Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 06.12.1970, Blaðsíða 19
Skvett úr klaufum FJÁRREKSTUR. „Kanna enn, hvort hagkvæmt sé að reka strandferðaskipin frá Akureyri“. (Fyrirsögn í Tímanum 18. nóvember). Vangavelta: Stórsnúðugir geta þeir víst verið á Akureyri. En sé þeim greiði gerður með því að reka þessa strandferðakoppa þaðan — væri þá ekki einlæg- ast að verja þeim bara fjörð- inn? PRESSARAR. „Óskar pressaði 170 kíló“. (Fyrirsögn í Vísi 25. nóv.). Athugasemd: Ekki finnst okk- ur stórum til um það. Ætli Haukur pressari hafi’ ekki gert gott betur en þessi Óskar? METFÉ. „Ungverjar breikka lýðræðið“. (Fyrirsögn í Þjóðviljanum 26. nóv.). Lesandinn tautar í bringu sína: „Það er þeim geysihag- leg geit“, sagði Gangleri. Mik- ill höfuðkostur er það, hvemig breikka má lýðræðið og lengja að vild. Hér fyrir vestan eru menn leiknastir við að fletja það út eins og pönnuköku. LÁGT BRÆÐSLUMARK. „ÍR-ingarnir bráðnuðu í hönd um Haukanna". (Fyrirsögn í Vísi 26. nóv). Ályktun: Það sér ekki á, að þetta sé fólk, sem hefur alizt upp við hitaveiiu. Hvernig fer eiginlega fyrir þeim, ef þeir lenda á verulega heitum stað? ÞINGEYSKA. „Eins og búizt hafði verið við um langa hríð hefur Nixon Bandaríkjaforseti vikið úr ráð- lierrastóli Walter Hickel innan- ríkisráðherra. Grunnt hefur verið á því góða með þeim frá því, að Hickel gagnrýndi innrás bandarísks herliðs í Kambodju I vor, en ennfremur er talið, að brottvikning Hickels stafi af því, að hann hafi lagt of ríka áherzlu á náttúruvernd i Bandaríkjunum“. (Þjóðviljinn, 27. nóv.). Hugarhræring: Það er bara eins og hann sé hálf-þingeysk- ur, karlskrattinn. Og hvergi friður fyrir honum að drepa, hvorki austur í Asíu né heima fyrir. Ekki lái óg athafnamönn um, þó að þeir stjaki honum fram fyrir dyrastafinn. HIMINKÝR. „Grímseyingar fá mjólkina úr lofti“. (Fyrirsögn í Vísi, 27. nóv.). öfundarstuna: Haldið þið, að það sé munur! Rigninguna vant ar okkur ekki hér syðra, en það riginir bara aldrei öðru en vatni. (Hér í grennd við Straumisvík er það þó bætt með flúrnum þeirra). ÚTSLAGIÐ. „Fram „heft niður“. . Það eru helzt þeir Ólafur Jónsson og Stefán Gunnarsson, sem eiga hrós skilið, þeir heftu varnarmenn Fram oft þannig, að hægðarleikur var að skora fyrir hina, og það gerir út- slagið“. (Tíminn, 27. nóv.). Upphrópun; Ja, nú dámar mér ekki — mörg eru orðin tilbrigðin í íþróttunum. Bágt er sjálfsagt að vera heftur nið- ur, og þó skilst mér, að það sé fyrst aumt hlutskipti, þegar út í hægðaieik er komið. 16 KÚLNA KVENMAÐUR. „Héraðsdómstóll á Sardiníu sýndiknattspyrmsóðum lögreglu manni mikla mildi. er réttur- inn dæmdj lögregiumannlnn í fimm mánaða fangavist fvrir að drepa 38 ára gamla konu, er hann í gleöi sinni yfir ítölsk um landliðssigri skaut tveimur skotum úr lögreglubvssu sinni . . . Rétturinn fann Qu»»-anta sekan uir manndráp. Fyrir drápið sjálft fékk hann fjög urra mánaða fangelsisvist. en einn mánuð í viðbót fyr'r mis- notkun á skotvopni (það voru fimmtán dagar) og svo fiwmtán dagar til viðbótar fyrii mis notkun á eignum ríkisins (byssukiílurnar tvær)“. (Vísir, 27. nóv.). Leiðbeining: Eins og sjá má hefur kvenmaðurinn verið met inn sextán byssukúlna virði. En þá er þess að gæta, að kven- fól-k eldist skratti illa þarna suður frá og ekki mikil eign orðin í því, þegar það nálgast fertugt. T t M 1 N N . SUNNUÐAGSBLAD 97C

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.