hún var hvort eð var svo lágvaxin, að hún náði ekki til fóta í rúminu. Nú var það einhverju sinni, að bræð- ur mínir voru eitthvað að ærslast í baðstofunni, hlupu að rúmi kerl- ingar og slógu í kistilinn, en þutu svo út aftur. Hún varð reið og vildi ná sér niðri á strákunum. Ég var þarna nærstödd, því gott var á milli mín og kerlu, eins og var reyndar um flesta niðursetninga, sem hjá okkur voru, að þeir hænd- ust að mér. Ég fór nú að tala um fyrir henni og segja, að hún skyldi ekki skipta sér neitt af strákun- um, og þá myndu þeir fljótlega hætta þessum skrípalátum. Æxlað- ist nú tal okkar orð af orði, þar til ég segi: „Heldurðu, að þér verði ekki sama, þótt strákarnir banki í kistulokið þitt, þegar þú ert dáin?“ „Nei, það held ég ekki“, svarar gamla konan. „En ef ég gerði það“, segi ég. „Það getur verið að mér væri sama, hvað þú gerðir, og þó veit ég það varla“, segir hún. „En heldurðu, að þú vitir bara nokk- uð, hvað við gerum, þegar þú ert dáin?“, sagði ég. „Já, ég veit áreið- andlega allt, sem mig langart il að vita þá“, segir hún. „Og ég skal meira að segja sanna þér það svo þú verðir ekki í neinum vafa“, bætti hún við. Auðvitað lagði ég ekki þetta tal okkar á minnið, enda dó þessi kona ekki hjá okkur. Hún var að- eins fá ár, og fluttist á annan bæ, þegar ég var rétt um fermingu. Og nú líða nokkur ár. Þá er það, þegar ég er sextán eða seytján ára, að haldið var iþróttamót í sveitinni. Auðvitað þeystum við þangað, unglingarnir, og amma sagði við mig áður en ég fór: „Ég ætla að blðja þig að koma við í kirkjunni og færa mér sjalið mitt, ég skildi það eftir inni í grátunum, seinast þegar ég var við kirkju“. Ég hét þessu, enda ekki mikil fyrirhöfn, því íþróttamótið var einmitt á kirkjustaðnum. Þegar ég hafði skemmt mér þar, svo sem mig lysti, hijóp ég heirn að kirkju og mtlaði að siökkva yf- ir kirkjugarðinn og síðan beint heim að kirkjunni, svo sem siður var okkar unglinganna. En nú brá undarlega við: Ég varð allt í einu svo kveikmáttlaus, að mér var lífs- ins ómöigulegt að komast yfir garð inn, það var eins og mér væri að verða illt. Sem ég er að brölta þarna við garðinn, sé ég, að það er ljós inni í kirkjunni, en ekki hvarflaði að mér, að neitt væri undarlegt við það. Nú ætlaði ég ósköp einfaldlega að ganga með- fram kirkjugarðinum og fara í gegn um hliðið, eins og hver önn- ur vel siðuð manneskja, en þegar þangað kom, var sem mér væri allur máttur horfinn, ég gat mig hvergi hrært. Druslaðist ég nú heim í bæ, hitti meðhjálparann og bað hann að fara fyrir mig út í kirkju eftir sjalinu hennar ömmu. Hann brosti við og sagði góðlát- lega: „Ert þú nú orðin hrædd við gömlu konuna?“ „Hvaða gömlu T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 493

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.