Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 11
hundxað og fimmtíu þúsund hekt- arar að flatarmáli. Væri þessum svæðum að miklu breytt í þurr- lendi, hefði það í för með sér óskaplegt hrun í fuglastofni margra landa. Endur, gæsir og margs konar farfuglar myndu far- ast í tugþúsunda tali — sennilega hundruð þúsunda. Við dönsku ströndina er sem sé hvíldarstað- ur mikils fjölda sundfugla og vað- fugla á leið þeirra frá sumarstöðv- unum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, íslandi og Ráðsíjórnarrikjunum til vetra'rheimkynnanna á Bretlands- eyjum, í Bestur-Evrópu og við Mið- jarðarhaf. Og þessir hvíldarstaðir eru einmitt einhverjir mikilvæg- ustu áningarstaðir þeirra á allri ieið þeirra. Væru þessar grynning- ar og fjörur þurrkaðar, væri rof- inn hlekkur í keðju, og fuglastofn margra Evrópulanda biði við það óbætanlegan hnekki. Það hefur komið enn betur í Ijós en áður við fuglatalningar þær, sem gerðar eru í öllum Evrópu löndum, meðal annars í Danmörku í fimm ár samfleytt, hversu miklu máli þessir staðir skipta fuglana. Við þessar fuglatalningar eru með- al annars notaðar flugvélar, og danskir fuglafræðingar eru hundr- uð klukkutíma- á flugi ár hvert slíkra erinda. Þetta hefur til dæm- is leitt í Ijós, að ekkert land á meg- inlandi Evrópu getur státað af stærri æðarfulgastofni en Dan- mörk, og þar eru á vetr- um meira en helmingur af öllum æðarfuglum, álftum og margs kon ar vaðfuglum álfunnar. Að vetrin- um er þar að minnsta kosti hálf önnur milljón sundfugla. En þeir teljast um fjórar milljónir á öllu meginlandi Evrópu. Við fuglatalninguna hefur kom- ið fram, að þarna eru að vetrar- lagi um fimmtíu tegundir sund- fugla og vaðfugla og það er líka augljóst orðið, að margar fugla- tegundir er á undanhaldi. Svo er um jaðrakana, kolþemu og lóu- þræl. Orsökin er sú, að lífsskil- yrðum þeirra hefur verið spillt. Það hafa mennirnir gert með brauki sínu og bramli, framfara- fikn'og arðsjónarmiðum. Gildi dönsku grynninganna er fólgið í því, liversu allt iðar þar af lífi — alls konar smádýrum. Við rannsókn botnsýna hefur kom- ið í Ijós, að um ein milljón smá- vera er á hverjum fermetra. Af þessu eru um það bil tve.ir þriðju hlutar krabbar og ormar wm einn miHimetri á lengd. Á svæði þau, sem eru undir hálfsöltu vatni um fjöru og sjór fer yfir með aðfall- inu, berast ógrynnin ÖH af nær- ingarsöltum, bæði af ökrum í ná- grenninu og með sjónum um flóð- ið. Þar nýtur vel birtu, og vatnið er yfirleitt hlýtt. Allt þetta veitir alls konar svifi og smáþörungum hin betu vaxtarskilyrði, en svifið er áftur grundvöllur alls dýra- lífs, sem þar þrífst, beint eða ó- beint. Þessu fylgir, að þarna býðst f'Uglum æti langt umfram það, sem gerist víðast annars staðar, og það nota farfuglarnir sér. Sums stað- ar við dönsku ströndina eru lí-ka staðir, þar sem aragrúi sundfugla hefst við um það bil, er þeir eru í sárum. Þá geta þeir ekki flogið, og þá er þeim nauðsyn að eiga athvarf á stöðum, þar sem mikil fæða gefst á litlu svæði. Þannig safnast gæsir saman í Hanhéraði til þess að fella fjaðrir — ekkia ð- eins hvaðanæva að úr Danmörku, heldur einnig gæsir af austur-ev- rópskum stofmi. Margar alþjóðastofnanir hafa snúið sér til dönsku stjórnarinnar og lagt að henni að hlutast til um, að grynningum verði ekki spillt, sízt af öHu á vesturströndinni. Þar má nefna Evrópuráðið og alþjóð- legu fuglarannsóknarstofnunina. Fjölmörg samtök í Danmörku hafa tekið undir þessar áskoranir, og þegar hefur þessu máli verið fylgt svo fast eftir, að banmað hefur ver- ið til bráðabirgða að þurrka grynn- ingar eða ræsa fram grunn uppi- Stöðulón eða tjarnir. Fyrir hálfri annarri öld vöknuðu Danir upp við vondan draum og áttuðu sig á því, að skógar voru að ganga til þurrðar í landi þeirra. Þá voru skógarfriðunarlögin sett. Svipað virðist nú vera að gerast. nema hvað það eru fjörur og grynning- ar, sem ekki má skerða meira en orðið er. Næst er á dagskrá að stöðva uppþurrkun mýra og vatna. Enginn veit til hlítar, hversu vötnum hefur fækkað í Danmörku eða svæði gengið saman, er voru undir ósöltu vaini. En það er haft til dæmis, að í Rípaamti hafa vötn og votlendissvæði við þau minnkað um fjórða part síðan um 1800. í Vestur-Himmerlandi voru um þúsund hektarar grunnra vatna árið 1880, en nú eru aðeins eftir sextiu og sjö hektarar. Þetta hefur verið ægilegt áfall fyrir margar íegundir votlendisfugla. En nú er þess von, að heildarlög- gjöf verði sett mjög fljótlega, og ekki verði meira að gert á þeim. svæðum, sem nefnandi gildi hafa fyrir fuglalífið. Augu manna hafa opnazt fym því, að frrðirnir og víkurnar níu- tíu eru ek'ki eins lítils virði og menn héldu í blindni sinni í kring- upi 1960. Þegar hafa dómstólar skorið úr um það, að ekki megi spilla sumum svæðanna, og þau síðan verið friðlýst. Svo er um Bövlingsfjörð og Veststadilfjörð á vesturströnd Jótlamds, þar sem eru hvíldarstaðir tveggja gæsateg- unda, kviðljósrar hrotgæsar og heiðagæsar. Því er sem sé svo var- ið um gæsir, að þær eru mjög vandfýsnar og miklum vandkvæð- um bundið að fá þær til þess að sætta sig við nýja staði. Við Veststadilfjörð voru fyrir einum áratug mestu sefbreiður og' votlendisflæmi Danmerkur, og enn eru þar áningarstaður stokk- anda og urtanda. Á Suðurdj'pi, sem er grunnur fjörður á þessu svæði, töldust einu sinnj tuttugu og fimm þúsund endur samtímis. Enn fjölsóttari dvalarstaður anda er þó Úlfadýpið við Lima- fjörð, þar sem verið geta hátt í fjörutíu þúsund endur, þegar bezt lætur. Þar var í aðsigi mikil upp- þurrkun, og talsverðum engjaská'k um hafði þegar verið breytt í akra, en forsjálum mönnum tókst, áður en um seinan var, að fá hluta þessa svæðis lýstan grið- land. Þessi svæði, ásamt Vejlerne í Hanhéraði, Salthólmanum, Vaðhaf inu og Saltlækjarvík við Kalund- borg eru á alþjóðlegri skrá um tvö hundruð mikilvægustu áning- arstaði fugla í Evrópu, Norður- Afríku og Litlu-Asíu. Það er nú viðurkennt sjónarmið í Danmörku, að taka verði tillit til fuglalífs og annars náttúrufars, sem vernda ber. við ger« skipu- lagsuppdrátta og framtíðaráætl- ana, og því til tryggingar hefur náttúrufræðistofnunin Samvinnu við fjölda náttúruverndarnefnda og teiknistofa, sem fást við skipu- lagsmál utan borganna. Náttúi’u- fræðingarnir eru enn aðeins ráð- gjafar, en að því er unnið að koma á fót stofnun með umtalsverð völd, þar sem dýrafræðingar, •grasafi'æðingar, fuglafræðingar, Frnmhald á bls. 98£, T í IVl I N N — SUNNDDAGSBLAD 971

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.