Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 5
-'l Flibbinn var stífUr með brot á hornum, festur á hvíta lérefts- skyrtu. Slifsið fjólublátt að llt úr atlassilki. Bláar gúmmimanséttur stóðu myndarlega fram úr jakka- ermunum. Því miður höfðu þær tilbneigingu til að skríða frám úr þeim, og kannski fram af hend- inni, ef strákur var ekki sífellt vel á verði að ýta þeim jafnharð- an upp með fingurgómunum. Ekki dró það úr sjálfstilfinning- unni, þegar litið var niður til fót- anna. Þar mátti líta blánkpússaða, danska skó, að vísu nokkuð þrönga. En það brakaði í þeitn í hverju spori. í gatnni lét strákudnn sér detta I hug, að þar væru danskir að emja. En fínir voru þeir, keypt- ir i tile.’ni af þessari för í Neðri búðinni svókölluðu. Þar yfir dyr- um stóð „Thostrups Efter- föigere," — það leyndi sér ekki sambandið við gömlu einokunar- verzlunina. í þessu húsi átti hún heima fína kaupmannsfrúin. hún frú Gúmmundsen, sem fussaði, þegar hún sá Stelndór frá Dalshúsum kasta af sér vatni við tröppurnar, Steindór leit upp, sneri sér að frúnni og sagði: ,.Þú fussar, kona góð. En guð, sá góði guð, leit á allt, sem hann hafði skapað, og sjá, það var liarla gott!“ Og þar sem strákurinn stendur þarna og virðir fvrir sér vel 'f' heppnað sköpunarverk guðs og manna, sér hann í speglinum, hvar Htaður kemur að stigaopinu og byrjar að feta sig varfærnum og hikandi skrefum niður gljáfægðan og glerhálan stigann. Hann var þá kominn þarna heimalningurinn, sem heiisað hafði speglinum forðum, dæmigerður landinn eins og Dön- um hafði tekizt að gera hann með aldalangri kúgun, auðmýkingu og yfirgangi •— álútur, auðmjúkur á svip, skimandi 1 allar áttir eins og hann ætti alls staðar á illu von. En knár að sjá og samanrekinn. Úlfgrár skeggkraginn virtist lykjast um allt höfðið — vart mátti greina, hvar skegg hætti og hár tók við, alit saman jafnúfið: Klæddur mórauðum, heimaunn- um fötum og méð kúskimisskó á fótum, biásteþislitaða. Stráknum verður að virða það til vorkunnar, að ekki gat liaun að sér gert að gera samanburð á hln- um unga, frjálsa íslendingi, sem sást í speglinum, og þessum full- trúa gömlu kynslóðanna, sem stóð þarna efst í stiganum og bar þess glögg merki, hvað þjóðin hafði þolað. Með seiglunni höfðu beir þó þraukað, og hann gerði sér Ijósa þá þakkarskuid, sem hið frjálsa Island stæði í við þessa menn. Meðan strákurinn er í þess- um heimspekilegu hugleiðingum dregst athygli hans að manni, sem er að koma upp stigann. Slíkan mann hafði hann aldrei séð áður. Fötin og andlitið vöktu þó mesta furðu. Jakkinn, svartur með gljá- andí silkibarma. endaði í tvíklofnu stélt, sem slettist um lærin Svona litu þá kjólföt út. Strákur hafði lveyrt um þau talað og skoðað af þeim myndir, en aldrei séð þau sjálf. Og svo var það andlitið: Úpp úr firnaháum flibba kom það eins og þrihyrningur, eltiskinns- grátt. Ormjó hakan náði niður á runnin. Strákur stendur fyrlT totnan stóra spegillnn í- stlga- langi|uun á Sterling. Nei fjanda- > komlð, ekki myndi hann heimska 4|g á spegiinum þeim arna. Að vlsu hafði hann aldrei séð svo átóran spegil áður. Hann sá sig Sllan frá hvirfli’ til iljja — það afði hann aldrei séð í nokkrum spegli fyrr. Ékki var alveg laust Vjð það, að hann fyndi örlítið til sín, Iþaiína sem hann stóð og virti fyrir sér mynd sína í speglinum: Klæddur grænum klæðisjakka og röndóttum buxum. Hvort tveggja hafði verið saumað í dauðans of- boði af saumakonu sveitarinnar, henni Guðrúnu Jónsdóttur, þegar það kom í ljós, að finu fermingar- fötin hans, klæðskerasaumuð á Seyðisfirði, voru orðin allt of lítil. Þegar til átti að taka nárnu skálm- arnar við hné og ermarnar við olnboga — „það var nú meira, hvað strákbjálfinn gat blásið út á þessu rúma ári síðan hann fermd- ist.“ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 965

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.