Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Qupperneq 15
— Hvernig var svo að vera ljós- móðir á Slóttunni. — Alveg dásamiegt. Ljós'móð1- urstarf er eitthvert dýrlegasta verk, sem maður getur tekið sér fyrir hendur, og ég lifði og hrærð- ist í því, án þess að spyrja nokkru sinni um laun. Að vísu skal ég geta þess, að ég fékk þrjátíu og fimm krónur fyrir það að taka á móti barni og annast heimili móðurinn- ar í hálfan mánujð — það er að segja, ef fóikið gat borgað svo mikið. — Það hefur kannski ekki alltaf verið hægt? — 0, sussu nei, langt í frá. Enda var það alls ekki sú hlið málsins, sem ég var að hugsa um. Einu sinni fór ég til konu, sem ætlaði að fara að ala sitt fjórða barn. Þar stóð svo á, að maðurinn hennar lá mikið veikur, og enginn til að annast heimilið. Þangað fór ég og þar var ég í tvo mánuði. Þegar ég fór, sagði konan við mig: „Ef manninum mínum batnar, þá borga ég þér þetta“. Þetta gekk alveg fram af mér, ég hafði aldrei ætlað að taka peninga fyrir þetta. Þarna hafði ég frítt fæði og hús- næði, auk þess sem ég var auðvit- að með mín föstu laun frá ríki og sveitarfélagi, eítthvað í kringum tvö hundruð krónur á ári! — Hvað varstu lengi ljósmóðir á Meirakikasléttu? — Hálft fimmta ár. Þá slasaðist ég. Ég var flutt sjúklingur suður á Landakot. Þar lá ég, unz ég gat farið að druslast á milli læknanna hérna, en þegar heilsan fór að skána, reyndi ég að vera vinnu- kona í Reykjavík. Þá var það einn góðan’ veðurdag, að í húsið, þar sem ég var, kom ungur maður, og tókum við tal saman, eins og ungu fólki er títt. Hann spurði, hvað ég væri að gera hér, og ég sagði sem var, að ég væri aumingi, sem ekk- ert gæti,_en ég vildi vinna. Þá sagði hann: „Ég veit, hvað þú átt að gera. Þú átt að koma þangað sem ég er“ (það var auðheyrt, að hann hafði óbilandi trú á húsbændum sínum til allra góðra hluta). „Er margt fólfc þar?“ spurði ég. „Já“, svaraði hann. „Viltu skila því til húsmóðurinnar, hvort hún vilji Iofa mér að vera í hálfan mánuð tii reynslu — fyrir ekfcert — og vita, hvort ég get nokkuð unnið“. Hann hét því að skila þessu og með það íór hann, en ég gerði mér satt að segja engar vonir um ár- angur af þessu tiltæki. En tveimur dögum seinna kom hann og sagði að ég mætti koma. Úr þessu varð svo nærri því árs- dvöl, og heilsan fór batnandi. Þarna var nóg að gera og alveg yndislegt fólfc. En það var alltaf bölvaður þráinn í mér, og mig dauð langaði að komast utan og tæra meira. Farið til Kaupmannahafnar kostaði eitt hundrað og fimmtíu fcrónur á öðru farrými, og þessar hundrað og fimmtíu krónur átti ég efcki til. Hver eyrir, sem mér hafði áskotnazt áður fyrr, var nú eyddur í lækna og meðul. Þá kom ég að máli við húsbónda minn og bað hann að lána mér 150 fcrón- ur. „Hefur þú fengið nokkurt kaup hér?“ spurði hann. Kaup? Mér hafði aldrei dottið neitt slíkt í hug, enda leit ég á dvöl mína þarna sem hressingartíma fyrir sjúkling, en ekki sem atvinnu. „Heldurðu, að þú eigir ekki kaup eins og aðrir?“ sagði hann þá. „Ég borga þér tvö hundruð krónur fyr- ir þenna tíma“. Með það fór ég, og átti nú fimmtíu krónur umfram fargjald til Kaupmannahafnar. Ég var rífc! — Og svo ferð þú utan? — Já. Ég fór til Danmerkur og var fyrst nokkra mánuði í sumar- hóteli, en að þeim tíma loknum fór ég á ríkisspítalann í Kaupmanna- höfn til framhaldsnáms í ljósmóð- urfræðum. — Varstu lengi þar? — Ég var þar rúmt ár. — Og hvernig kunnirðu við Þig? — Ágætlega. Það var yndislegt fólfc á ríkisspítalanum. Og ekki að- eins þar: Danir eru alveg einstak- lega elskulegir menn. Ég held, að það séu engar ýkjur, að ég hafi elskað alla Dani, síðan ég var þar. — Þú ílentist samt ekki hjá þeim? — Nei. Ég kom heim að loknu námi og hóf störf við Landsspítal- ann í Reykjavík. — Fórstu aldrei til starfa úti á landi eftir þetta? — Jú, jú. Ég var til dæmis bæði í Véstmánnaeyjum og á Patreks- firði. — Var ekki leiðinlegt að vera úti í Vestmannaeyjum? — Leiðinlegt? Ertu alveg frá þér, maður! Nei, það er ekki leið- inlegt í Vestmannaeyium. Það var ágæt samvinna milli mín og lækn- anna þar, og ég gæti sagt þér margt frá þeirri umhyggíiu, sem þeir báru fyrir mér. Það var til dæmis ekki sjaldan, þegar lokið var erfiðum fæðingum, að læknir- inn, sem með mér var kallaði fram: „Stúlkur mínar! Eigið þið nú ekki eitthvað þynnra en vatn, handa ljósmóðurinni?“ Skýringin á þessari umhyggjusemi er sú, að ég drekk aldrei kaffi, heldur alltaf te. — En hvernig var að vera á Pat- reksfirði? — Þar var líka afbragðsgott fólk og ágætt að vera þar. Og þar var ég ekki einungis ljósa barn- anna, heldur og flestra lamba, sem fæddust i þorpinu þetta eina vor, sem ég var þar. Þorpsbúar áttu flestir einhverjar kindur á þessum árum, og ég var bókstaflega á þön u-m, allan sauðburðinn. Vorið var hart og ánum gekk illa að bera, og það var sannarlega engin van- þörf á ljósmóður! — Við höfum nú talað margt um störf þín og þjónustu við aðra. En hvað um þína persónulegu hagi? Var ekki aílt þetta harla erf- itt fyrir konu með heimili og börn? — Svo var nú guði fyrir að ég giftist seint — og ég ætlaði aldrei að giftast, heldur helga mig því, sem ég vissi vera köllun mína. — En þú giftist nú samt. — Já, ég giftist, og ég sé svo sannarlega ekki eftir því, en við höfum alls engan tíma til þess að fara að tala um það núna. VS. "M ■" ■l1 Þeir, sem hugsa sér ið halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í h|á þeim og ráða bót á því. J T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 495

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.