Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 4
Höfðu þau þá eignazt fjölda barna og var efnahagur fremur þröngur. Varð Jón eftir i öræfum og lagði einkum stund á smiðar, en Sigriður fluttist að Skálafelli i Suðursveit með öll börnin og ól önn fyrir þeim á smá- býli úr Skálafellslandi, sem Austur- land heitir og liggur fyrir fyrir austan Kolgrimu, Þar dvaldist Sigriður með börnin þar til hún lét af eigin búsýslu og fluttist með Eymund son sinn að Árnanesi i Hornafirði til Stefáns Ei- rikssonar alþingismanns árið 1856. Sigriður var talin fróðleiks og gáfu- kona, þótt fátækt lamaði þrek hennar á ýmsan hátt. Skaprik mun hún hafa verið og allvel hagmælt. Um það vitn- ar eftirfarandi staka, sem Sigriður orti, er sonur hennar, Eymundur varð fyrir einhverju aðkasti á heimili Stefáns i Árnanesi: Allir hnjóta i aumingjann, einatt má hann vola, fyrir brjósti ber ég hann, bágt er slikt að þola. Hagmælska Sigriðar og smiðshæfi- leikar Jóns Landeyings munu hafa orðið arfshlutur Eymundar, þótt smár arfur veraldarauðs gengi til hans, og komu þeir eiginleikar i ljós, þegar meðan Eymundur var barn að aldri. Er hann var á 10. aldursári, var það eitthvert sinn, að gamall maður og hrumur, Teitur Gislason á Hofi kom að Hofskoti i vondu veðri og var Eymundi falið að fylgja gamla manninum heim á leið. Við það tækifæri orti Eymundur fyrstu visuna, sem varðveitzt hefur eftir hann, en hún er á þessa leið: Æsku lifsins indælt vor, er sem blómstur skreyti. En ömurlegt er ellispor, ég það sé á Teiti. Fáar sagnir hafa varðveitzt um upp- vaxtarár Eymundar eftir að hann kemur að Árnanesi. En vorið 1861 kemur hann þar þó litilsháttar við sögu. Húsbóndi hans, Stefán Eiriksson er þá ásamt fleiri bændum úr austan- verðri sýslunni staddur á Djúpavogi i verzlunarerindum. Virðast þessir bændur hafa farið á undan ullarlestun- um til Djúpavogs. Lausakaupskip var þá statt á Gleðivikinni á Djúpavogi og var eigandi þess með þvi en hann var danskur maður, Jörgen Jónsen,' eig- andi Flensborgarverzlunar i Hafnar- firði. Bauð nú Jónsen kaupmaður skaft- fellsku bændunum út i skip sitt og veitti þeim af mikilli rausn. Strákur- inn, Meyvant Eymundur Jónsson, átti að annast hestagæzlu i landi, en vegna 28 Stefán Eiriksson, aiþingismaður i Árnánesi. þess, að hann var talinn með eindæm- um óglöggur á hesta, fékk hann að fara út i skipið með húsbónda sinum. Jónsen kaupmaður hafði haft fremur litla verzlun á Djúpavogi, og sögðu nú skaftfellsku bændurnir honum, að ef hann sigldi kaupskipi sinu á Papós i Austur-Skaftafellssýslu, skyldu þeir ábyrgjast honum mikil og góð við- skipti. Varð það úr að Jónsen ákvað að sigla skipi sinu á Papós og var Halldór bóndi Ketilsson i Volaseli ráðinn leið- sögumaður skipsins, en Bergur Jóns- son, bóndi i Krossalandi var fenginn til að riða hið skjótasta suður yfir Lóns- heiði og snúa við þeim ullarlestum, er þangað voru komnar. Fóru þeir fleiri saman og þeirra á meðal Eymundur, og er þeir komu á Lónsheiði, sigldi kaupskipið þöndum seglum suður með ströndinni. færandi varninginn heim til Austur-Skaftfellinga. Þessa atviks um fyrstu siglingu erlends kaupskips á skaftfellska höfn, minntist Eymundur æ siðan sem eins rrierkasta atburðar i lifi sinu. En siðar átti Eymundur eftir að hafa mikil og gifturik afskipti af verzlunarmálum i héraði sinu. Húsbóndi Eymundar, Stefán Eiriks- son, var kominn af stórbrotinni höfð- ingjaætt, er um nokkurt skeið hafði setið höfuðbólið Hoffell i Hornafirði. Stefán var fæddur 17. mai árið 1817, dáinn 18. september 1884. Kona hans var Guðrún Einarsdóttir. ljósmóðir frá Skógum undir Eyjafjöllum, alsyst- ir séra Þorsteins Einarssonar, prests á Kálfafellsstað, en dóttir Einars Högnasonar, stúdents i Skógum. Stefán var kosinn alþingismaður Austur-Skaftfellinga árið 1859 og var hinn fyrsti þingmaður , er búsettur var i Austur-Skaftafellssýslu. Var hann riklundaður höfðingi er mikið kvað að i héraði, studdur af voldugum ættum og virðulegum mágsemdum. Mun valdaferill hans hafa alið af sér lotningu fyrir auðæfum og völdum. Slikt var mjög algengur tiðarandi og ekkert einsdæmi um þá, sem brutust til mannaforráða á þessum árum og væri ekki hér fært i frásögur, nema af þvi að það kemur eftirminnilega við sögu fátæks vinnumanns á heimili hans, Eymundar Jónssonar. Hjá Stefáni i Árnanesi dvaldist Eymundur allt þar til hann var orðinn fulltiða maður, eða til ársins 1865, en þá er hann á 25. aldursári. Verða þar þátta- skil i lifi hans. Þeim þáttaskilum olli heimasætan á bænum, Halldóra Stefánsdóttir, er fædd var i Arnanesi 18. ágúst 1844 og var þvi fjórum árum yngri en Eymundur. Þau Halldóra og Eymundur höfðu fellt hugi saman án vitundar foreldra hennar og varð Halldóra vanfær af völdum Eymundar. Er Stefán varð þess vis, hvernig komið var um hagi Halldóru þótti honum hallað á virðingu sina og dóttur sinnar af umkomulaus- um vinnumanni og veitti Eymundi þungar átölur. Er hann hafði hellt úr skálum reiði sinnar yfir Eymund, skipaði hann honum einum til verka. skyldi hann fara hið skjótasta upp i Arnanesland og rista þar 400 heytorf- ur. Eymundur hóf verk sitt þegar, en er hann tók að svengja fór hann heimleið- is og vildi fá mat en engar refjar. Stefán kom þá að máli við hann og spurði hvort torfskurðinum væri lokið. Eymundur kvað hann kominn nokkuð vel á veg og mundi hann ljúka verkinu, er hann hefði neytt matar. Stefán kvað hann engan mat fá fyrr en fyrirskipuðu verki væri lokið. Rann þá Eymundi i skap og hóf torf- skurðinn að nýju og linnti ekki verki fyrr en 400 heytorfur voru skornar og uppstokkaðar i pæl- unni. En ekki fór Eymundur heim pælunni. En ekki fór Eymundur heim að Árnanesi, er verki var lokið, heldur skundaði til fjalls og kom ekki heima að Árnanesi fyrr en langt var liðið á nótt. Er Stefán hafði rekið Eymund til torfskurðarins, kallaði hann Halldóru dóttur sina fyrir sig og tjáði henni, að ekki gæti orðið neitt framhald á ásta- málum hennar og Eymundar, þvi að Eymundur væriaðeins fátækur og um- komulaus vinnumaður. En Halldóru væri ætlaður maður af góðum ættum, er erfa myndi mikinn auð. Var það bróðursonur Stefáns, Jón Guðmunds- son á Hoffelli, siðar bóndi i Þinganesi. En Halldóra reis öndverð gegn viija Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.